Faxi - 01.09.1990, Side 22
Verðlaunasaga
Karvels Ögmunds-
sonar er komin út
Saga Karvels nefnist REFIR og er
hún ein af þremur verðlaunabók-
um úr samkeppni Námsgagna-
stofnunar um fræðandi lesefni
handa börnum á grunnskólaaldri.
Eins og kunnugt er hefur Karvel
komið víða við sögu á langri ævi.
Því til staðfestingar er nærtækt að
vitna til ævisögu hans SJÓ-
MANNSÆVI, sem er þriggja
binda ritverk sögumannsins.
Á yngri árum var hann refa-
skytta á Snæfellsnesi en það er að
hluta vettvangur verðlaunafrá-
sagnarinnar.
I formála fyrir bókinni Refir
kemst höfundur m.a. svo að orði:
„Kæru lesendur!
Ég vona að við lestur þessarar
bókarfáið þið haldgóða þekkingu
á lifnaðarháttum og lífsbaráttu
refsins.
Þetta litla, vitra og harðgerða dýr
hefur þurft að berjast við mann-
skepnuna í þúsund ár á íslandi og
er þó enn ósigrað."
Námsflokkarnir að
fara af stað í FS
Á næstunni mun kennsla hefj-
ast í Námsflokkum Suðurnesja.
Það er Fjölbrautarskólinn sem sér
um rekstur þeirra, og þá með því
fororði, að reksturinn verður al-
gjörlega að standa undir sér, enda
hefur FS enga fjárveitingu til
þessa. Námið er undirbúið á
skemmtilegan og raunsæjan hátt.
Auglýst verður eftir umsóknum
um nám, eða kannski væri réttara
að segja að auglýst verði eftir til-
lögum um nám. Væntanlegir
nemendur geta þá haft samband
við FS og lýst því námi sem þeir
hafa áhuga á að stunda. Þegar öll-
um umsóknum og tillögum hefur
verið safnað saman, þá fyrst verð-
ur hægt að sjá, hvaða nám verður
hægt að bjóða uppá í vetur.
Með þessari aðferð gefst ágætt
tækifæri fyrir fólk að komast í nám
sem það hefur lengi langað til að
stunda, en ekki haft tækifæri til.
Faxi vill hvetja fólk til að gefa
þessu námi gaum og nýta sér það
til hins ýtrasta. Það verður sífellt
deginum Ijósara, að fólk getur haft
bæði gagn og gaman af að afla sér
menntunar, jafnvel þó fólk sé
löngu komið af hinum hefð-
bundna skólaaldri.
Forsíðumyndin
Opnuð hefur verið ný verslun
í Keflavík — Stórmarkaður Kefla-
víkur. Það er hinn knái kaupmaður
Jónas Ragnarsson í Nonna og
Bubba sem hefur komið henni á
legg. í næsta blaði verður ítarlegt
viðtal við Jónas um verslunar-
rekstur og fleiri mál.
Nýtt starfsfólk
Keflavíkurkirkju
Einar Örn Einarsson er tekinn
við kór Keflavíkurkirkju. Síðastlið-
ið ár var hann organisti Akranes-
kirkju. Þar stofnaði hann og stjórn-
aði barnakór við kirkjuna og kór
fermingarbarna, jafnframt því að
stjórna kirkjukórinn. Flann setti
m.a. upp söngleikinn Líf og friður
með báðum barnakórunum. Einar
hefurstundaðorgelnám hjá Flauki
Guðlaugssyni í sjö og hálfan vetur
og einn vetur hjá Pavel Smid.
Flann hefur kennt 5 vetur á orgel í
Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og
tónfræði við Tónlistarskóla Flafn-
arfjarðar veturinn 1988—1989.
Einar lauk 8. stigs prófi frá Söng-
skólanum í Reykjavík sl. vor og
hefur auk þess sinnt raddþjálfun.
Tónlistarstörf hafa verið hans aðal
atvinna sl. 9 ár, þótt hann sé að-
eins 27 ára gamall. Einar hefur
sungið sem einsöngvari og er
einnig kórfélagi í Ljóðakórnum.
Flann hefur mikið starfað við Bú-
staðakirkju og leyst af sem organ-
isti á ýmsum stöðum. í sumar
sótti hann orgelnámskeið í Flam-
borg i Þýskalandi.
Helga Guðrún Bjarnadóttir, hef-
ur einnig verið ráðin meðhjálpari
og kirkjuvörður við Keflavíkur-
kirkju. Hún hefur unnið hjá bæjar-
fógetaembættinu og kaupfélag-
inu auk þess sem hún hefur sung-
ið í kirkjukórnum um árabil.
Tímaritið Þroskahjálp
3. tölublað 1990 er komið út. Út-
gefandi er Landssamtökin Þroska-
hjálp.
í þessu tölublaði kynnumst við
samskipan fatlaðra og ófatlaðra
forskólabarna og því hve miklum
árangri er hægt að ná þegar sam-
an fer áhugi, þekking og kunnátta.
Dagheimilið Ösp var heimsótt og
rætt við Jónínu Konráðsdóttur
forstöðukonu. Þá skýra foreldrar
tveggja snáða sem eru á Öspinni
frá viðhorfum sínum og einnig
fleiri sem koma við sögu.
Helga Veturliðadóttir sem hefur
30 ára reynslu af umönnun barna
segir frá reynslu sinni og kemur
margt athyglisvert fram hjá henni.
Hún hefur alið upp 11 börn á fjöl-
skylduheimili og finnst að slík
heimili eigi enn rétt á sér.
Af öðru efni má nefna erindi um
væntingar foreldra eftir Guðmund
Ragnarsson sem hann flutti á ráð-
stefnu nýlega og þýdda grein um
ÞROSKAHJÁLP
.t. m. u toxt. «xk - wi.4io.
Down syndrom og heyrnarmein.
Þá er skýrt frá skólaslitum Þroska-
þjálfaskóla íslands og nokkrir
þroskaþjálfar teknir tali þar sem
spáð er í framtíðina. Spjallað er við
einn af umræðuhópum þroska-
heftra og segja fulltrúar opinskátt
frá reynslu sinni úr daglegu lifi.
Tímaritið Þroskahjálp kemur út
sex sinnum á ári. Það er sent
áskrifendum og fæst í lausasölu í
bókabúðum, á blaðsölustöðum
og skrifstofu samtakanna að Suð-
urlandsbraut 22.
Áskriftarsíminn er: 91-679390.
/-----------\
186 FAXI