Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 11

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 11
FAXI JÚLABLAD 20110 kórsöng eða hljóðfæraslætti, enda varla von til þess. En þegar kvöldskóla lauk, var ekki um fleiri menntastofnanir að raða, sem í Keflavík byggju nemendur undir lífið. Og þá vaiðaðgera sér grein fyrir því, hvort framtíðin lægi í fiski, iðngreinum, verslunarstörfum, eða þá í því að hleypa heimdraganum og halda dl annarra bæjarfélaga til að stunda skólanám. Hin síðari ár höfðu ýmsir orðið til þess að sækja á vit menntagyðj- unnar. Nokkrir farið til Reykjavíkur, a&'ir norður á Akureyri, einnig hafði verið leitað til héraðsskólanna. í næsta húsi við mig bjó ungur maður, nýkom- inn heim frá námi. Þar knúði ég dyra, hvattur af foreldrum mínum og þeirri innri vissu sjálfs mín, að ekki kæmi annað úl greina en freista gæfunnar á lengri skólastigum en kvöldskólinn hafði boðið upp á. Og Bjöm Stefánsson, eða Bjössi í Sparisjóðnum, eins og hann var alltaf kallaður, þar sem hann bjó í bankastofnuninni, seni faðir hans veitti forystu, tók mér af sinni alkunnu ljúf- mennsku og þar bætti ég við mig í kvöldtímum hjá honum. En hann vildi heldur búa mig undir inntökupróf í Verslunarskólann, þar sem hann hafði numið, heldur en Menntaskólann. Eg var ekkert að setja það fyrir mig, enda þótt sú hugsun hefði fylgt mér frá því ég fór að gera mér grein fyrir sjálfum mér og ætlunarverki mínu, að ég hlyti að gerast prestur. Sem krakki hafði ég þegai' farið að æfa mig í því að tóna og prédika yfir félögum mínum, skrýddur pilsi í hempu stað og þótti takast nokk- uð vel. En hví skyldi ég vera að bijóta heilann um það, sem var svona langt í burtu, þegar um var að ræða að komast í lengra nám? Teningnum var því kastað, eins og hjá Sesari gamla fað- um, og nú var tekið úl við að búa sig undir Verslunarskóla íslands. En gam- an er að hlaupa fram fyrir sjálfan sig í svona úlfellum og benda á það, að það var þá eiginlega allt honum Birni Stef- ánssyni að kenna eða þakka, að ég vaiö fyrsti presturinn úr Verslunaiskólan- um. En það er nú önnur saga. En hitt gleymist ekki í þessu sam- bandi, þegar ég hélt úl Reykjavíkur í fylgd móður minnar úl þess að knýja dyra hjá Inga Þ. Gíslasyni, bróður Vil- hjálms, skólastjóra Verslunarskólans. Feimnin var svo sannarlega fylgikona mín í það skiptið eins og svo oft, og ekki dró úr henni, þegar ég sat í stofu higa og andaði að mér því lofti, sem mér fannst aldrei hafa fyrr leikið um vit Félagarnir seni stofnuðu spilaklúbb á námsárunum í Verslunarskólanum og spila enn: Árni Steinsson, Ólafur, Guðjón Eyjólfsson og Gísli V. Einarsson. Bókarhöfundur Björn Jonsson og Olafur mín. Bækur hafði ég umgengist og læit að meta þær, bæði vegna innihalds og ytri búnaðar, en þama var hægt að finna í loftinu áhrif bókanna. Ekki af ryklykt eða bókbandssterkju, heldur fannst rnér þá þegar eins og í Inga Þ. söfnuðust áhrif þeirra og mótun þeima á annan hátt en ég hafði fundið andspænis nokkrum manni öðrum. Það var friður yfir heimili og rótgróinn menningar- svipur. Ekkert virtist nýtt og samt höfð- aði það ekki úl gesta eins og gildi ald- ursins hefði eitt ráðið vali. Allt þjónaði ákveðnum tilgangi og hann var sá að vera ramrni utan um þennan mann, sem þama tók á móú mér og mömmu heima hjá sér og opnaði mér heim sinn, í það minnsta sntá rifu með því að ýta hurð frá stöfum, svo að ég fékk að skyggnast þar inn fyrir með