Ármann - 01.11.1938, Síða 25
Á R M A N N
Nýja bátaskýlið.
Oft hefir veriö rætt og ritaö um aöbúnaö þann,
sem ræöarar félagsins hafa átt við aö búa.
Meðan hiö gamla bátaskýli félagsins, sem stóð
vestast við Reykjavíkurhöfn, var við líði, lék ham-
ingjan við róörarflokkinn, en þegar félaginu var
skipað að hverfa á braut með það, breyttist aðstað-
an til hins verra, og nú um margra ára skeið hafa
ræðarar hvergi átt vísan samastað með bátana, en
hröklast með þá stað úr stað. Ýmsir ágætismenn
hafa reynst hinar mestur hjálparhellur og hafa þeir
skotið skjólshúsi yfir bátana um lengri og skemri
tíma. svo að róðrarflokkurinn hefir beinlínis lifað
á góðsemi þeirra.
Glímufélagið Ármann á tvo báta. sem nú eru
raunar orðnir gamlir. en hafa þó elst mjög fyrir
timann vegna þeirrar geymslu, sem þeir hafa oft
veriö i undanfarið, svo sem í saltgeymslum og öðr-
um slikum húsum, þar sem loftið hefir farið mjög
illa með þá. Með góðu bátaskýli ávinst því þrent:
fyrst og fremst fæst fastur samastaður, í öðru lagi
endast bátarnir mjklum mun betur en ella, og i
þriðja lagi verður hægt að stunda æfingar alt frá
vori til hausts.
Þörfin á húsi hefir verið alveg knýjandi, en vegna
fjárhagsörðugleika hefir félagið ekki treyst sér til
svo stórra framkvæmda fyr en nú á síðastliðnu
vori, að hafist var handa með bygginguna.
Byrjað var á undirbúningi verksins snemma i
sumar. Reykjavíkurbær lét af hendi lóð viö Foss-
voginn, rétt austan við Nauthólsvilc, en þar er
hugmyndin að framtíðarbaðstaður Reykvíkinga
verði, og að íþróttasvæðið, leikvellir, knattspyrnu-
vellir o. fl. verði þar norður af. í nágrenni Reykja-
víkur eru hv^rgi betri skilyrði til róðraræfinga en
við Fossvoginn. Ýmsir fleiri staðir komu að vísu
til greina, en valið féll, að öllu at'huguðu, á þennan.
Grunnur skýlisins er að stærð 8x15 m. úr járn-
bentri steinsteypu, og er áætlað að það taki 10—12
báta af sömu stærð og þá báta, sem Ármann á nú.
Möl og sandur hefir verið flutt að, en það hefir
oft verið býsna erfitt, þar sem ekki var hægt aö
flytja eftir landleiðinni, heldur urðu allir aðflutn-