Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2000, Síða 35

Faxi - 01.12.2000, Síða 35
FAXI JðLABLAB 2000 — tæpur sökum landbrots og svo stutt var til sjávar fram af bakkanum og upp að ytri brún Hafnargötu að brúninni hefur nánast legið örfá skref ofan við bakk- ;tnn. í ljósi þessara staðhátta er aðdrag- nndi slyssins skiljanlegri sökum þrengslanna þama. Ef til vill hefur Einar ætlað heim til sín yfir götuna þegar slysið vaið. STAÐHÆTTIR Á SLYSSTAÐ Um 1920 þrengdu girðingar mjög að Hafnargötu að ofan eins og víðar í Keflavík. Við götuna að ofan, á milli Aðalgötu og suður að Tjamargötu stóðu íbúðarhús, að mestu þau sömu og þar standa enn í dag. Framan við þessi hús voru girtar lóðir( Sbr. ljósmyndir í rit- safni M:V.J. II, 654, 665, 1064) og gengu þær langt út í götuna að röð símastaura sem mynduðu efri mörk götunnar. Ekki dró þetta úr þrengslun- um og slysahættu þama við Hafnargöt- una. Girðingarnar þarna hurfu líklega ekki að fúllu fyrr en á fimmta tug ald- arinnar eða jafnvel ekki fyrr en við fyrstu malbikun Hafnargötu 1954. Gunnar Sigurfmnsson, sem ók á Einar Jónsson, hefur varla átt margra kosta völ þegar slysið varð. Líkindi em til þess að Gunnar hafi verið á leið suður Hafnargötu úr því að Einar var sjávar- megin við götuna. Gunnar hefur þess vegna verið vinstra megin á götunni í samræmi við reglur þess tíma. Hafi svo verið er enn skiljanlegra hve slysið bar jafn óvænt að og raunin varð. Gunnar hefur ekki haft neitt svigrúm til að víkja bílnum undan Einari enda er ljóst að stökk Einars og það afitur á bak, hefur komið Gunnari algjörlega á óvart. Um ástand bfisins er ekkert vitað en sennilega hefur bfil Gunnars ekki verö gamall er slysið vaið, hafi hann verið á fyrsta bflnum sem hann eignaðist. I dag er Hafnargatan ekki breið á þessum slóðum þótt girðingar hafi ver- ið fjarlægðar og framlóðir húsanna verö lagðar undir malbikun götunnar 1954. Þrengslin þama við götuna sjást best af því hve hið gamla verslunarhús As- bergs, nú Ráin, stendur utarlega í göt- unni, sérstaklega suðurhluú hússins. Lítil umferð bfla var í Keflavík 1920 og henni varla um að kenna við slysið og tæplega hefur Gunnar verið þama á mikilli ferð en þessar eifiðu aðstæður á slysstað hafa valdið því að við ekkert varð ráðið, er Einar tók skyndilegt bak- hlaup sitt. Hitt hef ég líka fregnað að Gunnar tók slysið afar nærri sér en Ragnar Jón Guðnason, vinur hans, reyndist honum sá drengur í þeim raunum, sem best dugði. Olafur frá Litla-Hólmi sýndi mér eða öllu heldur reyndi að sýna mér taktana við bakhlaup Einars Jónssonar en ég treysti mér þó ekki til að lýsa því svo sérkennilegt var það. Nær væri að kalla það bakstökk, stökk aftur á bak, spymt með öðmm fæti en stuðst við hinn, eins konar valhopp, öfúgt, óvenju hátt og langt í einum rykk. Það er því villandi frásögn í blöðun- um 1920, þar sem segir að Einar hafi gengið í veg fyrir bflinn eins og lesa má t.d. í II,. bindi Sögu Keflavíkur. Þar kemur heldur ekki fram hvar við Hafn- argötu slysið vaið. Bjami Guðmarsson hefur heldur ekki stuðst við skriflegu réttarprófin, sem Marta talar um að haldin hafi verið efúr slysið Þau ættu alltént að vera trúveiðugri heimildir en dagblöðin. í augum Keflvíkinga skiptir það líka máli hvar við Hafnargötuna slysið vaið, sökum þess að þetta hefur alltaf verið talið fyrsta alvarlega bflslys- ið í Keflavík. Heimamenn fýsir því að vita nánar um þennan atbuið en aðra síðari af sama toga. ÁSTÆÐA ÞESSA GREINARKORNS Ég gat þess áðan að ég hefði sjálfur ekki séð vitnisburð úr réttarhöldunum 1920 vegna slyssins, sem Marta nefnir í Faxa 1957 en af þeim má ef úl vill frekar ráða í hvar við Hafnargötuna slysið vaið og fá staðfestingu á þessari gömlu frásögn Ólafs frá Litla-Hólmi. Sjálfúr hef ég ekki haft úma né aðstæð- ur úl að kanna þetta nánar. Lengi hefur líka verið æúun mín að skrifa um slysið, vaknaði sú ætlun í samtölum okkar Ólafs þegar hann bjó á Hlévangi á átt- unda og níunda tugnum. Þótú mér nú rétt að festa þessar línur á blað ef svo vildi úl, að í frumgögnun- um sé fátt sem bendir nákvæmlega til hvar við Hafnargötuna slysið varð. Missagnir í þessari frásögn, ef ein- hveijar eru, skrifast á mannlegt minni og munnlega geymd. Skúli Magnússon. "ÍjWteÍEfflj hPö Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnum árum Stapafell - Keflavík Sími 421 2300 og 4211730 Óskum nemendum okkar og foreldrum þeirra gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári Þökkum ánœgjulegt samstarf. Kennarar og starfslið Holtaskóla Keflavík. FAXI 83

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.