Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2003, Síða 6

Frjáls verslun - 01.11.2003, Síða 6
RITSTJÓRNARGREIN UM EINKENNI LEIÐTOGA „Við gerðum þetta sjált!“ jóðin fagnar því 1. febrúar nk. að hundrað ár eru liðin frá því að Hannes Hafstein varð fyrsti ráðherra íslend- inga. Hann var skáld og hugsjónamaður og mikill leið- togi. Hann átti sér þann draum að þjóðin gæti losnað af eigin rammleik úr fátæktargildrunni. Ég hef stundum hugsað til þess, þegar ég geng um miðborg Kaupmannahafnar og sé hin reisulegu gömlu hús, gangstéttirnar og glæsibraginn, þennan borgarbrag sem á sér yfir tvö hundruð ára sögu, hvernig það hafi verið fyrir íslendinga á árum áður að búa í heimsborginni við sundið við slíkan munað og snúa síðan heim til Islands þar sem molbúahátturinn var alger; fátækt, kofar, foraðsstígar og moldar- kofar til sveita. Langaði þá nokkuð heim? Hvað dró þá heim? En „römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“. HANNES HAFSTEIN sneri heim og varð fyrsti ráðherrann í hundrað ára sögu íslenskra ráðherra. Þjóðin fékk sjálfstæði og hún hefur af mikilli elju og dugnaði látið draum Hannesar rætast á aðeins einni öld. Núna er þjóðin rík og laus við þá minnimáttarkennd sem hefur þjakað hana lengst af gagnvart útlendingum. Ekki álasa ég þjóðinni fyrir að hafa farið hjá sér við erlendar gestakomur fyrir hundrað árum. Stoltið var samt aldrei frá henni tekið. Viljinn til að rísa úr öskustónni var fyrir hendi. Eftir að þjóðin fékk fullt sjálfstæði árið 1944 hefur hagsaga hennar verið ævintýri líkust. Auðlegð hennar hefur vaxið jafnt og þétt. Saga hennar á síðustu öld er frá örbirgð til álna. ÞAÐ HEFUR VERIÐ HAPP íslendinga að hafa átt marga sterka leiðtoga í stjórnmálum og atvinnulífinu. Það hefur líka skipt þjóðina miklu að eiga afreksmenn á sviði íþrótta, vísinda, lista, bókmennta og athafnamennsku; manna sem hafa borið hróðurinn víða. Einn slíkan leiðtoga er Fijáls verslun að útnefna um þessi áramót sem mann ársins í atvinnulífinu; Jón Helga Guðmundsson í Byko. Þetta er sextánda árið í röð sem blaðið heiðrar athafnamenn í íslensku atvinnulífi og er tilgangurinn að vekja athygli á því sem vel er gert og að hvetja aðra til dáða í viðskiptum. Sú saga, sem núna er skráð af íslenskum athafnamönnum, nær langt út fyrir landsteinana. Við eigum athafnamenn sem láta hvarvetna að sér kveða - öllum til hagsbóta. Þannig er Jón Helgi ekki bara þekktur í Kópavoginum sem Jón í Byko heldur er hann orðinn þekktur í Lettlandi þar sem hann rekur tvær timburvinnslur, auk þess sem hann á stórt skóg- lendi í Rússlandi. Þar nær hann m.a. í hráefnið, trjáboli sem fara til Lettlands og eru síðan fluttir til íslands sem fullunnið timbur. EN HVAÐ EINKENNIR sterka leiðtoga? Svörin eru mörg og oft ólík. Eflaust er ekki til ein formúla. En ég hef alltaf haldið því fram að bjartsýni, eldmóður, staðfesta, dugnaður, þor og þrautseigja séu eiginleikar leiðtoga. Leið- togar treysta á sjálfa sig og þeir vilja vera í forystu. Margir þeirra hafa lagt hart að sér sem ungir menn, kynnst mikilli vinnu á æskuárum og ekki alist upp við neinn lúxus. Leiðtogar verða aldrei óumdeildir og þeir eru ekki fullkomnir írekar en annað fólk. Þeir eru ekki skap- lausir og eflaust finnst mörgum sem þeir séu frekir. En það er eitthvað í farí þeirra sem laðar fólk að þeim. Þeir njóta trausts og trúar annarra. Þeir eru hreinir og beinir og reyna ekki að vera aðrir en þeir eru. Einhverra hluta vegna koma þeir sínu fram - oft án hávaða og láta - og fólki líkar vel að vinna fyrir þá eða fylkja sér undir merki þeirra. Þeir hvetja og þeir eru bjart- sýnir. Þeir sjá hálft glas af vatni sem hálffullt en ekki hálf- tómt. Þeir sjá 3% atvinnuleysi sem 97% atvinnu. Þeir sjá vandamál sem ögrandi verkefni en ekki sem heimsendi. Mjög hefur verið klifað á því að mikill munur sé á stjórn- anda og leiðtoga. Er þá sagt að leiðtogi geri réttu hlutina en að stjórnandi geri hlutina rétt. Þetta hefur sömuleiðis verið orðað þannig að leiðtogi komi fljótt auga á aðalatriðin og haldi sig við þau, en festist ekki í smáatriðum. I FRÆÐIBÓKUM um sljórnun er stundum vísað til Lao-tse, kinverska heimspekingsins, sem uppi var sex hundruð árum fyrir Krist og sagði: „Stjórnandi er bestur þegar fólk verður ekki vart við hann.“ Ennfremur sagði hann að það væri tákn um góða leiðtogahæfileika ef fólk segði sigri hrósandi eftir að hafa náð markmiðum hans: „Við gerðum þetta sjálf!“ ISLENDINGAR hafa risið upp úr öskustónni á hundrað árum undir forystu margra sterkra leiðtoga í stjórnmálum, atvinnulífi sem og á öðrum sviðum þjóðlífsins. Það fer vel á því að þjóðin segi sigri hrósandi á þessum tímamótum: „Við gerðum þetta sjálf!" S3 Jón G. Hauksson Þeir hvetja og þeir eru bjartsýnir. Þeir sjá hálft glas af vatni sem hálffiillt en ekki hálftómt Þeir sjá 3% atvinnuleysi sem 97% atvinnu. Þeir sjá vandamál sem ögrandi verkefni en ekki sem heimsendi. 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.