Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 18

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 18
FAXI JÓLAItLAH 20011 ■1 Minning: Kristjana Sigríður Ólafsdóttir Fædd 23. ágúst 1905. Dáin 28. nóv. 2000 Útför Kristjönu Sigríðar var gerð ffá Keflavíkurkirkju 9. desember sl. Rit- stjóm Faxa fékk góðfuslegt leyfi sr. Baldurs Rafns Sigurðssonar að birta út- drátt úr minningarræðu hans. Sú sem við kveðjum í helgidómi drottins á þessari stundu skynjaði svo vel hvað það er að eiga lausnarann að. Hún vissi að frá ami kirkjunnar stafar þeim loga sem lýkur upp hjörtum manna, svo að það verður rúm fyrir hann, sem kom til okkar sem lítið bam íjötu borið. Nafniðhennar, Kristjana, er komið úr latínu og merkir sú sem fylg- ir Kristi. Hún gafst einmitt hans valdi, kær- leikanum og lífrnu, hinum eilífa gró- anda og tók ávallt stefnu á lífið, þótt oft hafi hún „titrað Iíkt og stormi slegin rós“. Það líf sem kærleikur Krists opin- beraði hér á jörðu. „Þú verður að láta þig langa til að lifa“ sagði hún í blaðagrein á 70. ára afmælinu og að skuggamir sem urðu á veginum í lífi hennar gerðu ljós- ið bjartara. Hún skynjaði að kærleikur Krists nær út yfir allt. Því Kristur sem gaf okkur vonina og sýndi hinn sanna kærleika elskar okkur líka hér á landi lifenda sem handan þessa lands, því hann seg- ir um leið við okkur ég vík aldrei frá þér. Hún var alltaf bjartsýni á lífið þrátt fyrir allt sem að amar að, því við emm guði falin og hans eilífi gróður visnar aldrei. Kristjana Sigríður Ólafsdóttir var fædd 23. ágúst 1905 að Lokinhömrum í Amarfirði. Var hún næst elst 12 bama þeirra hjóna, Ólafs Jónssonar skip- stjóra og Ástu MagnfríðarMagnúsdótt- ir. Af bamahópnum stóra komust 9 á legg og með henni genginni hefur allur hópurinn hvatt þessa jarðvist okkar. Fjölskyldan flytur sig yfir til Flateyrar þegar Kristjana er tveggja ára og á eyr- inni við Önundarfjörð var bemsku og æskuheimilið. Glaðværð ríkti á heimil- inu en snemma fékk fjölskyldan að 66 FAXI kynnast andstreymi í lífinu, mikið um veikindi og dauðsföll. Tvær systur Kristjönu vom jarðsungnar sama dag- inn rétt 4ra og 5 ára gamlar. Kristjana varð íyrir miklu áfalli þeg- ar hún rétt 22ja ára gömul fékk krabba- mein í hné á hægra fæti og þurfti að taka fótinn af. En hún tókst á við þessa miklu fötlun og reyndi að láta hana ekki aftra sér frá því að taka þátt í líf- inu. Kristjana kemur fyrst til Keflavíkur til að annast heimili fyrir systur sína og nokkm seinna fór hún að vinna í Al- þýðubrauðgerðinni og í þrjú ár starfaði hún í brauðgerð Magnúsar Sigurbergs- sonar. Hún fór að starfa í Ungmennafé- lagi Keflavíkur en þá var félagið ný stofnað og fyrsti formaður þess í sam- felld 6 ár var Bergsteinn Ólafur Sig- urðsson. Þau felldu hugi saman og gengu í heilagt hjónaband 18. október 1935. Ekki litu nú allir björtum augum á þann ráðahag. Kristjana hafði sjálf um tíma litið svo á að hún gæti ekki gifst svo fötluð sem hún var, en Bergsteinn með sinni miklu gleði og hlýju, brosinu fallega og ilautinu þýða, eignaðist hug hennar allan. En þau áttu líka góða vini sem uppörvuðu þau og óskuðu til ham- ingju af heilum hug. Alla U'ð var sam- band Sjönu og Begga alveg einstakt. Þau gáfu hvort öðm ljós ástarinnar og það Ijós logaði allan þeirra búskap og þau skildu svo vel að tryggðin slær skjaldborg um ástina. Böm Bergsteins Ólafs og Kristjönu Sigríðar em, elst Bergþóra Guðlaug. Eiginmaður hennar er Héðinn