Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 34
Minning:
Ingibjörg Salóme Danivalsdóttir (Lóa)
Fœdd 29. 12. 1913 - Dáin 21. 10. 2004 - jarðsett 29.október
Ingibjörg fæddist 29.12.1913. Hún lést 21.
október sl. Foreldrar hennar voru hjónin
Danival Kristjánsson bóndi á Litla-Vatns-
skarði, Laxárdal í Austur Húnavatnssýslu,
f. 15.02. 1842 - d.25.08. 1925 og Jóhanna
Jónsdóttir húsfreyja, f. 30.10. 1866 - d.
06.07. 1931. Danival og Jóhanna eignuðust
átta börn saman en Danival átti einnig
tvær dætur af fyrra hjónabandi. Ingibjörg
var yngst systkinanna en þau eru nú öll
látin.
Ingibjörg giftist Guðmundi Stefánssyni
vélstjóra í Ytri Njarðvík, d.17.06.1977. Þau
eignuðust sjö börn og sex þeirra eru á lífi.
Stefán Ingi f. 01.09. 1938, Jóhann Valur f.
06.03.1940, Kristín f. 01.11. 1942, Gunnar
Örn f. 29.04. 1945, Haukur Viðar f.
09.11.1947 og Ingigerður f. 27.12.1956.
Ingibjörg bjó fyrstu ár ævi sinnar í Lax-
árdalnum en fluttist til Kristínar, eldri syst-
ur sinnar, sem bjó þá á Reykjaströnd í
Skagafirði, eftir að faðir þeirra lést. Hún
gekk í Kvennaskólann í Reykavík en hugur
hennar hneigðist ætíð til frekari mennta.
Þegar hún var um tvítugt kom hún suður í
Njarðvíkur. Þar vann hún fyrir sér um tíma
en gekk svo í hjónaband með Guðmundi
Stefánssyni.
Ingibjörg var mjög virk í félagsmálum í
Njarðvík. Hún var ein af stofnendum Kven-
félags Njarðvíkur og var síðar gerð að heið-
ursfélaga. Hún var einnig ein af stofnend-
um Framsóknarfélags Njarðvíkur, fyrsti
formaður þess og síðar heiðursfélagi. Hún
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í hrepps-
nefnd Njarðvíkur um árabil sem fulltrúi
Framsóknarflokksins. Ingibjörg var virkur
félagi í stúkunni Vík í Keflavík og hafði ein-
nig umsjón með starfi barnastúkunnar
Sumargjafar í Njarðvík, ásamt Karveli Ög-
mundssyni og Sigríði Hafliðadóttur. Sál-
rannsóknarfélag Suðurnesja var stofnað
árið 1969 en Ingibjörg var einn af aðal-
hvatamönnum að stofnun þess, sat í stjórn
félagsins árum saman og sinnti for-
mennsku þess. Síðar var hún gerð að heið-
ursfélaga.
Ingibjörg bjó öll sín búskaparár í Stef-
ánshúsi við Borgarveg í Njarðvík. Síðustu
árin átti hún einnig samastað á heimili
dóttur sinnar Ingigerðar.
Ingibjörg var jarðsungin frá Ytri-Njarð-
víkurkirkju föstudaginn 29. október 2004.
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Lóa móðursystir mín er látin. Við fráfall
minnar kæru frænku er margs að minn-
ast. Mín fyrstu kynni af Lóu, eins og hún
var ætíð nefnd, var þegar hún dvaldi á
heimili foreldra minna norður á Reykja-
strönd í Skagafirði á sínum unglingsárum.
Hún hafði þá misst foreldra sína og tók
móðir mín hana inná heimili sitt. Var hún
hjá okkur í nokkur ár.
