Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2003, Síða 72

Frjáls verslun - 01.11.2003, Síða 72
GUÐMUIMDUR EINARSSON FÆDDUR 1955 í REYKJAVÍK. Starf: Forstjóri Tandberg Data í Noregi. Nám: Rafvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík, Iðntæknifræði frá Tækniskólanum í Reykjavík og Tækniháskólanum í Lindkjöping í Svíþjóð. Ferill: Hóf störf hjá Elektrisk Byrá í Noregi, Norsk Hydro árið 1991, Elkem 1995 og heyrði Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga undir hann. En þarna hangir fleira á spýtunni. Hár kaupauki stjórn- enda, með kauprétti á hlutabréfum, getur vakið tortryggni í fyrirtækinu. Af hveiju á stjórinn að hafa miklu, miklu betri kjör en allir aðrir í viðbót við launin? Háir kaupaukasamn- ingar geta einnig komið óorði á fyrirtækin. Og Guðmundur bendir á eitt atriði enn: „Stundum er sagt að kaupaukasamningur freisti forstjórans til að hækka gengi hlutabréfanna með skammtímaaðgerðum í fyrirtækinu, selja bréf sín og stinga af með gróðann, og skilja fynrtækið eftir á vonarvöl." Guðmundur segir þó að hættan á þessu sé óveruleg. Þetta gerist varla í raunveruleikanum. Guðmundur segir að umtalaðir kaupaukasamningar geti komið óorði á einstaka stjórnendur. Stjórarnir verði að fara var- lega í þessum efnum. Þarf ekki meira „Forstjórinn verður að hugsa um framtíð sína sem stjórnanda. Hann getur ekki eyðilagt mannorð sitt með græðgi og lifa síðan það sem eftir er ævinnar af einhveijum milljónum sem hann fékk í kaupauka," segir Guðmundur. Og hann bætir við að honum sé mjög illa við myndina af forsljóranum sem gráð- ugum og tillitslausum kapítalista. „Hvað er það sem stjórnendur sækjast eftir í lífinu?“ spyr Guðmundur. „Fyrir flesta er það meira virði að ná árangri í starfi en að fá há laun. Það eru líka takmörk fyrir áhuga manna á að eyða pen- ingum í einkaneyslu. Ég færi ekki að ganga í þreföldum jakkafötum, hveijum utan yfir önnur, þótt ég fengi hærri laun. Og að borða fimm máltíðir á dag. Þarf ég hærri laun til að kaupa dýrara hús ef ég er ánægður með það hús sem ég hef?“ Norsk fjölskylda Guðmundur býr raunar í mjög þokkalegu einbýlishúsi í Asker, vestan Óslóar. Hann býr þar með konu sinni Áse Marit Einarsson frá Kristjánssandi í Suður-Noregi. Dóttirin Gunn-Soffie er enn heima, 17 ára gömul, í menntaskóla og sumar- starfsmaður á liðnu sumri hjá Tandberg Data. Eldri sonurinn, Einar Þorgrímur, 29 ára, rekur eigið tölvu- fyrirtæki í Lundúnum. Miðbarnið í hópnum er Jörgen Andri, 22 ára hagfræðinemi við Viðskipta- háskólann í Björgvin. Stóriðjustefna rétf Meðan Guðmundur vann hjá Elkem kynntist hann vel möguleikum íslands á sviði stóriðju. Guðmundur er stóriðjumaður og segir að upp- bygging stóriðju sé góður möguleiki til vaxtar á íslandi. Hann styður stefnu stjórnvalda. „Stjórnvöld verða að sjálfsögðu að setja strangar reglur um náttúruvernd og mengunarvarnir og það hefur verið gert á íslandi," segir Guðmundur. „Stóriðjan getur líka orðið grundvöllur frekari iðn- væðingar við fullvinnslu á málmum og við þróun í tölvu- og hátækni sem notuð er við rekstur verk- smiðja,“ bætir hann við. En, Guðmundur, álverið í Straumsvík er fertugt. Af hverju hafa þá ekki fullvinnslu- og hátæknifyrirtæki sprottið upp í kringum það? „Það liðu 50 ár hér í Noregi áður en ný fyrirtæki urðu til i kringum stóriðjuna,“ svarar Guðmundur. ,Á íslandi hefur fyár- magnsmarkaðurinn verið of frumstæður og ekki nógu faglegur. Það hefur vantað flármálastofnanir með vilja og getu til að lána fyrirtækjum tengdum stóriðjunni; Jjármálastofiianir sem hafa verið reiðubúnar til að þola tap í nokkur ár áður en von væri á gróða. Á Islandi er eins og bankarnir missi þolinmæðina ef gróðinn kemur ekki strax. Faglegar fiármálastofnanir skipu- leggja til langs tíma og láta ekki ákvarðanir ráðast af pólitískum sjónarmiðun. Þetta er sem betur fer að breytast." En framtíðin í stóriðjunni er björt á íslandi, að mati Guð- mundar, vegna þess að þjóðin er vel menntuð. Það er hægt að sameina rekstur stóriðju og taka tillit til náttúrunnar þar sem þekking og vilji er fyrir hendi. En er framtíð íslands utan Evrópu- sambandsins álíka björt? „Tsja,“ segir Guðmundur. „Snýst ekki aðild að ESB fyrst og fremst um tollamál? Tollarnir geta gert það óhjákvæmilegt fyrir Islendinga að sækja um inngöngu. Ég sé hins vegar ekki pólitískan ávinning af aðild íslands." 33 „Forstjórinn verður að hugsa inn framtíð sína sem stjórnanda. Hann getur ekki eyðilagt mannorð sittmeð græðgi.“ 72
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.