Morgunn - 01.12.1964, Blaðsíða 41
MORGUNN
119
Kona liðsforingja nokkurs í bandaríska flughernum, sem
raunar segir, að sig dreymi mjög sjaldan svo að hún muni
eftir, skýrir frá einum draumi, sem hún mundi mjög
greinilega, þegar hún vaknaði, og var hrædd við.
Árið 1927 fluttust þau hjónin tii Japans, þar sem manni
hennar var fengið starf. Voru þau nýlega komin til Naga-
saki og fóru þaðan með járnbrautarlest til Tokyo. Og þar
áttu þau heima, þegar konuna dreymdi di’auminn. Hún
þóttist vera stödd hátt uppi í fjallshlíð og horfa þaðan
niður á fjörð eða flóa, sem var likur hálfmána að lögun.
Járnbraut. lá inn eftir grýttri ströndinni og víða mjög
nærri sjónum. Sér hún þá langa flutningalest koma úr
suðurátt handan flóans, beygja fyrir fjarðarbotninn,
halda norður ströndina þeim megin, sem hún þóttist sitja,
og hverfa að lokum úr augsýn. Þegar á eftir kemur far-
þegalest úr suðri og fer hina sömu leið. 1 sama bili virt-
ist henni hún vita, hvað í vændum var, og að hin þunga
flutningalest hefði laskað brautina og gert hana hættu-
lega yfirferðar. Og það stóð heima. Þegar farþegalestin
var komin á móts við staðinn, þar sem hún sjálf var
stödd uppi í hlíðinni, lét brautin undan og vagnarnir ultu
niður í sjó. Hún sá fólkið vera að reyna að skriða út um
gluggana, þar sem öldurnar skuliu yfir flata vagnana. 1
því vaknaði hún ofsahrædd.
Daginn eftir voru þau hjónin boðin í hádegisverðar-
veizlu og sátu við hlið ritara eins úr Sendiráði Bandaríkj-
anna. Heyrir hún þá, að konan, sem sat við hina hlið rit-
arans, spyr hann, hvort nokkurt fólk frá Ameríku muni
hafa verið í lestinni, sem fórst. Varð þetta til þess, að
frúin tók að spyrja ritarann nánar um þetta og sagði hon-
Um draum sinn. Lýsti hann þá slysinu, er orðið hafði þá
Um nóttina, nákvæmlega á sama hátt og hún hafði séð í
draumnum, enda tóku ljósmyndir þær, sem birtust í blöð-
houm, af allan vafa í því efni.
Undarlegast fannst konunni, að engu var líkara en hún
v0ei'i þarna stödd og horfði á slysið gerast. Engan þekkti