Frjáls verslun - 01.08.2004, Blaðsíða 139
„Það getur skaðað fyrirtækið verulega ef
kviksögur komast á kreik um að fyrirtækið sé
hugsanlega til sölu. Við teljum afar mikilvægt að
virða trúnað við viðskiptavini."
utanaðkomandi sérfræðingar fengnir til þess verks. Við reynum
síðan að átta okkur á þvf hvaða kaupendur kæmu helst til greina og
hvernig er best að nálgast þá. í sumum tilfellum gætum við þegar
haft ákjósanlegan kaupanda á hendi en í öðrum tilfellum getur þurft
mikla leit."
„Eigendur hafa sjaldnast reynslu af því að selja fyrirtæki," bætir
Róbert Trausti við. „Það er því mikilvægt að fræða þá sem best
um söluferlið á öllum stigum og gæta þess að engin mistök eigi
sér stað."
Þegarvæntanlegur kaupandi óskar eftir aðstoð þá er lögð áhersla
á alhliða þjónustu við hann. Þarfir, óskir og geta viðskiptavinarins
eru greindar, svo og fjárhagslegir burðir hans. Jens og Róbert
Trausti leggja einnig mikla áherslu á að greina á hvaða sviði áhugi
kaupandans liggur, hverjir sérstakir hæfileikar hans eru og hvernig
þeir nýtast best.
„Það er reynsla okkar," segir Jens, „að þrennt þurfi að vera
fyrir hendi til að rétta fyrirtækið sé fundið. í fyrsta lagi þarf
hagfræðin að vera rétt. Fyrirtækið þarf að geta borgað sig
sjálft, skilað arði til að greiða niður fjárfestinguna. í öðru lagi
þarf kaupandanum að finnast fyrirtækið áhugavert og spennandi
kostur. Það þarf að vera á sviði sem kaupandinn getur hugsað
sér að starfa á. Loks verður kaupandinn ekki aðeins að hafa trú á
framtíðarmöguleikum fyrirtækisins heldur einnig að hann geti gert
betur en seljandinn."
Venjulega fær mögulegur kaupandi fyrst í stað aðeins grunn-
upplýsingar um fyrirtækið. Ef honum líst vel á þær er næsta skref
að hitta eigandann og fá ítarlegri kynningu. Síðan er óskað eftir
nánar upplýsingum, t.d. úr bókhaldi, og þá er gott að kaupandinn
fái endurskoðanda í lið með sér. Fyrirtækjasvið Hússins hjálpar
kaupandanum að gera tilboð og ef
því er tekið fer í gang vinna við að
leysa úr fyrirvörum og ganga frá kaup-
samningi.
Menn geri ekki vitleysu
„Dft getum við bent kaupandanum á
áhugaverða möguleika og þá er hægt
að vinna málið hratt. ( öðrum tilvikum
þarf lengri tíma og við þurfum að leita
talsvert áður en rétta fyrirtækið er
fundið.
Jens og RóbertTrausti miðla reynslu
sinni og þekkingu og gæta þess að
menn geri enga vitleysu. „Við hikum
ekki við að skjóta samning í kaf ef okkur
finnst annaðhvort seljandi eða kaupandi
vera að semja af sér. Það er það versta
sem gæti komið fyrir."
Öflug atvinnuhúsnæðisdeild
Húsnæðismál tengjast iðulega fyrirtækjaviðskiptum. Bjarni
Hákonarson veitir atvinnuhúsnæðisdeild Hússins forstöðu. Bjarni
hefur langa reynslu í viðskiptalífinu og góða reynslu af sölu og leigu
atvinnuhúsnæðis, en slík viðskipti eru
í eðli sínu talsvert frábrugðin venju-
legum fasteignaviðskiptum, t.d. hvað
varðar fjármögnun og leigusamninga.
Lögð er áhersla á trúnað við við-
skiptavinina og að veita þeim faglega
ráðgjöf og þjónustu.
Bjarni veitir almenna þjónustu við
bæði seljendur og kaupendur, en oft
er þörf á sértækari þjónustu. „Við
vinnum oft við að greina þarfir með
viðskiptavinum," segir Bjarni, „því
það er oftast mjög kostnaðarsamt
að flytja fyrirtæki og þvi eins gott
að ákvarðanir séu réttar. Hugmyndir
og verkefni fyrir t.d. verktaka hafa
einnig verið á okkar borði, sem hafa
oft gefið vel af sér fyrir viðskiptavini
okkar."33
Húsið er að Suðurlandsbraut 50 í Reykjauík, í einu af bláu
húsunum uið Faxafen.
- heilshugar um þinn hag - husid@husid.is
Bjarni Hákonarsun hjá atuinnuhúsnæðisdeild Hússins.
jj| j
m ■ ' p|te! |
WHK. «,«Ji
139