Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 34

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 34
FAXI JÓLAKIiAI) 200(1 HSB Fyrsta bílslysið í Keflavík ann 28. apríl 1920 varð Einar Jónsson, aldraður maður í Keflavík, fyrir bíl á Hafnar- götu og lést samstundis. Marta Val- gerður lýsir aðdraganda þessa slyss, sem jafnan er talið fyrsta bflslysið í Keflavík, í grein í Faxa í nóvember 1957. ( Prentað í ritsafni hennar I, 221-222). Af frásögn Mörtu má ráða að aðdragandi slyssins varð með all- sérstæðum hætti. Einar Jónsson hafði þann sérkenni- lega kæk að stökkva skyndilega aftur fyrir sig, þegar hann talaði við fólk og þennan örlagaríka dag brá hann ekki út af þeim vana sínum með fyrmefnd- um afleiðingum. Einar stóð þá í hópi manna undir skúrvegg og e.t.v. í hita samræðna hef- ur hann gleymt sér andartak og bók- staflega stokkið inn í eilífðina. Marta vitnar á eftirminnilegan hátt í lýsingu ensks miðils á slysinu og að- draganda þess, en miðill þessi kom til Reykjavíkur síðla árs 1920 og hélt þar skyggnilýsingarfundi. Jafnframt getur hún þess að réttarrannsókn hafi farö fram eftir slysið og að vitni hafi lýst at- vikum á sama hátt og miðillinn. Marta getur þess þó ekki hvar sú heimild sé skráð. Væntanlega er hún færð inn í dómsmálabækur Gullbringusýslu. Þá heimild hef ég þó ekki séð og ekki haft tækifæri á að kanna hana með hliðsjón af þessari frásögn. Marta getur þess heldur ekki hvar við Hafnargötuna slysið vaið. Trúlega má sjá það í skráðum vitnaleiðslum. SLYSSTAÐURINN VIÐ HAFNARGÖTU Hvar átti slysið sér stað við Hafiiar- götuna? I dag eru þeir trúlega fáir sem eru til frásagnar um slysið sjálft og slyssstaðinn. Ólafur Sigurjónsson (f. 1902. d. 1993) var tæplega 18 ára þeg- ar slysið varð í aprfl 1920. Hann bjó þá efst við Klapparstíg en var daglega mikið hjá Einari Einarssyni afa sínum, sem bjó neðar við sömu götu spölkom frá gatnamótum Klapparstígs og Hafn- argötu. Hvort Ólafur sagðist hafa onðið vitni að slysinu man ég nú ekki lengur, en svo skammt var hann frá staðnum að frásögn hans, sem hann sagði mér á ár- unum 1973-1986 er trúverðug enda ber henni saman við lýsingu Mörtu. Ólafur sagði mér að slysið hefði átt sér stað á Hafnargötunni neðan við eða nærri Klapparstíg. Á korti af Keflavík frá 1920 sem sýnir fyrirhugaða bátahöfn í Grófinni, sést stakur skúr á bakkanum neðan við Hafnargötu undan Klapparstíg. Skúr- inn stóð þar enn samkvæmt korti Jóns. J. Víðis af Keflavík 1932. Líklega hef- ur skúrinn staðið í sundinu þar sem löngu seinna, um 1961-1962, var stofnað til almennings salemis, á milli skúrs Alþýðubrauðgerðarinnar (síðar Lindarinnar) og norðurendans á versl- unarhúsi Ásbergs og sennilega þó nær endanum á húsi Ásbergs, því þegar Ásberg byggði hús sitt var umræddur skúr í sundinu líklega rifinn en skúr Alþýðubrauðgerðarinnar stóð áfram. Af kortinu 1932 sést að norðan við þennan skúr er kominn söluskúr Al- þýðubrauðgerðarinnar. Hvort hann var kominn þama 1920 er óljóst sam- kvæmt hafnarkortinu frá 1920. Norð- an við skúr Alþýðubrauðgerðarinnar (síðar Lindarinnar) var skúr slökkvi- liðsins (Bmnaskúrinn) síðar Rafstöð og svo Lögreglustöð. Aðrar byggingar vom ekki þama meðfram bakkanum um 1920 ef frá er talinn lítill skúr miklu sunnar, norðan við mynni Ná- strandarrásar. Samkvæmt frásögn Ólafs frá Litla- Hólmi stóðu mennimir, sem Einar var á tali við, líklega sunnan við skúrinn í sundinu sem hvarf síðar fyrir nýju verslunarhúsi Ásbergs eða í sjálfu sundinu á milli hans og skúrs Alþýðu- brauðgerðarinnar beint undan Klappar- stíg. Þar er í dag inngangur í Ránna. Af húsvitjunarbók 1919 virðist mega ráða að Einar hafi, er slysið vaið, búið við Klapparstíg að norðan, í húsi Bergsteins Jóhannssonar og líklega leigt þar á loflinu frá 1915. Þar er hann skráður þurrabúðarmaður þessi síðustu ár. En skammt var frá Bergsteinshúsi niður götuna út á bakkann þar sem slysið vaið. Ef uppdrættimir af Keflavík frá 1920 og 1932 em skoðaðir sést strax að neðan undan Klapparstíg og suður með Hafnargötu hefur bakkinn verið afar Munið orkureikningana Eindagi orkureikninga er 15. hvers mánaöar. Látið orkureikninginn hafa forgang SJJJH Hitaveita Suðurnesja Allar nýju jóla- bœkurnar Gleðileg jól! t 82 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.