Frjáls verslun - 01.08.2004, Blaðsíða 110
Jóhannes Sigurðsson, framkuæmdastjóri Pappírs, Sigurður Jónsson, stofnandi fyrirtækisins, og Ólafur Suerrisson, framkuæmdastjóri Pappírs, uið fyrstu
uél fyrirtækisins. „Uið erum komnir á toppinn. Það er ekkert í Európu betra en þetta. Það eru til uélar sem prenta fjóra liti aftan á pappírinn, en
uið erum á heimsmælikuarða í gæðum." Myndir: Geir Glafsson
Pappír hf. tekur í notkun alsjálfuirka uél sem framleiðir rúllur í sjóðs- og posauélar:
Prentar í 2 litum á strimlana!
Pappír hf. í Hafnarfirði er eina fyrirtækið á landinu sem
framleiðir pappírsrúllur í sjóðsuélar og posauélar. Með
nýrri tueggja lita uél geta þeir prentað aftan á pappírinn
þannig að það uerður lógó eða auglýsing aftan á strimlinum sem
uiðskiptauinurinn fær í hendur.
„Við höfum framleitt rúllur, reiknivélarúllur, kassarúllur og posarúllur
í 1B ár og ætlum aö halda því áfram. Við erum að fá nýja tveggja lita
sjálfvirka vél sem prentar lógó eða texta á bakið á rúllupappírnum
um leið og rúllumar eru framleiddar. Þetta er bylting fyrir okkur.
Þjónustan, sem við getum veitt viðskiptavinunum, eykst verulega
auk þess sem afkastagetan tvöfaldast, vinnuumhverfið verður
hljóðlátara og betra. Við teljum að þetta gagnist markaðnum
mjög vel,“ segja þeir Jóhannes Sigurðsson og Ólafur Sverrisson,
framkvæmdastjórar Þappírs.
Pappír hefur verið leiðandi fyrirtæki við framleiðslu á hvers kyns
pappírsrúllum fyrir verslanir og fyrirtæki í tæp 20 ár. Fyrirtækið
er stofnað af Sigurði Jónssyni, föður Jóhannesar, og hefur
Jóhannes starfað þar með honum allan þennan tíma. Ólafur er
mágur Jóhannesar og kom hann inn í fyrirtækið fyrir fjórum árum
síðan. Þeir yfirtóku fyrirtækið fyrr á þessu ári og starfar þar með
þeim þriðji starfsmaðurinn, auk þess er Sigurður stofnandi í hálfu
starfi. Fyrirtækið er hafnfirskt að ætt og uppruna, stofnandinn
og starfsmenn Flafnfirðingar og hefur fyrirtækið alla tíð verið
starfrækt í Hafnarfirði. Nú síðast að Kaplahrauni 13.
Viðbrögð uið samkeppni
Pappír hf. er með sterka markaðshlutdeild, þeir giska á um 85
prósenta markaðshlutdeild en segja þó samkeppnina harða og
eingöngu við innfluttar vörur því að enginn annar innlendur aðili
er í sams konar framleiðslu. „Við þurfum að vera á tánum til að
standa okkur," segja þeir og það er Ijóst að sú ákvörðun að fara
út í svo stóra fjárfestingu sem kaupin á nýju vélinni óneitanlega er,
er einmitt viðbrögð við samkeppninni. Vélin kostar 30-40 milljónir
króna og er stór biti fyrir svona lítið fyrirtæki. Þegar hún verður
komin i gang gætu þeir framleitt .rúllur fyrir allan markaðinn og
tvöfalt það, flutt út líka ef þeir fengju þá flugu í höfuðið.
Nýja vélin er spænsk, af gerðinni LEMU en það er heiti á
verksmiðju í Baskahéruðum Spánar. Þær eru ekki margar verk-
smiðjurnar í heiminum sem framleiða svona vélar, aðeins þrjár
eða fjórar. Núna er Pappir með ítalskar vélar en italski framleið-
andinn gat ekki selt þeim jafn fullkomna vél og sá spænski svo
að þeir tóku frekar þá spænsku. Vélin er nefnilega alsjálfvirk og
sérsmíðuð samkvæmt óskum Pappírs og uppfyllir því kröfur þeirra
110
KYNNING