Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2003, Page 8

Frjáls verslun - 01.11.2003, Page 8
IMýjar höfuðstöðvar KPMG á íslandi við Borgartún. Höfuðstöðvar KPMG fluttar í Borgartún KPMG flutti um miðjan nóvember í nýtt og glæsilegt húsnæði í Borgartúni þar sem öll starfsemi félagins á Reykja- víkursvæðinu er nú á einum stað. Saga KPMG á íslandi er ekki löng en félagið er aðili að alþjoðlegu neti KPMG International, endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækja sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þjónusta KPMG er fjölbreytt og skiptist á milli fjögurra meginsviða; endurskoðunarsviðs, skattasviðs, fyrirtækjasviðs og ráðgjafasviðs. Markmið félagsins er að veita sérhæfða þjónustu og ráðgjöf á sviði endurskoðunar, reikningsskila, skattamála og ráðgjafar með þjálfuðum starfsmönnum þar sem viðskiptamaðurinn er í fyrirrúmi. Starfsmenn eru nú um 190 og af þeim eru rúmlega 40 endurskoðendur. „Við erum með skrifstofur víða um land en með þessum flutningum nú eru allir starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu á einum stað," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri KPMG á íslandi. „Það merkir aukið hagræði fyrir okkur og viðskiptavini okkar og allt vinnuferli verður einfaldara." Hið nýja húsnæði KPMG er við Borgartún og hefur félagið starfsemi á fimm efstu hæðum hússins auk móttöku á neðstu hæð. Efst, á 8. hæð, er mötuneyti og fundarsalir og þar er útsýnið til allra átta óviðjafnanlegt, enda ekkert sem hindrar það. Stöðug þróun Á Endurskoðunarsviði KPMG er unnið að því að undirbúa íslensk fyrir- tæki undir breytingar á reikningsskilum þegar taka þarf upp alþjóð- lega reikningsskilastaðla innan skamms. „Það er markmið félagsins að vera leiðandi á sviði reikningsskila og endurskoðunar en örar breytingar á öllum sviðum samfélagsins gera miklar kröfur til okkar," iri, Selfossi, Sauðárkróki, Egilsstöðum, , Siglufirði, Reyðarfirði og í B°rgarnesl- 8 KYNNING

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.