Morgunn


Morgunn - 01.12.1964, Page 53

Morgunn - 01.12.1964, Page 53
MORGUNN 131 Fyrsta sporið til vizku er að viðurkenna, að þú ert dauðlegur maður og fávís fæddur. Og ef þú vilt ekki vera talinn einfaldur, þá varpaðu frá þér þeirri heimsku, að þú sért vitur. Eins og yfirlætislaus búningur hæfir bezt fagurri konu, er göfug breytni æðsta skart innri vizku. Ræða hins hógværa gefur sannleikanum réttan ljóma og yfirlætisleysið verður hinum hógværa til afsökunar, ef honum skjátlast. Hann treystir ekki á það, að hann viti allt bezt, heldur hlustar 4 ráðleggingar vina sinna og notfærir sér þær. Hann snýr eyrum sínum frá lofi annarra og trúir því ekki. Og hann er síðastur allra að viðurkenna eigin full- komnun. En, eins og hjúpurinn eykur gildi fegurðarinnar, þann- ig hylur hann dyggðir sínar í skugga lítillætisins. Sjáið hins vegar hinn hégómlega mann og gefið gaum að þeim mikilláta. Hann skrýðist dýrum klæðum, gengur hnakkakertur um strætið og reynir að vekja á sér athygli. Hann er harðsvíraður, fyrirlítur hina fátæku, auðsýnir hroka þeim, sem lægra eru settir. Fyrir því er litið niður á hann og brosað að flónsku hans. Hann fyrirlítur skoðanir annarra, þykist einn ailt vita, en veður þó í villu og svíma. Hann er uppblásinn af ímyndaðri stórmennsku og yndi hans alla daga er að tala um sjálfan sig eða hlusta á hólsyrði annarra. Hann étur með áfergju iofið af vörum smjaðrarans. Og smjaðrarinn notfærir sér það og étur hann sjálfan í staðinn. Sönn hyggindi. Hlustaðu á orð hyggjuvits þíns. gef gaum að ráðlegg- mgum þess og geymdu þær í hjarta þínu. Sönn hyggindi eru algild og veita dyggðunum stuðning og styrk. Hyggju- vitið er leiðsögu-maður þinn í hfinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.