Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 123
►
Líftíminn frekar sluttur Actavis
hefur vaxið undanfarin ár, annars
vegar með góðum innri vexti og
hins vegar með ytri vexti með
kaupum og yfirtökum á félögum.
I okkar starfsemi er góður innri
vöxtur lykilatriði, líftími samheita-
lyfla er frekar stuttur vegna sam-
keppninnar og því nauðsynlegt
að vera með öfluga þróun, koma
nýjum lyfjum á markað og vera
með breitt vöruúrval. Þá skiptir
miklu máli að hafa öflugt sölunet
til að geta skráð og selt lyfin á
sem flestum mörkuðum og það
höfum við gert og erum nú með
söluskrifstofúr í 24 löndum. Það
að byggja upp alþjóðlegt lytjatyrir-
tæki er auðvitað mjög kreijandi
verkefni og mikil vinna en óhætt
er að segja að okkur hafi gengið
vel á flestum ef ekki öllum víg-
stöðvum," segir hann.
Actavis er með starfsemi í 25
löndum og eru stærstu markaðir
félagsins Þýskaland, Tyrkland,
Búlgaría, Rússland og Norður-
lönd. Góð dreifing er á vörusölu
félagsins og má segja að tekjur
samstæðunnar skiptist nokkurn
veginn jafnt á milli Vestur- og
Austur-Evrópu. „Samkeppnin er
rnikil og má segja að hún sé frekar að aukast en minnka. Til
að ná góðri arðsemi út úr rekstrinum og vera samkeppnishæf
er mikilvægt fyrir okkur að byggja upp framleiðslueiningar
þar sem framleiðslukostnaður er lágur og jafnframt aðgengi
að góðu vinnuafli. Það höfum við gert og erurn m.a. með
lyfjaverksmiðjur á Möltu, í Búlgaríu og Tyrklandi. Þá er
þróunarstarfið auðvitað mjög mikilvægt til að tryggja stöðuga
endurnýjun á lytjum og hjartað í þróunarstarfi félagsins er
á Islandi og þar býr mikil þekking og reynsla. Snemma á
þessu ári fórum við á markað með hjartalyfið Ramipril sem er
stærsta lyf okkar til þessa og fleiri minni lyf hafa síðan fylgt í
kjölfarið á árinu. Lykilatriði er að vera
í hópi íyrstu fyrirtækja á markað með
ný samheitalyf, það hefur okkur tekist
með stærstu lyfin, svo sem Ramipril og
geðlyfið Citalopram árið 2002,“ segir
hann.
Uelta: 27,3 milljarðar
Hagn. f. skatta: 4 milljarðar
Eigið fé: 19,9 milljarðar
Innleiða nýja ásýnd Samkeppnin
við önnur lyfjafyrirtæki er gríðarlega
hörð, bæði við samheitalyijafyrirtækin
og frumlyfjafyrirtækin. „Svo lenda fyrir-
tæki eins og okkar oft í
málsóknum frá stóru lyfja-
fyrirtækjunum. Á síðasta
ári lenti Actavis í mál-
sókn frá danska frumlytja-
fyrirtækinu Lundbeck en
þeir höfðu ekki erindi
sem erfiði og við unnum
það mál. Stóru lyijafyrirtækin reyna auðvitað allt sem þau
geta til að verja sína stöðu og reyna þannig að hindra eða teija
að samheitalyfin komist á markað,“ segir Róbert.
Annríki hefur verið á þessu ári, bæði hjá Róberti sjálfum,
sem er nú fluttur með ijölskyldu sína til Bretlands vegna
starfsins, og innan félagsins. „I fyrsta lagi skiptum við um
nafn á félaginu og okkar dótturfélögum. Það hefur farið tölu-
verð vinna í að kynna og innleiða nýja ásýnd félagsins, bæði
út á við og innan fyrirtækisins. Ein af ástæðunum fyrir því að
við skiptum um nafn er að tengja betur saman einingarnar
sem mynda eitt félag. Áður störfuðum við undir mörgum
nöfnum með ólíka fyrirtækjamenningu en stór hluti vinn-
unnar í kringum nafnabreytinguna fólst í að skilgreina inn á
við fyrir hvað við stöndum sem samstæða og innleiða sam-
eiginleg gildi fyrirtækisins. Við viljum að starfsmenn fyrir-
tækisins vinni samkvæmt sameiginlegum gildum og þekki
vel stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins."
Gerjun í umhverlinu Þróunin heldur áfram með svipuðum
hætti og verið hefur en auðvitað er ýmislegt spennandi að
gerast í greininni. „Það eru ekki mörg fyrirtæki sem geta skil-
greint sig sem alþjóðleg lyijafyrirtæki, þau eru yfirleitt bara
starfandi í Bandaríkjunum, á meginlandi Evrópu, í Austur-
Evrópu o.s.frv. Það eru ekki fleiri en tíu félög sem geta skil-
greint sig sem alþjóðleg félög í dag. Utvíkkun og uppbygging
okkar erlendis miðar að því að komast í þann hóp.“
Róbert sér fyrir sér meiri vöxt innan Actavis-samstæð-
unnar og aukna hagkvæmni og telur miklu skipta að þróunar-
starfsemin sé nýtt til hins ítrasta til að koma fleiri lyijum á
markað en keppinautarnir. Hann segir að það séu á bilinu
fimm til tíu fyrirtæki að keppast um að ná leiðandi stöðu á
alþjóðamarkaði og fyrirtækin sem standa fyrir utan þetta
séu fleiri og mörg hver verða keypt upp eða munu standa
í stað. „Það er mikil samþjöppun framundan í greininni og
við hyggjumst taka áfram þátt í henni með yfirtökum eða
kaupum á félögum sem falla vel að
kjamastarfsemi okkar. Við höfum
séð tækifæri fyrir okkur á Banda-
ríkjamarkaði og emm að vinna að
þróun lyfja sem áætlað er að fari á
markað þar í árslok 2005 og á árinu
2006. Við stefnum að því að styrkja
stöðu okkar þar enn frekar í fram-
tíðinni. Við ætlum líka að styrkja
okkur í Mið-Evrópu og vinnum
markvisst að því.“SD
„Við höfum séð tældfæri fyrir okkur
á Bandaríkjamarkaði og erum að
vinna að þróun lyfja sem áætíað er
að fari á markað þar í árslok 2005
og á árinu 2006. Við stefnum að
því að sfyrkja stöðu okkar þar enn
frekar í framtíðinni. Við ætium líka að
sfyrkja okkur í Mið-Evrópu og vinnum
markvisst að því.“
123