Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2003, Side 37

Frjáls verslun - 01.11.2003, Side 37
Mathiesen Texti: Haukur L. Hauksson Mynd: Geir Olafsson Árni og Steinunn Kiistín eiga þijár dætur, Kristínu Unni, 9 ára, Höllu Sigrúnu, 6 ára, og Örnu Steinunni, 2ja ára. í dýralækninn Árni var duglegur í skóla, átti auðvelt með að læra enda alla tíð þótt þókaormur og alæta á bækur. Árni varð stúdent frá Flensborgarskóla 1978. Þá þegar hafði áhugi hans á dýralækningum vaknað en hann hafði verið mikið í hestum frá barnsaldri. Hann þurfti því ekki langrar umhugs- Migið í saltan sjó Það liggur nánast í hlutarins eðli að Árni hafi fengið áhuga á félagsmálum og stjórn- málum, enda frá miklu stjórnmálaheimili kominn. Er fullyrt að Árni hafi fljótlega sett stefnuna á stjórn- málin og að það hafi ekki komið hans nánustu á óvart þegar hann varð ráðherra á 41. aldursári. Hann gerði sig strax gildandi í Flensborgarskóla, var oddviti nemendafélagsins á lokaárinu. Þá var hann formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði, um skeið, og varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1985-1987. Og hann hefur komið víða við, setið í stjórn ábyrgðadeildar fiskeldislána, í stjórn Dýralæknafélags Islands og í launamálaráði BHMR, í stjórn Stofn- lánadeildar landbúnaðarins og banka- ráði Búnaðarbankans og var um skeið formaður Dýraverndarráðs. Þá hefur hann setið í skólanefnd Flensborgar- skóla. Á Alþingi hefur Árni setið í samgöngunefnd, umhverfis- nefnd, landbúnaðarnefnd, tjárlaganefnd, utanríkismálanefnd, í Islandsdeild Norðurlandaráðs og Islandsdeild þingmanna- nefndar EFTA. Þrátt fýrir tiltölulega ungan aldur, 45 ár, er Árni þegar orðinn „Árni er ekki síðri reiðmaður en ráð- herra,“ segir Sigur- björn Magnússon, vinur Arna. unar við þegar framtíðaráform bar á góma. Hann skellti sér til Skotlands þar sem hann tók embættis- próf í dýralækningum frá háskólanum í Edinborg 1983. Árni var ekki á því að halda strax heim efdr próf, heldur hélt áfi'am námi og lauk prófi í fisksjúk- dómafræði frá Stirling-háskóla 1985. Árni undi sér vel í Skotlandi og mun hafa tekið upp á því að iðka rugby, íþrótt sem ekki hefur skotið rótum hér á landi en á gríðarlegum vinsældum að fagna á Bretlandseyjum og víðar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samtýlkingar- innar, pólitískur andstæðingur og fræðilegur sam- heiji, var samferða Árna um stund í Skotlandi og hafa þeir verið ágætir vinir síðan. Þegar heim var komið starfaði Árni við almenn dýralæknisstörf á Vopnafirði, í Árnessýslu og Gull- bringu- og Kjósarsýslu, var um tima héraðsdýra- læknir án fastrar búsetu. Hann var dýralæknir fisk- sjúkdóma 1985 -1995, framkvæmdastjóri Faxalax hf. 1988-1989, var kosinn á þing 1991 og varð sjávar- útvegsráðherra 1999.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.