Þrettán ára aldursmunur var á okkur
Lóu. Hún var mjög góð við mig og bræður
mina, Jóhann og Kristján, en við litum á
hana sem stóru systur á þessum bernsku-
árum okkar. Strax á unga aldri hafði hún
frá mörgu eftirtektarverðu að segja. Hún
var mjög næm á umhverfi sitt og sá margt
merkilegt sem aðrir sáu ekki. Hún var
afar berdreymin og með mikla skyggni-
gáfu sem fylgdi henni alla ævi. Þegar
gesti bar að garði vissi hún oftast fyrir-
fram hverjir þar væru á ferð. Stutt frá
íbúðarhúsi okkar fyrir norðan er mjög
stór steinn sem Grásteinn heitir. Þar sat
frænka mín oft með okkur bræðurna og
sagði okkur frá fólkinu sem í steininum
bjó og sem hún sá og heyrði í. Okkur tókst
ekki að sjá það en við bræðurnir töldum
okkur heyra mannamál í gamla Grásteini.
Lóa hafði mikil áhrif á mig á þessum
árum. Henni tókst að láta mig sjá það sem
hún sá með því að taka í höndina á mér og
segja: „Nú hlýtur þú að sjá.“ Og það pass-
aði. Mér fannst þetta einkennilegt og
vandist þessu. Árin liðu og við hættum
þessum leik.
Frænka mín fluttist suður tæplega tví-
tug að aldri, settist að í Ytri-Njarðvík og
eignaðist góðan mann og heimili við Borg-
arveginn. Hún fór að lesa í kaffibolla og
spá fyrir fólki sem langaði að vita um
framtíð sína. Oftast voru þetta ungar kon-
ur sagði hún og brosti við.
Lóa tók sér alltaf góðan tíma í að ræða
við föður minn um pólitíkina en hún varð
snemma mjög pólitísk og einstaklega lag-
in áróðurskona. Hún var stofnfélagi í
Framsóknarfélagi Njarðvíkur og vann
mikið að flokksmálum á meðan heilsan
leyfði.
Árin liðu, f jölskylda mín fluttist til
Keflavíkur og samgangur jókst. Oft hafði
hún samband við mig í kringum kosning-
ar, sérstaklega þegar ég sinnti bæjarmál-
um í Keflavík. Betri samherja var ekki
hægt að hugsa sér. Stundum ræddum við
drauma og annað líf en á því hafði hún
fastmótaðar skoðanir. Hún hafði það að
leiðarljósi allt sitt líf að sjá það góða í fari
fóks og öllum leið vel í návist hennar.
Þann 29. desember 2003 varð frænka mín
90 ára. Við Jóhann bróðir minn heimsótt-
um hana árla dags og vorum hjá henni
stundarkorn. Þá ræddum við um æskuár
okkar í Skagafirðinum forðum. Hún rifj-
aði upp með okkur dásamlegar stundir
sem við áttum saman við fjörðinn fagra.
Kötturinn aldni, Jökull Jakobsson, hélt
sig í návist hennar og virtist fylgjast vel
með, en alltaf átti hún kött og stundum
fleiri en einn, enda mikill dýravinur. Þótt
aldurinn væri farinn að segja til sín hvað
sjón og heyrn varðar þá var hugsun henn-
ar ávallt skýr.
í síðustu heimsókn okkar bræðra talaði
hún um ættarmótið sem haldið var á Flúð-
um sumarið 2003 og hvað hún hefði
skemmt sér vel. Þegar við erum að kveðja
hana segir hún: „Ansi væri nú gaman að
halda fljótlega ættarmót. Ég væri alveg til
í að fara á það og meira að segja dansa, ef
einhver ungur maður vildi bjóða mér
upp.“ Þessu síðustu orð hennar við úti-
dyrnar á Borgarvegi 2 lýsa frænku minni
vel, hvað hún hafði gaman af lífinu og
kunni að skemmta sér án áfengis, eins og
hún sagði oft.
Afkomendur hennar sáu vel um hana og
hún gat notið þess að vera heima. Að fara
á elliheimili var aldrei á dagskrá. Fjöl-
skylda mín á góða minningu um Lóu sem
aldrei gleymist.
Við hjónin, ásamt systkinum mínum og
mökum þeirra, vottum afkomendum Lóu
innilega samúð.
Hilmar Pétursson
34 FAXI