Frjáls verslun - 01.11.2003, Page 11
FRÉTTIR
Fimmtugur
Ferðaþjónustujaxlinn Arngrímur Her-
mannsson, framkvæmdastjóri Is
ferðaþjónustunnar, varð fimmtugur í
byrjun desember og bauð í tilefni þess vin-
um og velunnurum til hófs á Kaffi Reykja-
vík. Á veitingastaðnum er ísbar og var því
notað tækifærið til að bjóða gestum upp á
ískaldan snafs á ísbarnum „til að vera í
takt við það sem ég geri, leyfa þeim að fá
tilfinninguna að vera uppi á jökli,“ segir
hið fimmtuga afmælisbarn. Sh
Starfsmenn Avis afhenda afmælisbarninu
viðurkenninguna útvarpsmaður ársins á
ferðaútvarpinu FM 106,1. Frá vinstri: Ingi
Arason, Þórunn Reynisdóttir og Pétur Steinn
Guðmundsson.
Björn Hermannsson, ráðgjafi og bróðir Arn-
gríms, var veislustjóri og Þórir Baldursson
lék fyrir veislugesti.
Arngrímur Hermannsson tekur, ásamt eiginkonu sinni, Önnu Hallgrímsdóttur,
á móti systur hennar, Rut Hallgrímsdóttur, eiganda „Ljósmyndir Rutar".
Eftir Vilhelm
r
Iumijöllun Fijálsrar verslunar um bókina Sigfús í
Heklu - ævisögu athafnaskálds láðist að greina
frá því hver höfundurinn er. Bókin er eftir
Vilhelm G. Kristinsson, fv. fréttamann, og er því
komið á framfæri hér með. SH
ÖRYGGISMIÐSTÖÐ ÍSLANDS
Borgartúni 31 - 105 Reykjavík
Sími 530 2400 - Fax 530 2401
oi@oi.is - www.oi.is
Heimagæsla
www.oi.is
ðryggi
íi