Frjáls verslun - 01.08.2004, Blaðsíða 76
Frelsi á fjármagnsmarkaði hefnr leitt af sér kraft og dýnamík í útrás
t
fyrirtækja. Ein helsta útflutningsvara Islendinga er ijármálastarfsemi.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Miklar hræringar voru á bankamarkaði árið 2003.
Gengið var endanlega frá sölu ríkisins á Landsbanka
og Búnaðarbanka og í framhaldi af því var mikil
gerjun á markaðnum sem fólst m.a. í því að Búnaðarbanki
sameinaðist Kaupþingi og úr varð KB-banki. I tengslum við
það fór stór hluti af stjórnendateymi Búnaðarbanka í Lands-
bankann, þar með talinn ég, og hófst mikill uppgangstími í
náinni samvinnu við nýja eigendur Landsbankans. Miklar
umbreytíngar hafa átt sér stað og hefur bankinn stimplað sig
inn sem leiðandi afl á íjármálamarkaði. Hann hefur stækkað
um ríflega 100%, næstum tvöfaldað umsvif sín á sama tíma og
hann hefur tekið þátt í stórum umbreytingaverkefnum. Þar er
ég að vísa í uppstokkun á Eimskipafélagi Islands sem leiddi
til þess að sjávarútvegsstoð Eimskips var seld og úr varð ijár-
festingafélagið Burðarás með skipafélagið Eimskipafélagið
sem stærstu eign þess. Til viðbótar við alla þessa miklu
geijun og umsvif sem hafa átt sér stað þá hafa aðstæður
til bankastarfsemi verið sérlega góðar,“ segir Siguijón Þ.
Amason, bankastjóri Landsbankans.
Bankakerfið hefur slyrkt sig „við höfum verið í uppsveifiu
í ljósi stórframkvæmda á Austurlandi. Það er ijárfesting upp
á 200 milljarða og hefur sett ákveðinn kraft í atvinnulífið. A
sama tíma hafa verið hagstæðar aðstæður á hlutaijármörk-
uðum og skuldabréfamörkuðum og vextir farið lækkandi
sem er gott iyrir tjármálafyrirtæki. Hlutabréfaverð hækkaði
mjög og var metafkoma árið 2003. A þessu ári held ég að
menn hafi gert sér grein fyrir því hvað bankarnir eru sterkar
og mikilvægar stofnanir í skipulagi atvinnulífsins. Hvað
Landsbankann varðar þá var hann að breytast úr stofnun í
kvikt og dýnamískt fyrirtæki á þessum tíma, fyrirtæki sem er
virkt á markaðnum og bíður ekki heldur gerir sitt til að láta
hlutina gerast," segir hann.
Sama þróun hefur haldið áfram. Aðstæður hafa verið
ennþá betri á þessu ári en árið 2003. Bankakerfið hefur
styrkt sig mikið. Sigurjón segir að í upphafi ársins hafi menn
séð fram á uppstokkun á markaðnum því að talið hafi verið
að sparisjóðirnir myndu sameinast bönkunum en ekkert
hafi orðið úr því. Löggjafinn hafi
stöðvað þessa þróun og um leið
hafi hægt á þeirri innanlands-
þróun sem menn hafi séð fram á
að myndi eiga sér stað. Þrátt fyrir
þetta hafi bankamir haldið áfram
að vinna af krafti og styrkleika
og möguleikar þeirra tíl að styðja
við fyrirtæki í útrás hafi aukist.
Utrásin sé enn meira í fókus en
áður, bæði í tjármálageiranum og
flestöllum atvinnugreinum.
í stórum og viðamiklum verk-
efnum „Bankamir hafa stutt við
útrásina af miklum krafti. Islensk
fyrirtæki em í stærri og viðameiri
verkefnum en menn hafa gert
sér grein fyrir. Við höfum verið
að eignast stór fyrirtæki þar sem
telst eðlilegt að reikna hagnað-
inn í milljörðum króna. Við sjáum
mikinn styrkleika í atvinnulífi, sér-
staklega í kringum stærri fyrirtæki
sem eiga möguleika að sækja sér
markað erlendis. Astæðan fyrir
því að þetta hefur tekist
er ekki síst sá kraftur sem
frelsi á fjármagnsmarkaði
hefur leyst úr læðingi og
stuðlað að þeim árangri
sem fyrirtæki hafa verið
að ná. Þetta hefði aldrei
gerst ef bankamir hefðu
ekki fengið það frelsi sem
þeir hafa innan núverandi
lagaramma. Menn skynja
nú hvað þetta er gott fyrir
STÆRSTA
Velta: 31,5 milljarðar
Hagn. f. skatta: 3,5 milljarðar
Eigið fé: 22,4 milljarðar
LANDSBANKINN SIGURJÓN Þ. ÁRNASON
Látum ekkert
stoppa okkur!
76