Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 10

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 10
FAXIJÓLABLAÐ 2000 Séra Björn skráir æviþætti Olafs biskups Fjölskyldan. Bræðumir Ólafur og Helgi standa að baki foreldra sinna, Sigríðar Ágústsdóttur og Skúla Oddleifsson- ar. Móeiður situr við hlið móður þeirra og Ragnheiður við hlið föðurins. Út er komin bókin Olafur biskup, ævi- þættir. Bókin er skráð af séra Birni Jónssyni, fyrrverandi sóknar- presti Keflvíkinga. I bókinni rekur Ólafur lífshlaup sem hefur verið óvenjulegt fyrir margra hluta sakir. Sérstaka athygli hlýtur að vekja frásagnir af ýmsum átökum innan kirkjunnar í starfstíð Ólafs. Bókin er gefin út af Almennu útgáf- unni, Stangarhyl 4 í Reykjavík og prentuð í Odda. Hún 400 blað- síður og það er Æskan ehf. sem sér um dreif- ingu hennar. HH. Faxi birtir hér úrdrátt úr bókinni. ÚR HÁSKÓLA KEFLAVÍKUR í VERSLUNARSKÓLANN Eitt sinn sagði Ragnheiður systir mín mér frá því, að hún hefði leikið undir söng Kvennakórs Suðumesja við setn- ingu Fjölbrautaskólans í Keflavík. Enginn þarf að minna þann á, sem með fæðingar, dauða og önnur atvik lífsins hefur að gera, að ekkert stendur í stað. En einhvem veginn var sem í sjón- hendingu tjalddúki tímans svift frá, svo að ég var fluttur til baka um tæpa þrjá áratugi, til þess tíma er ég varað ganga í æðstu menntastofnun, sem Keflavík hýsti þá. Það var á stríðsámn- um og margt hermanna, sem mælti á ensku, enda Bandaríkjamenn á götum úti og í kvikmyndahúsinu, þegar sýn- ingar vom. Eitt sinn vorum við að koma heim úr skóla að kvöldi og mætt- um slíkum hópi. Þá sagði einn af okk- ur og vildi gera sig breiðan: „We go to Keflavik Highschool." Átti þar með við, að það væri nú hvorki meira né minna en háskóli Keflvíkinga, sem þessi hópur sótti. En slík var nú mála- kunnáttan, að hann ruglaði saman „high school" sem þeir Ameríkanar kalla gagnfræðaskóla sína, og „uni- versity" sem er nafnið yfir æðstu menntastofnun hvers lands. Hið skemmtilega við þetta er þó það, þegar rifjað er upp eftir svona langan tíma, að pilturinn hafði af fátækt málakunnáttu sinnar nokkuð rétt fyrir sér. Háskóli hefði stofnunin aldrei veríð kölluð, ekki einu sinni gagnfræðaskóli, en samt var hún merkust slíkra menntasetra á Suð- umesjum öllum á þeim tíma. En þetta var kvöldskóli, sem séra Eiríkur Brynjólfsson á Útskálum stóð fyrir af slíkum krafti og fádæma dugnaði að eftir á sækir furðu að þeim, sem hugsar um allt það, sem hann þurfti á sig að leggja. Vitanlega kom það fyrir, oftar en einu sinni, að hann kom of seint í kennslustundir. Enda er meira en rétt spölkom frá Útskálum og inn í Kefia- vík, einir 10 km, og ekki vom áætlun- arferðir oft á dag eins og nú tíðkast. Og það hefði þótt saga til næsta bæjar, ef sóknarpresturinn hefði átt bíl. En reið- hjólið sitt notaði hann óspart og steig það af ákafa þess, sem veit að tíminn er dýrmætur. En stundum kom séra Ei- ríkur í tíma til okkar og gat varla mælt. Ekki vegna þeirrar þreytu, sem frá lík- amlegri áreynslu stafar, heldur vegna þess að hann var mæddur af öðmm ástæðum. Hann var gæddur viðkvæmri lund, og átti ekki gott með að sætta sig viðþað, sem honum fannst óréttlátt eða jafnvel móðgandi. Og enn finnst mér ég geti heyrt tóninn, sem hækkaði tölu- vert, þegar þannig stóð á, er hann var að lýsa því fyrir okkur, ef einhver ók fram úr honum án þess að taka hann uppí eða í það minnsta að bjóða honum far. Og bæri svo við, að þetta væri ein- hver kunnugur, að ekki sé talað um, ef það var fyrrverandi fermingarsonur, sem setti kíkinn fyrir blinda augað, þegar hann ók fram úr prestinum sín- um, þá var eins og heimsins mesta sorg hefði blandast við ósvífni allra tíma. Og lái hver sem vill séra Eiríki fyrir það að finnast slíkt vanþakklæti, svo mikið lagði hann á sig og ekki fyr- ir fjárhagslegan ábata. Ekkert okkar greiddi skólagjald eða neitt slíkt. Hann vann af hugsjón og stóð fyrir rekstri þessarar æðstu menntastofnunar Suð- umesja af köllun eldhugans og knúinn vissu þess, sem veit, að bókvitið er stundum hægt að láta í askana. Væri það einhverjum verðugt verk- efni að skrifa um skóla séra Eiríks Brynjólfssonar, þótt ekki verði það gert hér. Og ekki minnist ég þess, að skóla- setning hans haii verið heiðruð með 58 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.