Frjáls verslun - 01.08.2004, Blaðsíða 168
lambakjöti. Galdra
er
má fram frábæra rétti úr íslenska lambakjötinu.
300
stærstu
Yellow Tail Cabernet Sauvignon
kjörið vín með
Haustvín Sigmars
Annað frábært rauðvín til að drekka svona eitt sér er Kalifomíuvínið Cutler Creek
Shiraz Cabemet. Þetta er ekki stórt vín en einkar þægilegt. Bragðið er frískandi.
Texti: Sigmar B. Hauksson Myndir: Geir Olafsson
Haustið er tími sælkera, ný uppskera kemur á mark-
aðinn, ferskt grænmeti, nýtt lambakjöt og villibráð. I
Mið- og Suður-Evrópu eru uppskeruhátíðir eða kamivöl
vikulegir viðburðir yfir haustið. Nýrri uppskem er fagnað
með veisluhöldum og ijöri. Það er staðreynd að ný og fersk
matvæli em miklu betri en fryst matvæli eða matvæli sem
búið er að geyma nokkum tíma. Þess vegna er um að gera að
njóta lífsins og gjafa náttúmnnar og efna til veislu.
Glas af víni Það er farið að skyggja á kvöldin, dagurinn
styttist jafnt og þétt. Fátt er betra eftir langan dag en að fá
sér glas af góðu víni, kveikja á kerti og hlýða á fallega tónlist.
Flestir kjósa að fá sér hvítvínsglas sem fordrykk eða í staðinn
fyrir bjór eða sterka drykki. Það er hins vegar tilvalið að fá sér
öflugt og bragðmikið rauðvín. Almos Malbec frá Argentínu er
aldeilis ágætis vín, bragðmikið og þétt. í nefi má greina ilm
af blómum, þá helst ijólum. Bragðið er kryddað og má greina
bragð af ósætu súkkulaði, kaffi og gráflkju. Miðað við gæði
em góð kaup í þessu víni, en flaskan kostar 1.290 krónur.
Annað frábært rauðvín til að drekka svona eitt sér er Kali-
fomíuvínið Cutler Creek Shiraz Cabemet. Þetta er ekki stórt
vín en einkar þægilegt. Bragðið er frískandi; greina má eik,
ávexti eins og mango, bláber og jarðarber.
Vitaskuld stendur gott hvítvín alltaf fyrir sínu. Eg get
varla hugsað mér betra hvítvín til að dreypa á svona eitt sér
en austurríska vínið Gmner Veltliner. Þetta yndislega vín er
pressað úr samnefndri þrúgu og hefur þetta létta, frískandi
og þægilega hvítvín farið sigurför um vínheiminn að und-
anfömu. Lítið úrval hefur verið af þessu frábæra víni í Vín-
búðum ÁTVR, enda salan kannski ekki nægjanleg. Þetta er
168