Skarp- héðinsson. Áslaug er kvænt Gylfa Val- týssyni. Ásta Málfríður, kvænt Jóni Vestmann og Öm er yngstu og er hann kvæntu Þorgerði Aradóttur. Öll bömin em búsett í Keflavík. Bergsteinn og Kristjana urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa dreng, sem dó í fæðingu og árs gamla dóttur, Sól- veigu Guðnýju, en sömu nótt og hún lést, veiktist Bergþóra og lá milli heims og helju. Þau tókust á við það andstreymi, gáfust aldrei upp og mis- stu ekki sjónar á þeirri gleði sem lífð gefur. Ömmubörnin em 14 og langömmubörnin eru 28 og kveður fjölskyldan öll góða móður, ömmu og langömmu, sem alltaf var úl staðar fyr- ir þau með kærleiksríkt og heitt bænar- hjarta. Heimili Kristjönu á Suðurgötu 37 í Keflavík var alltaf mjög snyrtilegt og mjög gaman að koma þangað í heim- sókn. Mikill gestagangur var á heimil- inu bammarga og margt að gjöra, en heimilishjálp var af skomum skammti hennar fyrstu búskaparár en þegar Beggi kom úr vinnu á kvöldin hjálpaði hann til. Örorkubætur fékk hún fyrst 1964, þegar hún hafði verið fötluð í 37 ár, því hún þótti ekki vera nógu mikill öryrki. Bergsteinn Ólafur lést á afmæl- isdaginn sinn 2. júní 1980. Flutti Kristjana sig þá á Suðurgötu 12 en síð- ustu 9 árin hefur hún dvalið á Gaið- vangi í Garði og leið henni þar vel og leit hún alltaf á Garðvang sem heimili sitt. Aðstandendur vilja koma á fram- færi þakklæti til alls starfsfólks á Garð- vangi fyrir góða umönnun. Kristjana Sigríður Ólafsdóttir lést 28. nóvember sl. á Landspítalanum við Hringbraut. Sjana eins og hún var oftast kölluð af vinum, og meðal ömmubamanna Sjana amma, var mjög hlý og gefandi kona. Fólk á öllum aldri laðaðist að henni og það skipú engu máli þótt hún hefði svo mikla fötlun, mannkostimir vom ríku- Iegir. Hún var ávallt þessi sem gaf. Því ef þú hjálpaðir henni eitthvað smá við- vik, varstu leystur ríkulega út með kossum, gleði, já fallegu brosi. Svo var það þetta með magann. Aldrei fór nokkur manneskja með tóman maga ef hann hafði heimsótt Sjönu. Kristjana var mjög félagslynd kona. Var virk í Ungmennafélagi Keflavíkur, ein af stofnendum Sjálfsbjargar á Suð- umesjum og varaformaður þar í mörg ár og í Kvennaklúbbi Karlakórs Kefla- víkur. Þessum félögum öllum gaf hún mikið og bamabömunum er flestum í fersku minni þegar þau með gleði seldu merki og happdrættismiða fyrir Sjálfs- björg en það var amma sem bað þau um að selja og var það sjálfsagt mál hjá þeim öllum, því það var gjört fyrir hana. Sjálfbjargarfólk á Suðumesjum biður fyrir kveðjur og þakklæti fyrir allt sem Kristjana gerði fyrir félagi, vináttu og tryggð. Kristjana var mikið fyrir alla handa- vinnu, alveg einstaklega lagin og fljót að hekla. Það var stórmerkilegt hvað hún gat skapað með einni líúlli heklu- nál. Gamið lék í höndum hennar og út- koman varð fagurt handverk sem prýð- ir margt heimilið í dag. Hún saumaði allan fatnað á bömin sín þegar þau vom ung. Ung vestur á ísafirði læiði Sjana hárvefríað og þekkt mynd efúr hana hefur verið sýnd bæði hér á landi sem erlendis. Það má segja að nánast allt hafi leikið í höndum hennar. Sjana var alltaf mjög fín og vel til- höfð. Hún reyndi ávallt að klæða sig upp, laga hárið og punta sig. Eitt var það sem aldrei brást Kristjönu Sigríði en það var minni hennar, þótt sjón og heym væri farin að daprast undir það síðasta var hún alltaf með á nótunum. Hún vissi alla afmælisdaga bamanna í

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.