Ármann - 01.11.1938, Qupperneq 24

Ármann - 01.11.1938, Qupperneq 24
Á R M A N N 18 Keppendur Ármanns í skíðamótunum s.l. vetur. 3. maður sitjandi talið frá vinstri er Guðm. Guðjóns- son, Ármannsmeistari i 17 km. göngu. Þórarinn Björnsson Ármanns-meistari í krókahlaupi. Fagurt var á fjöllunum í dag. f fönnum skrýddum dalnum undi eg mínum hag. Sólin skein á bjartar brekkur, Bláfjallanna fegurð dásamlegri er en dagleg orð fá lýst. [víst, Mig tefur ekki frostharka eða fjúk. — Falleg er hún, brekkan niður Skálahnúk. — Tunglið varpar töfraljóma, á tinda og dalinn alt um Langur skuggi liggur yfir Einstæðing. [kring. Dalinn út eg held nú heim á leið, heimferðin er altaf nokkuð svona greið, niður Skarð sem leiðin liggur, leiðin sú er er ekki ströng. Jósepsdal eg kveð með söknuði — og söng. R. Þ. Aðalfundur félagsins var haldinn dagana 7. og 16. okt. s.l. Fundirnir voru báðir mjög vel sóttir. Ýmsar laga- breytingar voru samþyktar, þar á meðal sú, að ,,í byrjun hvers starfsárs kýs hver flokkur í félaginu sér flokksstjóra, er starfi í samráði við stjórnina. Og skal stjórnin halda að minsta kosti einn fund í mánuði með þeim.“ 1 stjórn félagsins voru kosin : Jens Guðbjörnsson form., Þórarinn Magnússon vara- form., Sigríður Sigurjónsdóttir ritari, Loftur Helga- son gjaldkeri, Ólafur Þorsteinsson féhirðir, Skúli Þorleifsson bréfritari og Jóhann Jóhannesson á- haldavörður. Þau Rannveig Þorsteinsdóttir, Krist- inn Hallgrímsson og Karl Gislason, sem verið haía í stjórn nokkur undanfarin ár og starfað þar prýði- lega, báðust öll undan endurkosningu. Varastjórn skipa: Sigurður Norðdahl, Þorsteinn Hjálmarsson og Grímur Grímsson. Endurskoðendur eru Konráð Gíslason og Stefán G. Björnsson.

x

Ármann

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.