Faxi

Volume

Faxi - 01.12.2004, Page 26

Faxi - 01.12.2004, Page 26
STJ □RN rítari <i£ejílav»Jipr v>ara jormcÁur er sto^nafc war wurar ituri *♦. nóv«tn&«r 193*t Iðnaðarmannafélag Suðurnesja Iðnaöarmannafélagið í Keflavík, síðar Iðnaðarmannafélag Keflavíkur og ná- grennis, og loks Iðnaðarmannafélag Suð- urnesja eins og nafn þess er nú, var stofn- að 4. nóvember 1934 af 23 iðnaðarmönn- um. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu eftir- taldir: Þórarinn Ólafsson, trésmiður, formaður. Guðmundur Skúlason, trésmiður, gjaldkeri. Skúli H. Skúlason, húsasmiður, ritari. Sigmundur Þorsteinsson, múrari, varaformaður. Guðni Magnússon, málari, vararitari. Félagið er sjötíu ára um þessar mundir og var þeirra tímamóta í sögu félagsins minnst með hófi þann 7. nóvember s.l. Eins og fram kemur í viðauka eftir Andrés Kristjánsson, Iðnaðarmannafélag Suður- nesja, í bókinni „Iðnaðarmannatal Suður- nesja“, IÐUNN, Reykjavík, 1983, þá var fram að þeim tímamótum mikið og öflugt starf í félaginu og var félagið sjálft sem og almennir félagar þess í framvarðarsveit við uppbyggingu samfélagsins á Suður- nesjum. Síðustu ár hafa verið umbreytingarár á starfssvæði félagsins og breytingar í sam- félaginu hafa haft í för með sér minnk- andi áhuga hjá fólki að starfa í félögum eins og hér um ræðir. Það hefur því verið um litla starfsemi að ræða síðustu 10-15 árin en samt hagaði þannig til hjá félaginu að það átti myndar- lega sjóði og stjórn félagsins ákvað fyrir skemmstu að nota mikinn hluta þeirra til að styrkja nokkur góð málefni og heiðra með því minningu og störf þeirra sem í félaginu hafa verið þessi sjötíu ár. Verður nú lítillega skýrt frá hverri gjöf fyrir sig. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Það hafa lengi verið sérstök tengsl milli IS og FS enda er óhætt að segja að rætur skólans hafa komið frá Iðnskóla Keflavík- ur. Á upphafsárum skólans voru iðnbraut-' ir mjög áberandi þáttur í skólastarfsem- inni og þess utan tók FS yfir húsnæði Iðn- skólans. Gegnum þá þrjá áratugi sem skól- inn hefur starfað hefur IS stutt hann með ráðum og dáð og þau eru ófá tækin og tól- in sem gefin hafa verið til hans. Það var því eðlilegt að stjórnin hugsaði til skólans við þessi tímamót því nýlega hefur verið tekin í notkun viðbygging við hann og þá var svo sannarlega þörf á ýmsum nýjum kennslutækjum. Dreifðust þau tæki sem nú voru gefin á allar iðnbrautir skólans. Askur Yggdrasils - lífsins tré Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á fimm- tíu ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni ákvað stjórn IS að færa stofnuninni að gjöf listaverk Erlings Jónssonar, Ask Yggdrasils, og hefur því verið komið fyrir á lóð sjúkrahússins og var það afhjúpað þann 18. nóvember. Gjöf þessi er gefin til minningar um alla þá iðnaðarmenn sem fallnir eru frá og til að minna á að án iðn- aðarmanna er ekki hægt að vera. Gjöf þessi var afhent í afmælishófi félagsins » þann 7. nóvember s.l. og við það tækifæri flutti Konráð Lúðvíksson ávarp sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Byggðasafnið og iðnsagan Árið 1983 gaf IS út bókina Iðnaðar- mannatal Suðurnesja og verður sú útgáfa að teljast merkur þáttur í iðnsögu lands- ins en þar eru birt æviágrip mörg hundr- uð iðnaðarmanna á Suðurnesjum. Er þetta geysimikið verk sem fjölmargir félags- 26 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.