Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2003, Page 40

Frjáls verslun - 01.11.2003, Page 40
i Höfuðstöðvar Atlanta við Höfðabakka Skýjum ofar Atlanta flugfélagið flutti nýlega úr Mosfellsbæ til Reykjauíkur og nú má sjá merki félagsins efst á stóru bogalaga húsi við Höfðabakka. Pað er ekki hægt að segja að mikil áhersla hafi verið lögð á ytra útlit og íburð skrifstofa Atlanta til þessa og Ijóst að áherslan hefur verið á reksturinn sjálfan. Félagið hefur verið til húsa í Mosfellsbæ frá upphafi og öll yfirbygging eins lítil og unnt hefur verið að komast af með. „Atlanta er 10. stærsta fyrirtæki á íslandi og var velta félagsins árið 2003 áætluð um 250 milljónir dollara," segir Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Air Atlanta. „Veltan fyrstu 9 mánuðina var tæplega 182 milljónir dollara og fjöldi farþega með félaginu var 1.381.041. Fjöldi starfsfólks er á bilinu 500-1000 eftir árstíðum, en þeir eru af 40 þjóðernum. Þar af eru um 300 íslendingar og ríflega helmingur þeirra starfar á íslandi. Pílagrímaflug Á íslandi er Atlanta sennilega þekktast fyrir flugið til Saudi Arabíu, svokallað pílagrímaflug, þar sem flogið er með tugi eða jafnvel hundruð þúsunda pílagríma. Hitt er minna þekkt að félagið flýgur mikið farþegaflug og leigir vélar sínar til ýmissa flugfélaga. í Bretlandi á Atlanta tvö dótturfélög og er annað þeirra flugfélag með flugrekstrarleyfi þar í landi. Það var stofnað gagngert til að Atlanta fengi flugrekstrarleyfi í Bretlandi en (slenska flugrekstrarleyfið takmarkaði möguleikana á ákveðnum flugleiðum, s.s. á milli Bretlands og Bandaríkjanna. „Atlanta á einnig viðhaldsþjónustu í Bretlandi þar sem upphaflega var þjónusta eingöngu fyrir vélar félagsins. Starfsemin hefur vaxið talsvert og nú er um það bil 40% af starfsem- inni fyrir önnur félög." Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Air Atlanta. 40 KYNNING

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.