Frjáls verslun - 01.08.2004, Blaðsíða 20
íslenski dansflokkurinn sýndi fatnað frá ýmsum verslunum.
FRÉTTIR
Listdansarar
syndu fötin
Sýning á því nýjasta í haust- og vetrartískunni 2004-
2005 var haldin í Kringlunni í lok september og voru
dansarar úr íslenska dansflokknum fengnir til að sýna
fötin. „Þetta var miklu meira en bara tískusýning því að þetta
var menningarlegur viðburður líka. Islenski dansflokkurinn
hefur aldrei gert svona og þau gerðu það mjög skemmtilega,
á sinn hátt með dansæfingum. Það var frábært að fá þessa
flottu listamenn,“ segir Hermann Guðmundsson, markaðs-
stjóri Kringlunnar.
Hátt í 500 kaupmenn og viðskiptavinir þeirra söfnuðust
saman á göngugötunni í Kringlunni og fýlgdust með tísku-
sýningunni. Blómabúðinni á iýrstu hæðinni var breytt í bar og
þar var ávaxtahlaðborð og léttvín til hressingar. „Við höfum
verið með tískusýningai' á opnunartíma áður en núna vildum
við breyta til og gera eitthvað nýtt. Við vildum tryggja það að
tryggustu og bestu viðskiptavinimir fengju eitthvað sérstak-
lega fýrir þá. Þetta var tilraun til þess að vera með eitthvað
sérstakt og dekra við viðskiptavini í leiðinni," segir hann. HU
Innri markaðssetning hjá
Fyrsti hádegisverðarfundur ímarks á þessu félagsári hefur verið
haldinn og var ijallað um mikilvægi innri markaðssetningar en
almennt gera menn sér æ betur ljóst að betri árangri er náð
þegar innri markaðssetningu er beitt markvisst. Herdls Pála Páls-
dóttir, sérfræðingur í starfsmannaþjónustu Islandsbanka, ijallaði
um samstarf markaðs- og fræðsludeilda varðandi innri markaðs-
setningu, Kristján Schram, markaðsráðgjaii hjá Islensku auglýsinga-
stofunni, Jjallaði um að sá fræjum innri markaðssetningar og Jensína
K Böðvarsdóttir, fv. framkvæmdastjóri mannauðssviðs IMG, ijallaði
um hvemig innri markaðssetning skilar árangri.H!]
ímarki
Herdís Pála Pálsdóttir, sérfræðingur hjá starfsmanna-
þjónustu íslandsbanka, fjallaði um samstarf markaðs- og
fræðsludeilda varðandi innri markaðssetningu.
Erum við hjá þér?
Leiðandi i matar- og
drykkjarsjálfsölum fyrír vinnustaði.
selecta III
Selecta ehf. • Sími 5 85 85 85 • www.selecta.is
20