Ármann - 01.11.1938, Síða 26

Ármann - 01.11.1938, Síða 26
20 Á R M A N N ingar a'iS fara fram á báíum og var sandurinn flutt- ur í pokum. RæSarar Ármanns .og ýmsir fleiri á- hugamenn i félaginu hafa unniö í sjálfboSavinnu aS byggingunni. Sóttist seint í fyrstu, því mikill skortur var í vor og sumar á sementi, en í haust fékst þó nægilegt efni til þess að hægt væri a'S ljúka viS grunninn. Á næsta vori veröur svo grind- in smíðuð og sett upp, og er ráö fyrir gert, að því verði lokið áður en æfingar hefjast. Strax næsta sumar munu því ræðarar félagsins hafa ágæta möguleika til æfinga. Þá verður og fullgerður veg- ur sá sem liggur um hið væntanlega iþróttahverfi suður að Fossvogi. Á síðastliðnu sumri gekk í. S. I. í Róðrarsam- band Norðurlanda, og getum vér því jiú íylgst með öllum framförum á sviði róðraríþróttarinnar. Ræð- arar félagsins eru mjög áhugasamir og hafa full- an hug á að standa hinum Norðurlandaþjóðunum jafnfætis í framtíðinni. Þeirri viðleitni er trygður möguleiki með byggingu hins nýja bátaskýlis. Ólafur Þorsteinsson. Baldur Möller. Einn af okkar skenitilegustu íþróttamönnum er Baldur Möller. Hann er eins og allir vita, sem til íþrótta þekkja hér á landi, næst-fráasti hlaupari landsins. Baldur er ennfremur einn ágætasti íþrótta- maður í skákiþróttinni hér og var hann skákmeist- ari Reykjavíkur 1935—37 og 1938 er hann orðinn Skákmeistari íslands. — Hann hefir einnig tekið þátt í tveim utanferðum skákmanna héðan: til Mún- chen 1936 og til Stokkhólms 1937 og að öllu for- fallalausu fer hann til Argentínu að sumri. Baldur er íþróttamaður í þess orðs bestu merkingu og munu allir, sem honum kynnast, bera honum sama orð. Skemtifund hélt félagið í Oddfellowhúsinu þriðjudaginn 8. nóv. Sóttu hann rúmlega 200 félagsmenn. Meðan setið var undir borðum voru afhent verðlaun frá öllum innanfélagsmótum okkar. Ennfremur voru skemtiatriði. — Þið, eldri Ármenningar, sem lesið þetta, má ekki bjóða ykkur þátttöku i skemtifund- um félagsins, sem eru venjulega einu sinni í mánuði. Fundirnir eru fyrir Ármenninga á öllum aldri — Komið og kynnist þessari grein starfseminnar í íé- laginu. Stjórn skíðaskála Ánnanns skipa nú: Ólafur Þorsteinsson form., Rannveig Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Bjarnason, Halldór Árna- son og Þórarinn Björnsson. Ármenningar! Munið að láta skrifstofu félagsins vita um þeg- ar þið hafið bústaðaskifti. Rósa Gestsdóttir. Yngsti stúdentinn af þeim 250, sem voru á Stúd- entamótinu á Þingvöllutn í vor, var Rósa Gestsdótt- ir, þá 17 ára gömul. Rósa tók stúdentspróf á síð- astliðnu vori með ágætri I. einkunn. Rósa hefir alla skólagöngu sína stundað fimleika hjá félagi voru, fyrst í telpnaflokkunum, en síðari árin í úrvalsflokki kvenna. Rósa hefir sýnt þa,ð að það þarf hvorki að tefja nám eða vinnu, þótt menn stundi iþróttir í frístundum sínum. Hún hefir alla skólagöngu sína staðið sig ágætlega. Við Ármenningar óskum henni til hamingju.

x

Ármann

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.