Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2003, Page 16

Frjáls verslun - 01.11.2003, Page 16
FRETTIR Vöruhönnun og auglýsingastjórnun Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Listaháskóli Islands stóðu fyrir sýningu um miðjan desember á af- rakstri vinnu 13 hópa nemenda í vöruþróun og auglýs- ingagerð, eða verk sem nemendur unnu í sameiginlegu nám- Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Islands, fluttu ávarp. Myndir: Geir Ólafsson skeiði skólanna sem ber heitið Vöruhönnun og auglýsinga- stjórnun. Þetta er annað árið í röð sem skólarnir tveir leggja saman krafta sína á þennan hátt. HH Gréta Guðmundsdóttir, auglýsingahönnuður hjá Fabrika, og Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík, skoða verk á sýningunni. Tilnefndar til verðlauna Bækurnar Bakað úr spelti og Ulfar og fiskarnir, sem PP Forlagið gefur út á Islandi, í Danmörku og Noregi, hafa verið tilnefndar til alþjóðlegu matreiðslubókaverðlaun- anna iýrir árið 2003. Speltbókin eftir Fríðu Sophiu Böðvars- dóttur kom út fýrir síðustu jól og nú hefur PP Forlagið gefið út aðra bók eftir Fríðu Sophiu, Bakað í brauðvél. PP Forlagið er í eigu Sigrúnar Halldórsdóttur. B!] Úlfar Eysteinsson, matreiðslumaður á Þremur frökkum, með bók sína. Mynd: Páll Stefánsson l/itnað i Visbendingu Askriftarsími: 512 7575 Danmörku hafa nýlega orðið til leið- beiningar um góða stjórnunarhætti, unnar af nefnd undir forystu L. Nörby Johansen og kenndar við hann (Skýrsla Nörby-nefndarinnar) og ætlaðar til útgáfu af hálfu Kauphallar Kaupmannahafnar. Vel má vera að álíka leiðbeiningar eigi erindi við okkur og yrðu sumum beinlínis hjálp- legar. Ég lýsi mig þó andvígan þeim með- mælum þeirra að stjórnarmaður skuli hypja sig úr stjórn I síðasta lagi á því ári sem hann verður sjötugur! Árni Uilhjálmssan t( ólgusjó breytinga.) Líkt og mannskepnan þá eiga fyrirtæki við námsörðugleika að stríða, það eru ákveðin atriði sem gera það að verkum að ekki er ýtt undir lærdóm, svo sem tíma- skortur, aukin streita í vinnuumhverfinu, sem orsakast af auknu vinnuálagi, ónóg þjálfun, sem m,a. birtist í því að á sam- dráttartímum er dregið úr fjárveitingum til þjálfunar starfsmanna, og að síðustu eru stjómendur ekki nógu duglegir að framkvæma það sem boðað er í starfs- mannastefnu og snýr að mannauðnum. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson (Geta fyrirtæki lært?) Það bætir lítið úr skák fyrir fátækan mann á íslandi að örbirgðin hafi verið meiri hér áður fyrr eða að eymdin sé meiri annars staðar í heiminum. Við búum við sam- eiginlegt öryggisnet sem nær til flestra og þjóðkirkjan, önnur trúfélög og góð- gerðarsamtök leggja sitt af mörkum. Það virðist þó ríkara viðhorf hjá okkur en mörgum öðrum þjóðum að telja það hlut- verk hins opinbera að koma náunganum til hjálpar. Dpinber ölmusa kemur aldrei til með að duga til. En hver er náungi þinn? Guðmundur Magnússan (Græðgin og neyðin.) Ef veltutölur kreditkorta, debetkorta og tékka eru skoðaðar eftir mánuðum síðast- liðin fimm ár kemur í Ijós að veltan í jóla- mánuðinum er að jafnaði 15% meiri en að meðaltali í öðrum mánuðum. Hér til hliðar má sjá veltu eftir mánuðum að meðaltali síðastliðin sex ár og má þar sjá að desembermánuður er veltumesti mánuðurinn. Ef þessi útreikningur er notaður fyrir árið í ár má ætla að rúmlega tíu milljörðum króna verði eytt í desember- mánuði umfram veltu annarra mánaða. Það munar um það í jólaversluninni. EyþórívarJónsson (Dýrar gjafir.)

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.