Morgunn - 01.12.1964, Blaðsíða 53
MORGUNN
131
Fyrsta sporið til vizku er að viðurkenna, að þú ert
dauðlegur maður og fávís fæddur. Og ef þú vilt ekki vera
talinn einfaldur, þá varpaðu frá þér þeirri heimsku, að
þú sért vitur.
Eins og yfirlætislaus búningur hæfir bezt fagurri konu,
er göfug breytni æðsta skart innri vizku.
Ræða hins hógværa gefur sannleikanum réttan ljóma
og yfirlætisleysið verður hinum hógværa til afsökunar,
ef honum skjátlast.
Hann treystir ekki á það, að hann viti allt bezt, heldur
hlustar 4 ráðleggingar vina sinna og notfærir sér þær.
Hann snýr eyrum sínum frá lofi annarra og trúir því
ekki. Og hann er síðastur allra að viðurkenna eigin full-
komnun.
En, eins og hjúpurinn eykur gildi fegurðarinnar, þann-
ig hylur hann dyggðir sínar í skugga lítillætisins.
Sjáið hins vegar hinn hégómlega mann og gefið gaum
að þeim mikilláta. Hann skrýðist dýrum klæðum, gengur
hnakkakertur um strætið og reynir að vekja á sér athygli.
Hann er harðsvíraður, fyrirlítur hina fátæku, auðsýnir
hroka þeim, sem lægra eru settir. Fyrir því er litið niður
á hann og brosað að flónsku hans.
Hann fyrirlítur skoðanir annarra, þykist einn ailt vita,
en veður þó í villu og svíma.
Hann er uppblásinn af ímyndaðri stórmennsku og yndi
hans alla daga er að tala um sjálfan sig eða hlusta á
hólsyrði annarra.
Hann étur með áfergju iofið af vörum smjaðrarans.
Og smjaðrarinn notfærir sér það og étur hann sjálfan í
staðinn.
Sönn hyggindi.
Hlustaðu á orð hyggjuvits þíns. gef gaum að ráðlegg-
mgum þess og geymdu þær í hjarta þínu. Sönn hyggindi
eru algild og veita dyggðunum stuðning og styrk. Hyggju-
vitið er leiðsögu-maður þinn í hfinu.