Morgunn - 01.12.1964, Qupperneq 5
MORGUNN 83
við höfum fundið upp. Eigi að siður eru þessi ófullkomnu
skynfæri okkar dýrmæt hjálp i daglegu lífi.
Því hefur löngum verið trúað, og margir trúa því statt
og stöðugt enn, að ekki sé unnt að skynja neitt nema eft-
ir hinum venjulegu leiðum skynfæranna. Ekkert sé að
marka nema það, sem menn geti séð og heyrt eða þreif-
að á. Samt sem áður er það nú svo, að frá elztu tímum
og fram á þennan dag hafa verið til menn, sem fullyrða,
að þeir hafi orðið eins og annars áskynja, án þess að sú
vitneskja hafi til þeirra borizt í gegn um hin venjulegu
og viðurkenndu skynfæri. Þessar skynjanir hafa einu
nafni verið nefndar sálræn eða dulræn fyrirbæri. Þau eru
mjög fjölbreytilegra tegunda og einnig mjög algeng. