Faxi - 01.12.2004, Side 5
aldrei komast inn í Ársól og því rukum viö
af stað, keyrðum út um allt og fundum að
lokum þetta garnla frystihús, sem ekki hafði
verið í notkun um nokkurra ára skeið,“
sögðu þær systur og brostu, enda töldu þær
sig hafa fengið þann ákjósanlegasta stað fyr-
ir þessa starfsemi. Mikið rými og mikla
möguleika til að víkka út starfsemina.
Hvað viljið þið helst vikka út?
„ Ja, bara ef þú vissir. Við erum fullar af
hugmyndum, en höfum takmarkaðan tíma
til að láta alla okkar drauma rætast. En í
fyrsta lagi viljum við stækka vinnuaðstöð-
una svo við getum haldið stærri námskeið og
boðið fleirum aðstöðu og síðan viljum við að-
greina söludeildina betur frá annarri að-
stöðu og koma síðan upp aðstöðu fyrir
mósaík og einnig séraðstöðu fyrir glervinn-
una sem sífellt verður vinsælli og fleira
mætti nefna. En þetta kemur allt. Tíminn
vinnur með okkur.“
Eti nú voruð þið að minrika við ykkur til að
hafa það náðugra. Hefur sú orðið raunin?
Systurnar horfa á hvor aðra og brosa.
„Nei alls ekki, ef eitthvað, þá höfum við sett
í fluggírinn miðað við það sem við vorum að
gera áður. En þetta er hinsvegar svo
skemmtilegt að við erum ekkert að pæla í
allri þessari vinnu. Ef við hinsvegar hefðum
vitað fyrirfram hvað við vorum að fara út í,
þá hefðum við aldrei stokkið út í þetta. Og
eftir á að hyggja, þá var þetta hrein geð-
veiki, þ.e. öll sú vinna sem nánast varð að
gerast einn tveir og þrír. En þar sem þetta er
svona skemmtilegt, að þá finnur maður ekki
fyrir neinu nema gleði og góðri þreytu."
En hvaða staifsemi fer hér aðallega fram?
Nú við erum bara í skítnum, segja þær og
kíma. „Nei nei. Við erum bara dagsdaglega í
keramikssullinu sem við setjum í mótin og
brennum síðan í ofni til að gera það klárt til
málunar. Þannig kjósa flestir okkar kúnnar
að fá þetta keramikið afgreitt, en hér áður
fyrr, þá gerði fólk þetta venjulega allt saman
sjálft frá a til ö. Okkar vinna er því mest
megnis forvinna hér í keramikgalleríinu, en
kannski verðum við með þannig námskeið í
framtíðinni, ef eftirspurn verður eftir slíku
námskeiði. En aðallega kemur fólk hingað á
námskeið til okkar eða að það er að kaupa
keramikstyttur til að mála á sjálft heima hjá
sér.
Eruð þið eitthvað að hugsa um að fœra út kví-
amar og fiölga handverks- og tómstundanám-
skeiðum?
Já, við erum náttúrulega alltaf með opinn
huga hvað það varðar. En við verðum bara
að taka eitt skref í einu þó svo að okkur
langi mikið til að gera hitt og þetta. Við
kvörtum ekki undan aðgerðarleysi þessa
dagana, höfum varla undan. En síðar meir
þá langar okkur að bjóða upp á meiri fjöl-
breytni hvað varðar þessi námskeið. En á
meðan svona vel gengur að þá hugsum við
fyrst og fremst um að sinna eftirspurninni,
en við seljum mjög mikið í verslanir bæði í
bænum og einnig úti á landi. Hitt þ.e. meiri
fjölbreytni námskeiða kemur vonandi þegar
hægjast fer um hjá okkur. Við vitum af mikl-
um áhuga m.a. í glervinnslunni auk annarra
námskeiða sem eru á döfinni. Kannski mað-
ur hugi að samstarfi við einstaklinga sem
luma á góðum tómstundahugmyndum. Alla-
vega eni allar hugmyndir vel þegnar auk
þess sem við erum tilbúnar í ýmislegt sem
gefur lífinu gildi, sögðu þessar hressu systur
sem lýsa svo sannarlega upp skammdegið
með öllum sínum flottu jólavörum. Sjón er
sögu ríkari og hvetur Faxi fólk til að kíkja í
heimsókn í þetta glæsilega gallerí.
Flest verður góðum að gamni
Samkaup I úrvai
FAXI 5