Frjáls verslun - 01.11.2003, Qupperneq 26
Jón Helgi með tveimur af þremur börnum sínum. Iðunn stýrir markaðsstarfi fyrirtækisins
undir heitinu Expo og Guðmundur sér um fasteignafélagið Smáragarð. Elsta dóttirin,
Steinunn, býr í Bandaríkjunum. Mynd: Geir Ólafsson
Velta Byko - IMorvik 1995-2004
heitir Argo Forest. Ég hef verið í
þessu á fimmta ár og við erum
með starfsstöðvar á flórum stöð-
um norðarlega í Rússlandi.
Þarna starfa samtals hátt í 100
manns við sögun, kaup og
flokkun á timbri sem er að lang-
mestu leyti sent til Lettlands til
frekari úrvinnslu. Við erum
núna að vinna að áætlun um
frekari uppbyggingu á þessum
slóðum, þar á meðal kaup á
skógarréttindum, til að tryggja
okkur starfsemi þarna til fram-
tlðar. Þetta er á slóðum sem fáir
hafa heyrt nefndar, í Komi-fylki, sem er einn og
hálfan tíma í flugi norðaustur af Moskvu. Þetta
er mjög skógaríkt svæði og býður upp á mikla
möguleika."
Timbrið er flutt á járnbrautarlestum niður til
Lettlands og er ætlunin að senda um það bil
1.000 járnbrautarvagna með timbur frá Rúss-
landi til Lettlands á næsta ári. Það er því bjart-
sýni ríkjandi með starfsemina i Lettlandi, aukn-
ingin hefur verið stöðug ár efdr ár. Frá upphafi
hefur verið hagnaður, minni sum árin en meiri
önnur, og hefur starfsemin verið byggð upp á
því auk þess sem fengist hefur íýrirgreiðsla frá
Norræna Jjárfestingabankanum. Hagnaðurinn
í Lettíandi er týllilega í samræmi við það sem
hefur viðgengist innan samstæðunnar.
- Hvernig gengur að stjórna og byggja upp fyrirtæki í aust-
urvegi?
„Ég get ekki sagt annað en allt jákvætt. Þetta hefur kannski
reynt mest á en við höfum verið heppin með fólk. Ég fékk ungt
fólk tíl starfa þegar ég kom mér þarna fyrir í byijun og þetta fólk
annast í dag allan daglegan rekstur. Ég er ekki með neina
Islendinga á staðnum heldur hef ég bara fylgt þessu eftir sjálfur.
Ég er búinn að vera með þessa starfsemi 1 tíu ár þannig að þau
voru mjög ung þegar þau byrjuðu. Þau eru þrítug í dag og voru
rétt nýskriðin úr skóla svo að það hefur gengið mjög vel að finna
fólk. Yngra fólkið er ákaflega viljugt tíl að koma sér inn í
nútímann og vill vera vestrænt enda er landið á leið inn í
Evrópusambandið á næsta ári,“ svarar Jón Helgi.
samstæðunnar verður um 24 milljarðar á þessu
ári og hagnaður efdr skatta um 500 milljónir.
Gert er ráð fyrir að veltan fari yfir 27 milljarða á
næsta ári, 2004, og hagnaðurinn nemi jafnvel um 600 milljónum
króna. Norvik hefur skilað hagnaði frá upphafi og segir Jón
Helgi erfitt að svara því hver sé uppspretta hagnaðarins.
Astæðan sé margslungin og byggist ekki á neinu einu, irekar á
mörgum samverkandi þáttum, en í fyrirtækinu hafi verið
aðhaldssemi með kostnað. Byko hafi alltaf verið kjarnastarf-
semin. Aður en Kaupás kom inn í samstæðuna hafi Byko verið
með yfir helminginn af veltunni. Kaupás rúmlega tvöfaldi hana.
I Byko sé þó farið dýpra í virðiskeðjuna með framleiðslu, flutn-
ingum, vöruhúsi og lager en í Kaupási. Sé litið til ársverka þá sé
stærðin svipuð þegar Kaupás kemur inn. Ársverkin nokkurn
veginn tvöfaldi starfsemina.
Tvöföldun með Kaupási Heildarvelta Norvik-
Þúsund járnbrautarvagnar til Lettlands „í tengslum við starf-
semina í Lettíandi höfum við verið að þróa timburkaup og
timburvinnslu í Rússlandi. Við erum þar með fyrirtæki sem
kemur reyndar ekki inn í samstæðuna hjá okkur heldur er fyrir
utan hana. Þetta er rússneskt ,joint venture“ fyrirtæki sem
- Ætlarðu að hafa rekstur Kaupáss óbreyttan eða hyggstu selja
Húsgagnahöllina og eða Intersport?
„Ég vil ekki tjá mig um það á þessu stigi málsins. Við erum að
reyna að átta okkur á því hvaða möguleikar séu fyrir hendi og
hvernig við getum best tengt þá því sem við erum að gera. Ég
settist hérna niður fyrir nokkrum vikum og ætía að reyna að
26