Faxi

Volume

Faxi - 01.12.2004, Page 8

Faxi - 01.12.2004, Page 8
/ 6.-7. tbl. Faxa 1988 rekur Jón Tómasson 50 ára sögu OSK. Hann styðst að mestu við fund- argerðir og lýkur frásögninni með því að segja frá 50 ára afmœlishófi sem haldið var á veitingahúsinu Glóðinni þann 4. nóv. 1988. Olíusamlagið starfaði í tæp 10 ár eftir það. Hér verður sagt frá því helsta sem gerðist þau ár og áfram stuðst við fund- argerðir að mestu. Stjóm OSK1990. Óskar Pórhállsson varaformadur, Benedikt Jónsson ritari og Ólafur Bjömsson formaður Misvel líkaði mönnnm eftir miklar sviptingar Ólafur Björnsson rekur sögu Olíusamlag Keflavíkur og nágrennis síðustu tíu árin Oliubirgðastöð i Helguvík Aðalfundur OSK fyrir árið 1988 var haldinn 29. maí 1989 í húsi félagsins að Víkurbraut 13. Ólafur Bjömsson formaður félagsins setti fundinn og stjórnaði hon- um. Mætt var fyrir 474 atkvæði af 858 og var fundurinn því lögmætur. f skýrslu for- manns kom fram að Frímúrarastúkan Sindri hafði keypt tvær neðri hæðirnar í húsi félagsins að Víkurbraut 13. Einnig að á árinu hefði verið komið upp sjálfsaf- greiðslu fyrir olíu til smærri báta við smá- bátahöfnina í Grófinni og í Sandgerði. For- maður sagði að samningar stæðu yfir um að samlagið tæki að sér umsjón og rekstur á olíubirgðastöð varnarliðsins í Helguvík og góðar líkur væru á að þeir tækjust. Dregið hafði úr viðskiptum með olíur enda hefði bátum fækkað, einkum í Kefla- vík. Samlagið hafði orðið fyrir tjóni upp á kr. 3 milljónir við gjaldþrot stórs við- skiptamanns. Samningar drógust um Helguvíkina en gott samstarf tókst við Thor Ó. Thors stjórnarformann og Stefán Friðfinnsson forstjóra íslenskra aðalverk- taka sem ráku starfsemina í Helguvík til bráðabirgða. Svo fór að OSK og Keflavík- urbær stofnuðu félag, Olíustöðin Helgu- vík, OSH, sem hvor átti að hálfu, 4 menn í stjórn, 2 frá hvorum. Stjórn OSK tilnefndi Ólaf Björnsson og Óskar Þórhallsson, bær- inn tilnefndi Hannes Einarsson og Ingólf Falsson, Ólafur varð formaður. Þetta félag náði samkomulagi um að taka við vörslu og rekstri olíustöðvarinnar í Helguvík. OSK tók að sér að sjá um reksturinn og Guðjón Ólafsson varð framkvæmdastjóri. Grindvíkingar i stjórn - unníð að breyttu félagsformi Á aðalfundi þann 30. maí 1990 var aö vanda minnst félaga sem látist höfðu á liðnu starfsárien þeir voru Guðjón Jó- hannsson, Þorsteinn Halldórsson og Sverr- ir Júlíusson. Sverrir var stofnfélagi og úr 8 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.