Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.2000, Side 9

Faxi - 01.12.2000, Side 9
FAXI JÓLAIíLAl) 2000 TVÍLYFT HÚS í REYKJAVÍK Fram til 1862 voru tvflyft hús í Reykjavík svo fá að þau mátti telja á fingrum annarrar handar. Hús Mennta- skólans, reist 1846, er talið eitt af allra fyrstu tvflyftu húsum þar í bæ. Sést þetta greinilega af ljósmyndum. Má þó vera að einhver verslunin hafi þá þegar verið búin að reisa sér tvflofta vöru- geymslu til hægðarauka og betri nýt- ingar en árið 1863 var reist íbúðarhúsið Glasgow við Vesturgötu í Reykjavík, sem var stórhýsi á þeim tíma. Eftir það fóru fleiri að hækka hús sín eða að reisa hærri hús en áður. í ljósi þessa má síðan líta á smíði tví- lyfta hússins á Miðlóðinni hjá Svein- birni, sem hefur ef til vill verið nokkru seinna á ferð en kaupmenn í Reykjavík eða kannski að Sveinbjöm hafi verið þar fyrri til. Um það veit ég ekki. ENDALOK FYRSTA TVÍLYFTA HÚSSINS í KEFLAVÍK Á ljósmynd af Keflavík frá 1888- 1896 er tvflyfita húsið greinilega horf- ið. I stað þess er komið nýtt, tvflyft hús á bak við Miðpakkhúsið, þar sem Duusverslun hafði síðar íjós og íshús sitt.. Fyrri tímamörk ljósmyndarinnar eru örugg en hin seinni óljósari. Tví- lyfta húsið hefur því verið rifið að lík- indum um eða nokkm eftir 1890. ( Myndin er prentuð í Ritsafni Mörtu I, 25 og 53). Eftir 1900 lét Duusverslun, í tíð Ágústs Ólavsens verslunarstjóra, rífa gömul hús á Miðlóðinni og hlaða stein- garðinn neðst á lóðinni. Sennilega hef- ur tvflyfta húsið þá verið horfið af lóð- inni (sbr. Ritsafn Mörtu II, 647, III, 1039). Húsið tvflyfta hefur að ég fæ best séð verið rifið af eigendum Fischersversl- unar áður en eignin var seld Duusverslun árið 1900. Næstu hús í Keflavík, sem smíðuð vom tvílofta, vom Gamla búð og Bryggjuhúsið. Búðin þó með hæð und- ir súð en Bryggjuhúsið tvær hæðir með háalofti með kvisti. Fjórða tveggja hæða húsið og það hús (stórhýsi) sem fram á annan og jafnvel þriðja tug 20. aldar setti einna mestan svip á bæinn var hús Fischersverslunar, sem enn stendur við hringtorgið á mótum Vesturgölu og Hafnargötu. Glæsileiki þess þegarþað var reist 1881-1882, var raunar svo mikill að það hélt honum allt fram á ár seinni heimsstyrjaldarinnar enda bjuggu þau heiðurshjónin Vilborg Ámundadótlir og Huxley Ólafsson, forstjóri Keflavíkur H/F, á efri hæð hússins allt þar til þau fluttu í eigö hús, Lyngholt, efst við Tjamargötu, um 1946. í samtali sem ég átti við Vilborgu, skömrnu áður en hún dó, 1997, sagði hún, er hún minntist þessara ára í Fischershúsi, að erfiðast hefði vatns- leysið verið sér þar. Vatnsveita var ókomin í hús um og fyrir stríð og þurfti Vilborg að láta sækja allt vatn til heimilisins upp í brunninn við Aðal- götu, jafnt til matar, þvotta og þrifa Skúli Magnússon Keflavík séð frá Myllubakka uni 1860. Mynd þessi er aðalheimild höfundar um fyrstu tvflyftu húsin í Keflavík. Svein- björn Ólafsson kaupmaður reislti húsið að baki mannsins með hundinn, fyrsta tvflyfta húsið í Keflavík. Því sem næst á sama stað og umrætt hús stóð stendur nú það sem eftir er af frystihúsi H/F Keflavíkur. í maí blaði FAXA 1954 má lesa eftirfarandi smáfrétt í þættinum Úr flæðarmálinu: „Þrýstiloftsflugvél steyptist í sjó niður hér undan Stapa hinn 18. þ.m. Tveir menn voru í henni og létu báðir lífið. Skömmu síðar tókst að ná vélinni af mararbotni, ntikið skemmdri." Meðfylgjandi mynd, sem ekki hefur birst áður, sýnir umrædda herþotu kontna upp á hafnargarðinn í Keflavík. Með á myndinni eru tveir hennenn af Keflavíkurflugvelli en þotan var einmitt í æfingar- eða eftirlitsflugi á vegum Vamaliðsins þegar slysið átti sér stað. Ljósmyndari: Björgvin Guðmundsson Þota steyptist í sjó undan Vogastapa FAXI 57

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.