Faxi

Volume

Faxi - 01.12.2000, Page 30

Faxi - 01.12.2000, Page 30
ótt jarðskjálftar í norðvestanveiðu Tyrklandi, nokkrum mánuðum á undan Suðurlandsskjálftunum, hafi hrært marga til meðaumkunar, þá hafa Is- lendingar lengi haft illan bifur á Tyrkjum. Það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mörgum, þegar minnst er á landið, er bar- átta Sophiu Hansen við Halim A1 og Tyrkjaránið fyrir nokkrum öldum. Á hinn bóginn er vert að hafa í huga að Halim A1 er alls ekki dæmigerður Tyrki, enda hefur komið í ljós að Sophia Hansen hefur sam- úð tyrknesku þjóðarinnar sem kaus hana konu ársins á sínum tíma. Það voru held- ur ekki Tyrkir sem stóðu að Tyrkjaráninu svokallaða, heldur ribbaldar frá Alsír sem var nýlenda Tyrkja fyrr á öldum. Á hinn bóginn eru Tyrkir upp til hópa vingjam- legt, hjálpsamt og gestrisið fólk. Ankaraborg stendur á mörgum hæðum og í sum hveríin er ekki hægt að komast nema gangandi eða ríðandi á asna. Ljósm. Fjóla Olafsdóttir. Evrópuland í Asíu Tyrkland, sem er heldur stærra en Bretlandseyjar, Holland, Belgía, Lúx- embúrg og Þýskaland til samans, er eina Evrópulandið í Asíu. Að vísu er örlítill hluti þess í Evrópu, svo sem hluti þeirrar alræmdu borgar Istanbul sem hefur heitið ýmsum nöfnum í ald- anna rás. Víkingar kölluðu hana Miklagaið, Rómveijar Býsantíum og seinna breyttist nafn hennar í Kon- stantínópel. Múslímar gáfu henni að lokum sitt núverandi nafn. Istanbul er stærsta borg Tyrklands, enda var hún lengi höfuðborg landsins. En þegar Mustafa Kemal Atatiirk steypti Týrkja- soldáni, árið 1923, valdi hann Ankara sem höfuðborg. Tyrkir líta á Ataturk sem fóður Tyrk- lands, enda hefur sennilega enginn einn maður breytt sögu lands síns á eins afgerandi hátt, amk. á tuttugustu öldinni. Meðal þess sem hann kom í verk var að banna eins mikið af arab- ískum áhrifum og hann gat og innleiða vestrænan hugsunarhátt í staðinn. Hann afnam arabískt letur og kom á evrópsku stafrófi. Hann bannaði karl- mönnum að ganga með túrbana og lagði til að konur hættu að ganga með blæju fyrir andlitinu, enda fyrirskipaði hann þjóðinni að líta á karla og konur sem jafn réttháar manneskjur og harð- bannaði körlum að kúga konur. Hann lagði til að allar manneskjur hefðu sömu laun fyrir samskonar vinnu og lýsti yfir trúfrelsi í landinu. Svo sagði hann þegnum sínum að Týrkir ættu ekki að sækjast efúr því að ráða yfir öðr- um löndum, heldur einbeita sér að því að bæta sitt eigið land - og hann geiði Ankara að höfuðborg þar sem hún stendur inni í miðju landinu og er því miðsvæðis fyrir alla þegnana. Atattirk andaðist árið 1938, aðeins 57 ára gam- all, en í Tyrklandi nútímans eru vest- ræn gildi enn í heiðri höfð, enda eru TyrkirmeðlimiríNATO, og Evrópuráðinu. 78 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.