Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 125

Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 125
FQRSTJÓRAVIBTOL ÍSLANDSBANKI BJARNI ÁRMANNSSON Samrunaferlið er eftir í Noregi! Harðnandi samkeppni innanlands og aukin útrás, t.d. í Noregi. Efnahagsumhverfið hefiir verið bönkunum hagfellt síðustu misseri og skapað góðan jarðveg til vaxtar. Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Viðskiptaumhveríið var mjög hagfellt á síðasta ári og það gildir líka um starfsumhveríi ijármál- afyrirtækjanna. Eignaverð fór hækkandi, verð- bólga hélst nokkuð stöðug og góður vöxtur var á flestum markaðssvæðum. Bjarni Armannsson, for- stjóri íslandsbanka, telur að rekstrarumhverfið hafi ekki getað verið mikið hagfelldara enda hafi gengið afskaplega vel hjá bankanum. ,Árið 2003 var það besta frá upphafi, arðsemi eiginijár fór yfir 30 prósent og vöxtur eigna var um 40 prósent," segir hann en bendir á að heldur hafi þrengt að útflutningsgreinunum með sterkri krónu og þar með innlendri framleiðslu í sam- keppni við innflutning. Nýtt landslag Heilmikil uppskipti áttu sér stað í íslensku viðskiptalífið í fyrra og telur Bjami að í heildina séu þessar breytingar til góðs og framþróunar og eigi að geta skilað samkeppnishæfara þjóðfélagi. Á banka- markaði hafi komið sterkir inn á sviðið nýir aðilar eftir einkavæðingu bankanna og þeir hafi látíð finna fyrir sér. íslandsbanki hafi ekki farið varhluta af því. Þá hafi árið markað tímamót með kaupum á Sjóvá-Almennum trygg- ingum. „Breiddin í starfseminni er því meiri en nokkru sinni fyrr. Með kaupunum hefur þjónustuúrval Islandsb- anka breikkað og fleiri stoðir em undir rekstrinum. Þetta gefur okkur tækifæri til að ná fram kostnaðarhag- ræðingu og bjóða betri þjónustu,“ segir hann. Harðnandi samkeppni hefur einkennt bankamarkað- inn það sem af er þessu ári. „Eg fullyrði að samkeppnin hefur aldrei verið meiri á fjármálamarkaði. Ef við horfum til síðustu mánaða blasir við nýtt landslag þar sem allir bankamir em komnir á húsnæðislánamarkaðinn og sækja fram af auknum krafti á erlendum vettvangi. Enn hefur umhverfið haldið áfram að vera hagfellt og það má búast við að svo verði áfram þó að niðursveifla muni koma eins og alltaf gerist eftir miklar uppsveiflur. En afkoman hefur verið góð í fjármálarekstri. Þetta em mjög spennandi tímar.“ Slyrkja útrásina Hvað íslandsb- anka áhrærir þá hefur hann verið að vaxa á þeim svæðum þar sem hann hefur verið starfandi, aðallega í Bretlandi og á hinum Norðurlöndunum í gegnum Lúxemborg og svo með kaupunum á Kredittbanken í Noregi. Bjami segir að kaupin á norska bankanum hafi verið svolítinn tíma að geijast en svo hafi þetta gerst snöggt eins og alltaf þegar tækifæri gefast. Kaupin hafi verið að þróast í sumar en kaup af þessu tagi eigi sér alltaf lengri aðdraganda með einum eða öðram hætti. Bankinn hafi verið keyptur til að sfyrkja gmndvöll íslandsbanka til útrásar í sjávarútvegi og þá sérstaklega í Noregi. „Noregur er þannig land að maður þarf að vera á staðnum til að þjóna sínum viðskiptavinum. Fyrirtækin í norskum sjávarútvegi hafa ekki gengið í gegnum sam- bærilegt sammnaferli og þau íslensku. I Noregi em fyr- irtækin fleiri en minni þótt þau séu ekki lítil á íslenskan mælikvarða. Sammnaferlið er eftir í Noregi. Við emm að styrkja okkar stöðu á þessum markaði og búa til gmnn tíl ffekari vaxtar á þeim markaði," segir hann. Sækjum inn á matvælamarkaðinn Þegar hann er spurður um horfumar kveðst hann eiga von á því að bankamir fylgi áfram þeirri stefnu sem hafi verið mörkuð varðandi vöxt. Mikil samkeppni sé hér á landi og hún haldi áfram þannig að bankamir muni horfa mikið til þess að standa sterkir eftir þessa samkeppni og sækja jafnframt hart fram á alþjóðlegum mörkuðum. „Þetta er það sem við hjá íslandsbanka munum gera líka. Bankinn byggir á mjög sterkum stoðum. Við munum halda áfram þeim verkefnum sem við höfum hafist handa við og koma með ný verkefni sem lúta að því að auka enn frekar vöxt okkar á alþjóðavettvangi og styrkja enn frekar starfsemi hér á landi. Það verður við- varandi verkefni næstu misserin,“ segir hann. - Hvaða verkefni eru þetta? „Þau felast til að mynda í því að styrkja stöðu okkar enn frekar inn á mat- vælamarkaðinn, í sambandi við sjávar- fangið, styrkja stöðuna í Noregi og í sérhæfðum verkefnum, hvort sem það er á sviði verkefnisfjármögnunar, í sambankalánum eða samvinnu við önnur tjármálafyrirtæki á Norður- löndunum.“ H3 G STÆRSTA Velta: 34,6 milljarðar Hagn. f. skatta: 6,4 milljarðar Eigifi fé: 29,4 milljarfiar 125
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.