Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.2000, Side 15

Faxi - 01.12.2000, Side 15
■ FAXI JOLAIILAII2000 út. Fyrir kýmar var vatn tekið úr brun- ni rétt við ljósið, en það vatn var dálítið mengaðog því ekki notað í mat. Alltaf var gert betur við skepnumar á jólunum °g þeim gefinn aukaskammtur. Rafmagn var ekki komið og notaðir vom olíulampar eins og tíðkaðist á þessum tíma. Vindrafstöð kom svo þegar eg var orðin 14 ára. Á jólunum var allur bærinn upplýstur og það vom sett ljós í alla glugga og kerti í öll skot og í ijósið var sett kola sem var látin loga þar. Það lá mikil eftirvænting og tilhlökkun í loftinu. Á aðfangadag fóm allir í bað. Vatn var sótt og hitað á eldavélinni sem var kolaeldavél sem kynnt varmeðviði úr fjömnni svo með mó sem tekinn var upp á sumrin. Mamma sá um okkur yngri en systur mínar sem vom eldri sáu um sig. Allir fóm í hreint og nýtt ájólunum. Áaðfangadag varborðaðkl. sexogá borðum var alltaf niðursoðið kjöt frá haustinu sem sett hafði verið í gler- kmkkur. Þetta var fastur siður hjá okk- ur á aðfangadag. Alltaf var laufabrauð á borðum, ásamt öðm góðgæti, sem var útskoriðog steikt löngu fyrir jól. Hangikjöt og saltkjöt kom síðan á jóladag. Síðan var alltaf kaffi og kök- ur um kl. 10 og áður en kaffið var drukkið var lesinn húslestur og síðan var sunginn sálmur á eftir. Húslestur var einnig lesinn á jóladag og á öllum stórhátiðum sem ég man eftir. Síðar þegar útvarpið kom var hlustað með andakt á útvarpsmessuna og síðan lagðist húslesturinn smá saman af. Það var först venja heima að færa öllum kaífi og kökur í rúrnið snemma á jóla- dagsmorgun og ég man eftir því að ég hef líklega ekki verið eldii en sjö ára er ég fór að hjálpa mömmu við að gefa heimilismönnum kaffi í rúmið á jóla- dagsmorgun. Við höfðum alltaf jólatré heima. Fyrsta jólatréð var búið til úr spýtum og sótt inn í land einiviður til að skreyta það með og svo voru settir á það pokar með sælgæti. Á jóladag var svo geng- ið kring um tréð og sungin jólalög. Þá komu líka krakkamir af hinum bæjun- um því samgangur var mikill milli bæjanna og menn heimsóttu hverjir aðra. Allir fengu jólagjafir og ég minist þess að við fengum alltaf kerti og spil. Stundum hálfan pakka af kertum sem við gátum notað sjálf. Ég minnist þess að systur mínar notuðu kertin til að lesa við frameftir þegar aðrir voru komnir í ró. Það var ekki spilað á spil á aðfanga- dagskvöld, slíkt var alveg bannað en á jóladag og síðar á jólunum var mikið spilað. Það var ekki alltaf farið í kirkju, fór það mikið eftir veðri. Það var langt að fara en kirkjan var á Skeggjastöðum og þangað var 20 km leið og engin vegur, ekki einu sinni kerruvegur. Það voru tíu býli í byggð í Finnafirði þegar þetta var. Nú eru aðeins 2 býli eftir í byggð og á öðrum bænum býr að- eins einn maður. Þannig er þróunin en jólin og boðskapur þeirra hefur ekkert breyst þó tilhlökkuninn sé öðmvísi, segir Jón Einarsson. Gunnar Sveinsson Leikfélag Keflavíkur sýndi Krummaskuð leikrit eftir Guðjón Sigvaldason Á haustdögum sýndi LK gaman- leikritið Krummaskuð og var það að mestu borið uppi af unglingadeild leikfélagsins. Vetvtangur leikritsins er lítið sjávarpláss úti á landi og þeg- ar tveir ungir piltar úr höfuðborginni Uytja tímabundið í plássið færist fjör í bæjarlífið. Það hefur verið mjög athyglisveiður þáttur í starfsemi LK á undanfömum ámm að fram fer nokkuð öflugt ung- lingastarf. Má líkja því við íþróttafé- lag sem leggur rækt við „yngri flokk- ana“ því þaðan koma íþróttamenn framtíðarinnar. Hinir ungu leikendur standa sig með mikilli piýði og sýndi það sig að í þeirra hópi em efnilegir leikarar sem vonandi munu halda merki LK á lofti í náinni framtíð. Það eru hátt í fjömtíu leikendur í Krummaskuði og aðeins fáeinir þeirra fullorðnir. Þó nokkur söngur er fluttur undir ágætum hljómborðsleik Bald- urs Guðmundssonar. Höfunurinn leikstýrir sjálfur ásamt því að hanna sviðsmynd. Hvorttveggja leysir hann dável af hendi. Ingibjörg Osk Er- lendsdóttir og Marinó Gunnarsson fara með nokkuð stór hlutverk og standa sig vel, sérstaklega Ingibjörg sem hafði mikið vald á leik sínum. Ágætis aðsókn hefur verið að Kmmmaskuði enda um hina bestu skemmtun að ræða. Faxi óskar hinu unga fólki og LK til hamingju með sýninguna. HH FAXI 63

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.