Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2003, Page 52

Frjáls verslun - 01.11.2003, Page 52
UM ÁRAMÓT Árnason rithöfund. Hún ijallaði um eignatengsl á milli fyrir- tækja og átti Kolkrabbinn eftir að verða þekktasta og umtalað- asta viðskiptablokk landsins. Nafnið viðskiptablokk fékk með Kolkrabbanum nýja merkingu, atvinnulííið snerist ekki lengur bara um baráttu einkarekinna fyrirtækja og Sambandsins. Sambandið að fótum fram Þriðja stórfréttin í viðskiptalífinu dundi yfir þetta haust þegar fréttir bárust um að Sambandið væri komið að fótum fram þrátt fyrir að helstu deildum þess hefði verið skipt upp í nokkur hlutafélög í bytjun þessa árs; eins og Islenskar sjávarafurðir, Samskip, Goða og svo fram- vegis. Sambandið skuldaði meira erlendis en viðskiptabanki þess, Landsbankinn, vissi um. Þar með hófust sögulegar björgunaraðgerðir undir forystu Sverris Hermannssonar bankastjóra sem gengu út á að stofna eignarhaldsfélagið Hömlur sem hafði það að markmiði að eignast hlutafé Sam- bandsins í dótturfélögunum og gera sér mat úr því. Allt gekk út á að bjarga bankanum. Hömlur voru stofnaðar því bankinn mátti ekki sjálfur eiga í hlutafélögum. Varð bankinn „nánast að afsaka" það að hann ætti í fyrirtækjum sem væru í samkeppni við aðra viðskiptavini hans. Þetta voru athyglisverðir haustmánuðir; EES-sigur, bók um fyrstu viðskiptablokkina og fall Sambandsins; fyrirtækisins sem átti að vera eins konar eilífðarvél og gæti aldrei farið á höfuðið. Nú er öldin önnur í bókstaflegri merkingu, núna eru bankarnir fyrirferðamestu ijárfestarnir á hlutabréfamarkaði, fyrirtækjablokkirnar orðnar margar og fyrirtæki hafa almennt stækkað vegna samruna og yfirtaka - og útrásar. ffl Leggið þennan dag á minnið 18. september 2003 Leggið þennan dag á minnið, 18. september 2003. Hans verður lengi minnst sem eins sögulegasta dags í íslensku viðskiptalífi. Þetta er dagurinn þegar Landsbanki og Islandsbanki skiptu Eimskipafélaginu upp á milli sín. í tengslum við uppstokkun Eimskips skiptu hlutabréf fyrir yfir 40 milljarða króna um eigendur. Það var stærð pakkans. Þetta er dagurinn sem Kolkrabbanum, nafntoguðustu viðskiptablokk landsins sl. tólf ár, var skipt upp á milli tveggja banka. Þetta er dagurinn sem bankarnir tryggðu stöðu sína í viðskiptalifinu með svo afgerandi hætti að sumir orða það svo að bankarnir „eigi núna viðskiptalífið" og drottni yfir öllum stærstu fyrirtækjum landsins. Þetta er dagurinn sem sumir segja að hafi rústað tímabundið íslenskum hlutabréfamarkaði gagnvart smáum hluthöfum. Þetta er dagurinn sem varð til þess að fólk úti á landsbyggð- inni, eins og Akranesi, Skagaströnd og Akureyri, skynjaði fyrst fyrir alvöru að eignarhaldið á stóru fyrirtækjunum „þeirra" í sjávarútvegi væri komið óraveg í burtu og örlög þessara fyrirtækja engan veginn í þeirra höndum. Þetta er dagurinn sem endurspeglar betur en nokkuð annað hið nýja landslag í íslensku viðskiptalífi. B!j Fyrirferð bankanna Fyrirferð bankanna einkennir nú mjög hið nýja landslag í viðskiptalífmu. Bankarnir eru ekki aðeins orðnir ráðandi í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins heldur eru þeir mjög ákafir flárfestar. Það kom hvað best í ljós þegar Lands- bankinn og Islandsbanki skiptu Eimskipafélaginu upp á milli sín hinn 18. september sl. eftir að þeir höfðu áður hafið stór- sókn og keypt bréf í fyrirtækinu til þess eins að ná þar undir- tökunum. Þeim tókst það. íslandsbanki gerði þetta í gegnum Fjárfestingafélagið Straum. Þennan dag „pökkuðu menn inn dílum" fyrir yfir 40 milljarða á einu bretti. Fyrr um sumarið herjaði Kaupþing Búnaðarbanki á eignarhaldið í Skeljungi og náði á endanum helmingshlut í félaginu eftir umtalsverða uppstokkun á því. Félagið er núna í eigu bankanna þriggja. Það er athyglisvert að stærstu eigendur bankanna fjárfesta oft samhliða bönkunum sínum í stórum verkefnum. Fjárfestinga- og viðskiptabankar Áður voru bankarnir viðskiptabankar. Núna eru þeir bæði íjárfestinga- og viðskiptabankar. Það er þar sem hnífurinn stendur í kúnni. Getur banki verið viðskiptabanki fyrirtækis og fengið öll gögn frá honum og ákveðið síðan næsta dag að yfirtaka fyrir- tækið? Eða þá ijárfest í fyrirtæki gegn fyrirtækinu sem bankinn þjónar? Engan skyldi undra þótt stjórnendur í atvinnulífinu kvarti undan minnkandi trausti á milli þeirra og bankanna og að almenningur sé farinn að pirrast og segja sem svo: „Hvernig er þetta eiginlega, eiga bankarnir orðið öll fyrirtæki í landinu?" Þegar bankamaður spyr forstjóra í dag hvað sé að frétta þá fær hann svarið: „Ekki neitt.“ Bjarni Ármannsson og Einar Sveinsson tilkynna fyrirhugaða yfirtöku Islandsbanka á Sjóvá-Almennum. 52

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.