Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.06.1993, Qupperneq 23

Faxi - 01.06.1993, Qupperneq 23
Frá innsctningaratliöf'ninni í Kellavíkurkirkju 5. septeniber. F.h. Helga Bjarnadóttir, ineóhjálpari, sr. Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur, sr. Bragi Friðriks- son, pról'astur og sr. Sigfús Baldvin Ingvason, aðstoðarprestur. Séra Sigfús Baldvin Ingvason hefur verið ráðinn aðstoðar- prestur í Keflavíkurpresta- kalli til fjögurra ára frá 15. ágúst. Þetta er nýtt embælti í presta- kallinu og til þess stofnað í samrænti við þær reglur sent nú eru í gildi varðandi skipan prestamála f tjöl- mennustu söfnuðum þjóðkirkjunnar. Séra Sigfús var vígður til þessa embættis í Dómkirkjunni í Reykja- vík 15. ágúst af biskupi íslands herra Olafi Skúlasyni og settur í embætti af séra Braga Friðrikssyni prófasti við hátíðarguðsþjónustu í Kellavíkur- kirkju sunnudaginn 5. september. Séra Sigfús Baldvin er fæddur á Akureyri árið 1963. Foreldrar hans ei u Asgerður Snorradóttir skrifstofu- stjóri og Ingvi Þórðarson atvinnu- rekandi á Akureyri. I stuttu spjalli við séra Sigfús á dögunum kom m.a. frarn, að hann var æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar á Norðurlandi 1983-1986 og hefur verið virkur þátttakandi í starfi KFUM frá unga aldri og síðan sumarbúðastjóri í Vatnaskógi í eitt sumar og síðastliðin 5 sumur á Hólavatni í Eyjafirði. Um 1/2 árs skeið var hann í krislilegu sjálfboða- starfi á dvalarheimili fyrir aldraða í fsrael. Hann lauk guðlræðiprófi frá Laufey Gísladóttir og séra Sigfús Baldvin Ingvason. Háskóla íslands í febrúar 1992 og samhliða náminu og síðar veitti hann forstöðu bamastarfi Digranessafn- aðar í Kópavogi. Síðastliðinn vetur var hann svo í fullu starfi æsku- lýðsfulltnía í Fella- og Hólasókn í Reykjavík og sá þar m.a. um barna- og æskulýðsstarfið í kirkjunni. Séra Sigfús segist ganga sæll og glaður til þessa nýja staifs. Hann hefði að vísu haft blendnar til- fmningar gagnvart hinum storm- sörnu Suðurnesjum en eftir að hann hefði kontið í kynnisför til Kefla- víkur hefði allt snarbreytst og hér væri bara alltal’ logn og blíða. Strax hefði hann mætt miklurn hlýhug hjá sóknarpresti og starfsfólki kirkjunn- ar. Hann og þau hjónin væru sannar- lega ánægð hér og þakklát fyrir hlý- hug og góðvild fólksins, sent veitti þeim styrk til að takast á við krefj- andi störf en eininkona séra Sigfúsar er Laufey Gísladóttir kennari. Hún útskrifaðist frá Kennaraháskóla ís- lands s.l. vor og réðist kennari við Myllubakkaskóla f haust en undan- farin sumur hafa þau hjónin unnið saman í sumarbúðunum. Faxi býður þau Itjón velkontin lil starfa hér og árnar þeim heilla í líli og staifi. K.A.J. FAXI 119

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.