Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 17

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 17
Karl Steinar Guðnason forstjóri Tryggingastonunar ríkisins, listamaðurinn Erlingur Jónsson og forseti íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson. sem minna mega sín í þjóðfélaginu sem betur fer. Við höfum þroskast og okkur fleygt fram. Það á vissulega við um heil- brigðisþjónustu, sem hefur tekið stórstíg- um breytingum á þessum tíma. Áður ólæknandi sjúkdómar eru nú læknanlegir og nýir sjúkdómar hafa komið fram á sjónarsviðið. Heilsugæsla og forvarnir hafa fengið aukið vægi í umræðunni um heilbrigðisþjónustu og heilsufar. Miklar breytingar hafa átt sér stað í rekstri heil- brigðisstofnana og sýnist sitt hverjum. Allt kapp er lagt á að veita þjónustu í heimahúsum sem lengst. Heilsugæsla, göngudeildaþjónusta og dagdeildaþjón- usta miða að því að sjúklingar og skjól- stæðingar hafi sem mesta stjórn á lífi sínu. Þegar ofangreind þjónusta dugir ekki lengur, tekur sjúkrahúsið við, þar sem sjúklingar njóta lækninga og líknar. Almenningur er betur upplýstur um þá valmöguleika sem í boði eru og skoðanir sjúklinga og skjólstæðinga eru virtar jafn- vel þó þær stangist stundum á við niður- stöður vísinda. Við lifum á tímum þekkingarbyltingar, áætlað er að innan heilbrigðisvísinda úr- eldist þekking á allt að þrem til fimm árum. Það segir okkur hversu miklar kröfur eru gerðar til heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsfólks. Þaö má segja að hugtakið „shape up or ship out“ eigi við, þ.e. annað hvort tökum við okkur tak og fylgjumst með, og gerum alemnnilega það sem okkur er ætlað, eða við snúum okkur að öðrum verkefnum. Framtíðarsýn HSS til ársins 2010 var lögð fram og undirrituð af heilbrigðisráð- herra 1. júní s.l. Sú sýn er metnaðarfull en jafnframt raunhæf og sanngjörn. Hún gengur fyrst og fremst út á það að Heil- brigðisstofnun Suðurnesja veiti alla heilsugæslu og almenna sjúkrahúsþjón- ustu í heimabyggð, svokallaða nærþjón- ustu. Hún gerir ráð fyrir að lokið verði við byggingu D álmu, viðhaldi húsnæðis og lóðar verði komið í eðlilegt horf og tækjabúnaður verði í samræmi við nú- tímakröfur um heilbrigðisþjónustu á hér- aðs- eða svæðissjúkrahúsi. Öll stórafmæli krefjast undirbúnings. Ákveðið var að fá Gylfa Guðmundsson fv. skólastjóra og rithöfund til að skrá sögu HSS, hún mun koma út snemma á næsta ári. Þegar sumri tók aö halla var skipuð afmælisnefnd til að dagurinn mætti verða afmælisbarni og gestum þess til sóma. Af- mælisnefndina skipa Konráð Lúðvíksson lækningaforstjóri, formaður, Georg Brynjarsson, vefstjóri, Hermann F. Ólason, umsjónarmaður fasteigna, Jóhanna Brynj- ólfsdóttir, fv. hjúkrunarforstjóri og Sólveig Þórðardóttir, hjúkrunarforstjóri á heilsu- gæslunni í Grindavík. Ég vil þakka af- mælisnefndinni sem hefur sýnt fádæma dugnað og mikinn metnað og vonast til þess að þið njótið dagsins með okkur. Mikið fiölmenni var á afinœlishátíðinni. FAXI 17

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.