Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2003, Page 60

Frjáls verslun - 01.11.2003, Page 60
UM ÁRAMÓT 8Umræða um spillingu Spilling, siðferði og grá svæði í atvinnu- lífinu setja meiri svip á umræður. Sumir telja að spilling hafi aukist. Aðrir telja að hún hafi minnkað og vísa þá til þess að frelsi í viðskiptum hafi aukist og afskipti stjórn- málamanna stórlega minnkað. A árum áður tengdist umræða um spillingu m.a. höftum og innflutningsleyfum - og hvaða flokksgæðingar fengju og fengju ekki. Helmingaskipta- regla stjórnmálaflokkanna hefur löngum verið bitbein og hefur sú umræðan ekki síst birst í tali um spilltar mannaráðningar í bönkum og opin- berum stofnunum - sem og hvaða athafnamenn fái bita sem til falla af gnægtaborði stjórnmálamanna. Núna snýst umræðan meira um það hvort það skorti siðferði í hinum harða heimi hlutabréfaviðskipta og sitt sýnist hveijum. Hróp og köll um sterkari eftirlitsstofnanir, eins og Samkeppnisstofnun, Fjármálaeftirlit og fleiri „dómara sem fylgjast með kappleikjunum“ í viðskiptalífinu, eru háværari. Erlendis hefur mjög verið rætt um Enron-tætara, bókhalds- brellur og skandala í tengslum við kaupauka, ofurlaun og eftirlaunasamninga forstjóra. I Vísbendingu hinn 17. október sl. var grein sem neihdist „Óspillt ísland" og ljallaði um það að spilling á íslandi hefði mælst sú önnur minnsta í heiminum. Þar stóð efdrfarandi: „Spilling á Islandi er hvað minnst í öllum heiminum, samkvæmt nýrri rannsókn Transparency International á spillingu landa. Þetta eru í sjálfu sér ekki nýjar fréttir; spilling á íslandi hefur yfirleitt mælst með minnsta móti í samanburði við önnur lönd í rannsóknum. Það hljóta að vera góðar fréttir en kemur kannski mörgum spánskt fyrir sjónir þar sem vissulega er hægt að tína til dæmi hér á landi sem vafalaust má flokka undir spillingu. Það er því eins með atgervi íslendinga og náttúru landsins, hvort tveggja er óspillt á alþjóðlegan mælikvarða." S!1 Island er of litið; leiksviðið er allur heimurinn. 9Útrás fyrirtækja Island er of lítið; útrás íslenskra fyrirtækja er markviss og afgerandi. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, haustið 1991, snerist ekki bara um fríverslun og tollfrelsi á milli landa innan efnahagssvæðisins, þ.e. frjálst flæði á vöru, þjónustu og vinnuafli, heldur líka um frjálst flæði fjár- magns innan svæðisins. Síðastnefnda atriði hefur haft afger- andi þýðingu fyrir íslendinga og er í raun forsendan fyrir þeirri útrás sem svo mjög hefur sett svip sinn á viðskiptalífið undanfarin ár. ísland er of lítið fýrir flest af stærstu fyrir- tækjum landsins. SÍF, SH, Bakkavör, Pharmaco, Flugleiðir, Atlanta, Baugur, Össur, Samheiji, Eimskip og að sjálfsögðu bankarnir hafa staðið í ströngu í útrásinni, auk ýmissa annarra fyrirtækja sem eru með víðfeðma starfsemi erlendis. Útrás Kaupþings Búnaðarbanka hefur verið víðtækust af hálfu bank- anna. Með EES-samningnum haustið 1991 óttuðust margir að fjármagn myndi flæða til íslands og að útlendingar myndu kaupa flest stærstu fyrirtækin hérlendis á skömmum tíma. Þetta hefur orðið öðru nær. Erlendir tjárfestar hafa haft lítinn áhuga á Islandi, nema þá að ijárfesta í stóriðju. íslensku fyrir- tækin hafa hins vegar haft mikinn áhuga á að færa út kvíarnar og ijárfesta erlendis. Hið nýja landslag í íslensku atvinnulífinu snýst um útrás; það er tískuorð! S3 SPILUNG • Sumir telja að spilling hafi aukist. Aðrir telja að hún hafi minnkað og vísa þá til þess að frelsi í viðskiptum hafi aukist og afskipti stjórnmálamanna stórlega minnkað. ÚTRÁSIN • Fijálst flæði ijármagns innan EES-svæðisins hefur haft afgerandi þýðingu fyrir íslendinga og er ein meginforsendan fyrir útrás íslenskra fyrirtækja. 60

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.