Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2003, Síða 45

Frjáls verslun - 01.11.2003, Síða 45
ARAMOTAVIÐTOL Guðrún Möller, eigandi Thyme Maternity: Skoðum erlenda fjármögnun Það hefur verið í nógu að snúast hjá okkur í ár við að byggja upp fyrirtækið. Við opnuðum okkar fyrstu verslun í Svíþjóð í lok árs 2002 og bættum svo við tveimur öðrum verslunum í Svíþjóð á þessu ári. Þetta hefur auðvitað verið virkilega skemmtilegur skóli fyrir okkur og mikil vinna en alveg þess virði að leggja á sig. Næsta ár verður líka líflegt þar sem við erum enn að vinna að opnun fleiri verslana erlendis auk þess sem við erum að skoða önnur tækifæri. Það krefst mikils ijármagns og ijár- mögnun er alls ekki auðveld hér á landi. Þess vegna höfum við byijað að skoða mögulega ijármögnun í gegnum erlenda aðila. Ég held að það eigi eftir að vænkast hagur margra í versl- unarrekstri á næsta ári. Fólk mun hafa meiri pening á milli handanna og vonandi skilar það sér eitthvað til verslunar- eigenda. Einnig kæmi mér ekki á óvart að einhver sam- þjöppun verði á þessum markaði hérna heima. Það sem líklega stendur upp úr er að íjölskyldan hefur sökkt sér í hestamennsku og loksins höfum við því fundið sport sem við tökum öll þátt í. Við leggjum mikla áherslu á það að nota frítíma okkar saman því það er auðvelt að gleyma sér í öllum þessurn látum í kringum reksturinn. En nú reynum við að læra hestamennsku af reyndari hesta- mönnum og -konum, og höfum virkilega gaman af. SH Guðrún Möller, eigandi Thyme Maternity. Þórdís Sigurðardóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og stjórnarformaður EJS Group: Góðar viðtökur Það sem kom mér skemmtilega á óvart var hversu góðar viðtökur MBA námið við Háskólann í Reykjavík fékk í ár. Ennfremur er það að koma betur og betur í ljós að HR virðist höfða vel til framúrskarandi kennara frá mörgum af þekktustu og virtustu háskólum í heimi, enda hefur okkur á þessu ári tekist að bæta verulega við þann sterka hóp sem kennir í MBA náminu. Þroskaðra viðskiptaumhverfi kallar á aukna menntun og færni. Sóknarfæri okkar felast í að korna til móts við þessa þörf. Sýn mín er sú að skólinn verði enn öflugri í að byggja upp hæfileikaríka einstaklinga sem geta með þekkingu sinni og færni stuðlað að aukinni samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, það munum við gera m.a. með því að efla enn frekar samskipti okkar við alþjóðlega háskóla og alþjóðlegt viðskiptalíf. Brýnt er að marka stefnu í menntamálum sem tryggir að háskólar séu enn nær atvinnulífinu. Við skynjum sífellt vaxandi þörf hjá fyrirtækjum og einstaklingum að efla menntun og hæfiii sína. Það er vaxandi þörf fyrir vel menntað fólk. Ég hef fengið tækifæri til að kynnast ijölda kennara og nemenda sem hafa mismunandi sýn á lífið og tilveruna, sem ég tel mikinn kost við starfið. í nóvember tók ég við sem formaður stjórnar EJS. Rekstur fyrirtækisins hefur verið erfiður síðastliðin ár. I dag stendur fýrirtækið frammi fyrir miklum breytingum og eru spenn- andi tímar framundan þar sem við sjáum mikil tækifæri á markaðnum. Stór-fjölskyldan byggði sumar- bústað sl. sumar og höfum við átt þar frábærar stundir í Ijöri og kyrrð - sannkölluð paradís. S!j Þórdís Sigurðardóttir, lektor í Háskólanum í Reykjavík og stjórnar- formaður EJS.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.