Frjáls verslun - 01.11.2003, Síða 94
■ ,í'1KSfSk
Meðal áhuga-
verðra vína í
verslunum
ÁTVR eru
Chilevínin frá
fyrirtækinu
De Martino.
I Sauvignon
; Blanc er frá-
] bært vín, frísk-
I andi og með
I Ijúfu ávaxta-
| bragði.
Mynd:
Geir Ólafsson
§ 1
Léttvín eru stundum kölluð „sólargeisli í flösku“. Það segir nokkuð til um
eðli vinsins. Öll þurfiim við af og til smá sól í sálina. Léttvínsneysla þjóðar-
innar hefiir aukist á kostnað sterkari drykkja. Þetta er jákvæð þróun.
VÍNUMFJÖLLUN SIGMARS B.
„Sólargeisli í flösku“
Afengisneysla íslendinga hefur gjörbreyst á undanförnum
árum. Áður en bjórinn var leyfður, drukku íslendingar
aðallega brennda drykki; vodka, gin, romm og skylda
drykki. Með tilkomu bjórsins varð mikil bragarbót á drykkju-
siðum þjóðarinnar. Sömuleiðis var tíl mikilla bóta þegar minni
og einfaldari veitíngastaðir fengu vínveitíngaleyfi. íslendingar
eru nú býsna ferðavanir, flestír íslendingar hafa farið til sólar-
landa, borgarferðir yfir helgi þykja orðið sjálfsögð afþreying.
Þúsundir Islendinga eru orðnir vanir að keyra erlendis. íslend-
ingar hafa sem sagt kynnst lífsvenjum erlendra þjóða og þá ekki
síst þjóðanna við Miðjarðarhafið.
Við Miðjarðarhafið, í Suður- og Mið-Evrópu, þykir það sjálf-
sagður hlutur að drekka vín með matnum og njóta lífsins, slaka
á yfir glasi af góðu víni. Áhugi íslendinga á léttvíni hefur stór-
aukist á seinustu árum. Þjónusta ÁTVR hefur einnig stórbatnað
á undanförnum árum. Léttvínsneysla þjóðarinnar hefur þvi
aukist á kostnað sterkari drykkja. Þetta er jákvæð þróun.
Kaffi og kökur Kaffi og kökur hefur lengi vel verið það sem
gestum er helst boðið upp á komi þeir í heimsókn. Hvernig
væri að bjóða upp á rauðvínsglas í staðinn? Sá gamli ósiður að
klára flösku sem búið er að opna er vonandi liðinn. Glas af
góðu víni er ljómandi veitingar og það er alveg nóg að bjóða
upp á eitt glas, þau þurfa ekki að vera tvö. Beringer Zinfandel
er vín sem fellur flestum í geð. Þetta er bragðríkt vín, létt
kryddað með mjúku ávaxtabragði. Sömuleiðis er ástralska
vinið Rosemount Merlot þrumugott vín. Af þessu ljúfa víni er
beijabragð og í eftírbragðinu er eik og jafnvel vottar fyrir
vanillu. Þegar góðum gestí er boðið glas af víni er mikilvægt
að bera vínið fram í ekta og fallegu vínglasi og ekki skaðar að
94