Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2003, Page 81

Frjáls verslun - 01.11.2003, Page 81
Þegar CRG var stofnað 1975 voru flestir starfs- mennirnir úr leyniþjónustunni og lögreglunni. Fenning segir að enn séu margir starfandi hjá CRG með þann bak- grunn, en annars komi starfsfólkið mjög víða að, því þar sem starfssvið fyrirtækisins sé svo breytt þá dugi ekki annað en að safna saman víðtækri sérþekkingu. Auk fyrrum lögreglu- og leyniþjónustumanna vinna blaða- menn, háskólamenn úr ýmsum fögum og fólk með sér- þekkingu á viðskiptum hjá CRG. Sjálfur starfaði Fenning hjá PriceWaterhouse áður fyrr. Hér áður fyrr voru það einkum orkufyrirtæki, til dæmis olíufyrirtæki, sem þurftu á ráðum fyrirtækis eins og CRG að halda. Stórfyrirtæki á öllum sviðum óttast núna hryðju- verk. Þekktur er ótti flugfélaga. Símafyrirtæki eru mörg hver orðin íjölþjóðafyrirtæki. Skipafélög hafa lengi verið meðvituð um öryggi, bæði þau félög sem reka skemmti- ferðaskip (sem geta verið agn því í þeim er oft mjög auðugt fólk á ferð) og flutningaskip þar sem farmurinn getur verið agn eða skapað hættu. Árásin á HSBC í Tyrk- landi er gott dæmi um hvað það er erfitt fyrir fyrirtæki að sjá fyrir hverjir séu skotmörk. En af hverju snúa fyrirtæki sér til CRG? Þau fyrirtæki sem óttast hryðjuverk og þau sem ætla í langtíma fjárfest- ingar á framandi slóðum, t.d. í landi eins og Rússlandi, vantar landfræðilegar og vistfræðilegar upplýsingar. Fyrir- tæki snúa sér til CRG ef upp koma aðkallandi vandamál eins og öryggisógnun, mannrán eða ef fjármálastjórinn stingur af með kassann. „Um 800 fyrirtæki hafa keypt aðgang að gagnagrunni CRG, þeim fjölgaði verulega eftir 11. september, og Fenning giskar á að á hveijum tíma séu 500 fyrirtæki í viðskiptum við CRG.“ Rétt eins og ríkisstjórnir eru metnar eftir sínum aðgerðum þá eru fyrirtæki metin eftir því hvernig þeim tekst til ef eitthvað kemur upp á. Málaferli víða um heim, tengd öryggismálum, sýna að ábyrgð fyrirtækja geta verið víðtæk og afdrifarík. Á tímum hryðjuverka er hið augljósa að huga að öryggi bygginga og starfsfólks. Þegar kemur að því að velja nýja staði, ekki síst á framandi svæðum, þá skiptir máli að huga vel að staðsetningu. Á áhættusvæðum skiptir máli að erlend fyrirtæki látið lítið fyrir sér fara og beini ekki að sér athygli á neinn hátt. Þau þurfa líka að hafa skipulag til reiðu ef eitthvað kemur upp á: Er alltaf vitað hvar allir starfsmenn eru staddir og hvernig hægt er að ná í þá? Er skjótlega hægt að ná í annað húsnæði ef svo færi að núver- andi húsnæði yrði ónothæft? Er hægt að ná í aðstandendur starfsmanna? Er fyrir hendi áætlun um hvernig eigi að taka á sambandinu við fjölmiðla? „Fyrirtæki þurfa að leggja það niður fyrir sér hvernig eigi að stjórna við neyðaraðstæður og hverjir eigi að gera það. Málið er að vita hvað á að gera, hvað sem á dynur. Það er til mikil þekking á þessu sviði. Ovæntir og sviplegir atburðir eru engin afsökun fyrir að vita ekki hvað eigi til bragðs að taka.“S!] Hótun hryðjuverkamanna er ekki nýtt fyrirbæri í Bretlandi eins og þessi tvö dæmi sýna: 12. október 1984 sprakk sprengja kl. 3 um nótt á hóteli í Brighton, þar sem flokksþing íhaldsflokksins stóð yfir. Miðhluti þessa átta hæða hótels hrundi, fimrn manns létust, þar á meðal einn þingmaður, og 30 slösuðust. Það bjargaði Margaret Thatcher forsætisráðherra að hún var enn að vinna, því svefnherbergi hennar fór illa. IRA-maðurinn Patrick Magee var dæmdur fyrir árásina; hann hafði gist á hótelinu átta vikum áður undir fölsku nafni og þá komið sprengjunni fyrir. 23. apríl 1993, um kl. 9 á sunnudagsmorgni, sprakk sprengja, búin til úr áburði, henni hafði verið komið fyrir í vörubíl, í Bishopsgate, hjarta fjármálahverfisins City í London. Einn maður lést og meira en 40 manns særðust. Bótagreiðslur gerðu Lloyd’s of London næstum gjaldþrota.S!i Control Risks Group, www.crg.com, var stofnað 1975. Fyrirtækið einbeitir sér að fjórum sviðum: ráðgjöf um stjórnmála- áhættu, rannsókn á starfsemi og rekstri fyrirtækja, oftast sökum gruns um misferli, neyðarstjórnun og ráðgjöf um öryggismál og neyðarstjórnun. Veltan á liðnu ári var 46 milljónir punda og alls starfa 375 manns hjá fyrirtækinu. Höfuð- stöðvarnar eru í London. Alls rekur fyrir- tækið 16 skrifstofur um allan heim. Eignarhaldið er óvenjulegt: 82% CRG eru í eigu starfs- manna, en 18% í eigu ijárfestingarfyrirtækisins 3i. Við- skiptavinirnir eru mest stórfyrirtæki, 83% fyrirtækja á FTSE 100 eru viðskiptavinir CRG en alls hafa 5.300 fyrirtæki skipt við það ffá stofnun. S3 ísland Control Risks Group flokkar hvert land árlega út frá stjórn- málaástandi og öryggi. Stigin eru fjögur: óveruleg hætta, lág, miðlungs og há. ísland er flokkað með óverulega hættu á báðum sviðum. í mati fyrir 2004 segir um ísland: „Ríkisstjórnin verður stöðug. Fiskveiðigeirinn, sem skiptir höfuðmáli, mun líklega finna fyrir kvótum og gæti einnig glatað verulegum viðskiptum þegar viðskiptavinir reyna að bæta vistmat sitt með því að skipta yfir í endurnýjanlegar orkuuppsprettur. Fijáls félagasamtök og umhverfissamtök eru líkleg til að beina spjótum sínum að stjórninni og stór- fyrirtækjum sem eiga hlut að stórum iðnaðarframkvæmdum á hálendinu. Hvalveiðar eru áfram viðkvæmt mál og munu espa upp baráttu umhverfissinna og dýraverndarsinna. Stjórnmálaspenna vegna samdráttar bandaríska hersins í íslensku herstöð hans er ólíkleg til að hafa nokkur megin- áhrif á stjórnmál eða efnahagsmál." S!] Richard Fenn- ing, frkvstj. Control Risk Group, CRG. 81

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.