Frjáls verslun - 01.11.2003, Síða 27
FORSÍÐUGREIN: MAÐUR ÁRSINS
koma mér virkilega vel inn í það hvernig hlutirnir eru hér og
reyna að skynja út frá því hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Þó
er ljóst að hjá Kaupási starfar vel samhæfður hópur og margir
mjög hæfir einstaklingar. Að mörgu leyti eru Kaupás og Byko
lík fyrirtæki sem mun auðvelda okkur að samhæfa rekstur
þessara fyrirtækja. Þannig er ljóst að hægt verður að bæta
rekstur Byko á grundvelii vinnubragða sem tíðkast hafa hjá
Kaupási og hægt verður að bæta rekstur Kaupáss með sama
hætti.“
Jón Helgi telur að ærin verkefni séu framundan hjá Norvik.
Nú þurfi að byggja á því sem fyrir er, halda áfram þróuninni í
Lettlandi og Rússlandi. Byko-„konseptið“ þurfi að bæta og
styrkja. Elko-verslununum verði fjölgað. Síðan sé það matvaran
og sérvaran sem fylgi Kaupási, það verði mjög spennandi að
þróa enn frekar.
Snarlega hafnað af ríkinu Jón Helgi hefur ekki bara sfyrt viða-
mikilli uppbyggingu innan Norvikur og í Rússlandi og Letdandi
undanfarin ár. Hann hefur líka komið að ýmsum fjárfestingum
og látið að sér kveða í ýmsum félögum, þar á meðal flárfestinga-
félaginu Gildingu sem var stofnað haustið 2000
og sameinað Búnaðarbankanum um áramótin
2001-2002. Jón Helgi segir að það hafi verið
lærdómsríkur tími. Markaðir féllu og fjár-
festingafélög með. Eftír erfitt tímabil hafi verið
tekin sú heillavænlega ákvörðun að sameinast
Búnaðarbankanum. I framhaldinu hafi Jón Helgi
ásamt aðilum honum tengdum aukið við hlut
sinn í bankanum á markaði. Búnaðarbankinn og
Kaupþing hafi síðan sameinast, sameiningarnar
hafi gengið vel og spennandi tfrnar framundan.
Þróunin hraðari en búist við jón Heigi er í dag
stjórnarformaður í lytjafyrirtækinu PharmaNor
og situr í stjórn Kaupþings Búnaðarbanka.
Hann er einnig með fjárfestingafélag sem heitir
Straumborg og er svo í samstarfi, m.a. með
tengdasyni sínum, Hannesi Smárasyni,
aðstoðarforstjóra íslenskrar erfðagreiningar, í
félagi sem heitir Sveipur. „Við ætluðum að vera
kjölfestufjárfestir í Búnaðarbankanum en okkur
var snarlega hafnað. Þó svo að við Hannes
ásamt fleirum værum komnir með tæp 14,5% í
bankanum þá vorum við strikaðir út af þessum
svokallaða kjölfestutjárfestalista. Við töldum að
þarna væru veruleg tækifæri enda virðist það
hafa komið í ljós. Kaupþing Búnaðarbanki er
gott fyrirtæki og á framtíðina fyrir sér að okkar
mati,“ segir Jón Helgi og telur spennandi að
taka þátt í uppbyggingunni í bankanum.
grein fyrir því hvað þróunin yrði hröð. Það kom mér á óvart
hvað þetta gekk hratt fyrir sig eftir að einkavæðing ríkisbank-
anna átti sér stað en það hefði kannski alveg eins mátt búast
við því að það myndi verða hraður gangur á uppstokkun á
fjárrnálamarkaði."
Jón Helgi telur að margt spennandi sé framundan hjá
Kaupþingi Búnaðarbanka enda hafi félagið verið í mikilli
útrás. Bankinn sé núna einn af tíu stærstu bönkum Norður-
landa. „Það hefði sjálfsagt einhvern tímann þótt saga til næsta
bæjar að Islendingar væru jafn virkir í flármálalífi Norður-
landa og raunin er. Eg reikna með því að aðalvöxturinn verði
erlendis hjá þessum bankastofnunum og þá eru Islendingar
búnir að fá það sem stjórnmálamenn voru svo áhugasamir
um, að fá útlendinga inn í bankana. Það gerist kannski bara
með öfugum formerkjum."
- Hvað íinnst þér um kaupréttarsamninga og ofurlaun stjóm-
enda?
„Það hefur verið mikill misskilningur á ferðinni í umræðunni
um Kaupþing Búnaðarbanka og kjör þeirra Sigurðar og
Stálslegid öryggi
Öryggisskáparnir frá Rosengrens
eru traust geymsla fyrir peninga,
skjöl, tölvugögn og önnur verð-
mæti. Skáparnir sem em í hæsta
gæðaflokki fást í ýmsum stærðum
og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið.
jj
Bedco & Mathiesen ehf
Bæjarhrauni 10
Hafnarfirði
Sími 565 1000
- Er þróunin á Ijármálamarkaði að ganga eftir
eins og þú sást hana fyrir?
„Mér finnst það hafa gengið miklu hraðar fyrir
sig. Eg held að menn hafi ekki gert sér fyllilega
27