Faxi

Volume

Faxi - 01.09.1990, Page 17

Faxi - 01.09.1990, Page 17
þeirra Klapparhjóna; ekki reynd- ust þau luma á slíkum auðæfum í reiðufé fremur en vænta mátti og var þá ekki annað að gera en að skrifa bú þeirra upp og meta til skuldarinnar. Búiö var skrifaö upp í stóru og smáu vorið 1812, og með því að mörgum leikur máske hugur á að vita um veraldlegar eigur alþýðufólks á Suðurnesjum á öndverðri síðustu öld verða reytur Klapparhjónanna nú taldar upp. Þar fundu menn eftirfarandi: Einn bátur gamall og rifinn með fjórum árum, stjórafæri, mastri og stýri, níu vetra færleikur jarpur, 100 fiskar blautir, ein kista, einn tjörukaggi, hálftunna með lifur, kvörn, sjö færi, einn lampi, tvær ónýtar axir, lítill pottur með loki og annar brotinn, handfæri, brók og skinnstakkur, sjóskór, þrjú hrífusköft, eitt orf, páll og reka, stampur, bátsár, hárreipi á þrjá hesta, klifberi, þrjár fötur, ausa, þrjú trog, diskur, kistill, sex fjalir í lofti, fimm fjalir í þili og hurð á járnum, þrjár fjalir í palli og rúm- stokkur, börur, skrína, kjörhald, eitt traf úr bómull og tvö úr lérefti, bláröndóttur klútur og annar rauðröndóttur og einn úr bómull, málindi með doppum, spegill, trafakefli, svunta með þremur hnöppum, þrír askar, kalbretti, kanna, Ijósaponta, stokkur með rusli og fimm pör af sjóvettling- um. Þessir munir voru metnir til 32 ríkisdala og tólf skildinga og vantaði þannig svolítið upp á að fengist upp i skuldina. Hér er ekki tóm til að rekja sögu þeirra Vilhjálms og Guðrúnar frekar. Sagan vísar vissulega til heims sem var grimmur og mis- kunnarlaus; lífsbaráttan var hörð og lítið mátti út af bregða. Nútíma- mælistikur á glæp og refsingu eiga hér að sönnu engan rétt, en vart getur maður annað en hneigst til meðaumkunar með sögupersónum, og ekki síður hjónunum á Klöpp, sem þurftu nú að heyja baráttuna allslaus, held- ur en barninu Vilborgu Sigurðar- dóttur. Sagan greinir sig frá hefð- bundnum frásögnum um illa með- ferð á sveitarómögum, að svo virðist sem þau Vilhjálmur og Guðrún hafi fátæktina og fáfræði tímans sér til nokkurra málsbóta. Það gerir harmleikinn ekki minni, heldur líklega meiri. GÓÐAR BÆKUR FRÁ LANDSBANKANUM LANDSBOK er ný verðtryggð 15 mánaða bók, sem ber 5.75% vexti og tryggir því mjög góða raun- ávöxtun sparifjár. Allir íslendingar ættu að eignast LANDSBÖK, - því fyrr, því betra. KJÖRBÓK er mjög góð bók, alltaf laus og því tilvalin fyrir þá sem vilja ekki festa sparifé sitt í lengri tíma en fá þó góða ávöxtun. KJÖRBÖK ber 2.84%raunávöxtun KJÖRBÓK 1. þrep 4.13% raunávöxtun KJÖRBÓK 2. þrep 4.69% raunávöxtun L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Leifsstöö - Sandgeröi - Grindavik FAXI 181

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.