Ármann - 01.11.1938, Qupperneq 20
14
A R M A N N
Svípjóðarför Ármanns 1932.
Dagana 14.—20. sept. 1932 gekst Norrænafélagiö
fyrir því, að haldin yrði „íslenzk vika“ í Stokk-
hólmi. NorrænafélagiS er til orSiS, eins og kunn-
ugt er, meS þaS markmiS, aS efla og auka kynn-
ingu NorSurlanda sín á milli. ÁSur hafSi veriS
haldin „Dönsk vika“, „Norsk vika“ o. s. frv. Á
þessar „vikur“ sendir hlutaSeigandi þjóS marga af
sínum bestu mönnum, sem koma þar fram sem full-
trúar þjóSarinnar og til ]>ess aS kynna hana.
NorrænafélagiS skrifaSi Glimufél. Ármann og
spurSi, hvort þaS vildi senda leikfimis- og glímu-
flokk á þessa „viku“ og koma þar fram sem full-
trúar þjóSarinnar í líkamsment, og jafnframt aS
sýna í 8 borgum viSsvegar um SvíþjóS. Þessu boSi
var tekiS og undirbúningur hafinn. Þann 7. sept.
kl. 8 e. h. var svo lagt af staS meS e.s. Gullfossi á-
leiSijj til Stockholms yfir Kaupmannahöfn. Mikill
mannfjöldi var saman kominn á hafnarbakkanum,
þegar Gullfoss lagSi frá landi og kváSu viS húrra-
hrópin og árnaSaróskirnar. Allir vorum viS gripnir
af einhverri gleSikend og fundum lítt, þótt viS vær-
um aS kveSja vini og ættingja og leggja á hinn
langa veg, sem er á milli íslands og meginlandsins.
SíSustu kveSjurnar hljómuSu til okkar úr kapp-
róSrarbátnum Grettir, sem róiS var knálega af ræð-
urum félagsins, og fylgdu þeir okkur út aS Akur-
ey. Um kvöldið gengum viS snemma til hvílu því
flokkurinn var þreyttur eftir erfiSi síSustu daga.
Snemma næsta morgun vorum viS í Vestmanna-
eyjum, en fáir fóru í land; aSeins þeir sem meS
eftirvæntingarhreim í röddinni höfSu spurt hve
lengi yrSi staðiS viS í Eyjum, og var svariS lítiS
Svíþjóðarfarar Ármanns.
TaliS frá vinstri. Standandi: Karl Gíslason, Gísli SipurSsson, SigurSur NorSdahl, Dagbjartur Bjarnason,
Ágúst Kristjánsson, Þorsteinn Einarsson, Jens Guðbjörnsson (form.), Jörgen Þorbergsson, Georg Þorteins-
son, Jóhannes EiSsson, Geir Ólafsson. Sitjandi: Þórir Björnsson, Ragnar Kristinsson, Jón Þorsteinsson, kenn-
ari og stjórnandi flokksins, Höskxildur Steinsson og Páll Hallgrímsson.