fyrirheiti um meira. Og ekki minnkaði lotningar- lull afstaða mín við það, að liann skyldi þéra mig, strákhvolpinn. Og mikið var ég feginn því, að mömmu var ekki eifitt að finna hugsunum sínum orð og vaið ekki þeirri feimni að bráð, sem al- gjörlega hefti tungu mína og hlýtur að hafa gert mig líkastan þroskuðum tómata í frarnan. En árangur heim- sóknarinnar varð sá, að ég fékk að sitja síðustu tímana fyrir próf í undirbún- ingsdeildinni, sem Ingi veitti forstöðu og prófið stóðst ég. Þelta var því merkilegt sumar. Svo merkilegt, sökum eftirvænúngarinnar að byija í skóla að hausú, að ég sann- færði sjálfan mig um það, að útvarps- þulurinn hefði sagt fyrsti en ekki fimmti, þegai' kallað var til eins bekkj- ar Verslunarskólans um að mæta hálf- um mánuði íyrren aðrir bekkir. Og svo var sannfæringarkrafturinn mikill, að jafn tölvís maður og Guðjón Eyjólfs- son, síðar endurskoðandi, lét hrífast með og fór sömu fýluferðina og ég. En við setturn þetta svo sem ekkert fyrir okkur og hálfi mánuðurinn til skóla- setningar var hreint ekki lengi að líða. Og allt í einu stóð ég þá með töskuna mína í pínulitlu herbergi að Sjafnargötu 2, þar sem ég átti að leigja, en borða í næsta húsi hjá móðurbróður mínum, Skúla Ágústssyni og konu hans frú El- ínu Kjartansdóttur. En hjá þeim vaiðég síðan skólaveru mína alla og undi vel. Mamma stóð þama hjá mér í her- berginu og það var í sjálfu sér gott að pabbi hafði ekki getað kornið með vegna vinnu sinnar, af því að við hefðum hreint ekki komist þama öll fyrir, eftir að dívaninn og litla skrifborðið með ein- um stól hafði tekið upp megin hlutann af gólfplássinu. Og þá var kornið að því, að ég ætú að fara að kveðja hana mömmu til þess að búa þama. Þá viil- ust öll hlutfóll með vegalengdir og tíma hafa breyst svo einkennilega, að það urðu ekki lengur tæpir 50 kílómetrar og hálfur annar tími í bíl á milli okkar, heldur virtist það miklu lengra heldur en mér fannst löngu seinna eftir þrett- án og hálfs klukkutíma flug milli Reykjavíkur og New York og síðan helming þess tíma áfram til Norður- Dakota, þar sem heimili mitt átti eftir að veiða á fimmta ár. En það er nú reyndar önnur saga. En það sem bjarg- aði mér þama í litla herberginu í húsinu hans Sæmundar Ólafssonar, þegar ég var að kveðja hana mömmu mína elskulegu og sá fram á þennan „óra- langá' aðskilnað, var það, að allt í einu varð hún lítil og kveið svo óskaplega fyrir því að skilja strákinn sinn við sig. Og ég get enn heyit orð hennar eftir all- an þennan tíma, þegar hún sagði í sam- blandi alvöm og gamans, þar sem kær- leikurinn einn réði þó orðum: „Æ, Óli minn, viltu ekki bara koma heim með mér aftur og fá þér eitthvert starf sem þér gæti fallið, eins og t.d. við verslun. Þú þarft svo sem ekki að vera með próf úr Verslunarskólanum til að geta af- greitt í búð.“ En þá var nú ekki hægt fyrir menntamann eins og mig að fara að vatna músum. Og það vaið svo merkilegt að geta verið stór og sterkur og leggja þannig handlegginn yfir mömmu, sem allt í einu vaið ekki sú stóra, mikla mamma, sem ég hafði alltaf ímyndað mér óhagganlega, held- ur hálfpartinn einmana fyrir fram, rétt eins og ég, við úlhugsunina um að sjá litla strákinn sinn orðinn svona stóran og vera að halda út í heiminn, þar sem skjól bernskuheimilisins kæra náði ekki lengur allskostar að vemda hann. Núna get ég þá líka viðurkennt það, að FAXI 59

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.