Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 31
FAXI JOLABIil) 2000
Og svo taka þeir þátt í söngvakeppni
Eurovision og gefa íslandi tólf stig í
henni þegar svo ber undir.
Tvöhundruðföld
fólksfjölgun
Þegar Atatiirk valdi Ankara sem höf-
uðborg, bjuggu þar um tuttugu þúsund
manns (álíka margir og búa nú í Kópa-
vogi). Borgin stendur á hæðum á miðri
Anatólíusléttunni og mátti muna sinn
fífil fegurri; hét áður Angóra og var
fræg fyrir loðna ketti og mjúkt ullar-
gam. Þar höfðu búið um tvö hundrtð
þúsund manns þegar mest var, en hún
var varla svipur hjá sjón þegar Atatiirk
flutti höfuðstöðvar sínar þangað. I dag
er íbúafjöldinn kominn yfir fjórar
milljónir og fer vaxandi. Þar hefur því
orðið tvöhundruðföld fólksfjölgun á
tæpum áttatíu árum. Satt að segja á
borgin margt sameiginlegt með Madrid
á Spáni. Engin á rennur í gegn um
Ankara og Madrid, þær standa svo til
einangraðar í fjöllunum en samt
blómstrar þar mikið menningarlíf.
Arlega (í maí) er haldin alðjóðleg
listahátíð í borginni og þar er mikið um
dýrðir; alþjóðleg kvikmyndahátíð, leik-
sýningar, tónleikar og listasýningar af
ýmsu tagi. I fyrrasumar voru þar um
fimmtán sýningar á verkum skop-
myndateiknara frá ýmsum löndum og
var mér boðið að taka þátt í aðalsýning-
unni sem fulltrúi íslands. Ég fór til
Ankara í maí og var tekið þar með kost-
um og kynjum; veislur, gleðskapur og
skemmtanir frá ntorgni til kvölda í
heila viku og allt fntt. Þar að auki vann
ég þriðju verðlaun í teiknisamkeppni
sem við, tuttugu og sex teiknarar frá
sextán löndum, fengum að vita af með
eins dags fyrirvara. En nóg um það.
Ódýrt - ódýrt
Meðal margra nafntogaðra teiknara á
hstahátíðinni var Selma Aykan, líklega
óþekkt hér á landi en víðfræg í heima-
landi sínu. Hún var fyrsta konan í Tyrk-
landi til að gerast skopnty ndateiknari að
atvinnu, þá aðeins sextán ára gömul.
Síðan hefur hún lagt ýmislegt fyrir sig;
er frægur bamabókahöfundur og var
fræg ópemsöngkona þar til hún missti
röddina á hátindi ferils síns. Hún var
raddlaus misserum saman og þurfti
bókstaflega að kenna sjálfri sér að tala
upp á nýtt. Eftir það fór hún að kenna Söngkonan, barnabókahöfundurinn og teiknarinn Selnia Aykan. Ljósni.
söng og raddbeitingu og flutti til Fjóla Ólafsdóttir.
Miinchen þar sem hún er virtur tónlist-
arkennari í dag.
Saga hennar er að vísu sérstök, en
samt á hún margt sameiginlegt með
löndum sínum. Til dæmis hafa milljón-
ir þeirra flutt til Þýskalands og annarra
landa í Evrópu á síðustu áratugum, þótt
þeir flytji nú aftur til baka í stórum stíl.
Efnahagur landsins er líka svoh'úð sér-
stakur. Til dæmis er viðvarandi vetð-
bólga í landinu og gjaldmiðillinn
þannig skráður að milljón tyrknesk
pund, eða lírur, jafngiltu tvö hundrtð
krónum þegar ég var þama. Verðlag í
landinu er líka með ólíkindum. þar er
margfalt ódýrara að versla en annars-
staðar; föt, veitingar og annað um fimm
til tíu sinnum ódýrara en þekkist á Is-
landi og í nágrannaríkjum okkar. Hvað
segið þið td. um nýsmíðaða, draugfína
karlmannaspariskó úr fyrsta flokks
leðri á sex hiundiuð krónur parið? Þeir
Tyrkir sem ég hef kynnst, bæði í Tyrk-
landi og annarsstaðar, em líka vingjam-
legir og skemmtilegir upp til hópa og
langt frá því að vera uppáþrengjandi.
Postular
og jólasveinar
Þótt fæstir Islendingar kunni nokkuð
í tyrknesku, nema þá einstök tyrknesk
orð eins og jógúrt, basar, sorbet og
kebab, þá þekkja líklega allir eitthvað
til landsins, hvort sem þeir gera sér
grein fyrir því eða ekki. Þar fæddist Al-
exander ntikli og hjó á hnútinn óleys-
anlega í bænum Gordíon skammt fyrir
sunnan Ankara og enn sunnar bjó dýr-
lingurinn heilagur Nikulás sem hefúr
með tímanum breyst í ameríska jóla-
sveininn Santa Claus. Fyrir vestan
Ankara bjó þjóðsagnapersónan Nas-
reddín en austar í landinu fæddist Páll
postuli. Jóhannes, lærisveinn Krists,
skrifaði Guðspjall sitt í Tyrklandi og
Kleópatra valdi landið til að eiga þar í
ástarsambandi við Markús Antóníus.
Og í austurhluta landsins er fjallið
Ararat sern Nói strandaði Örkinni á. V0
eyjahafið stóð forðurn borgin Trója þar
sem Helena fagra bjó og á svipuðum
slóðum standa aðrar borgir í dag, s.s.
Smyma sent viss tegund teppa er
kennd við.
Selma Aykan benti mér á að Island
og Tyrkland hlytu að vera ólík urn
margt þar sem Island er einangrað í
norðvesturhluta Evrópu meðan Tyrk-
land er í suðausturhlutanum, umgirt
FAXI 79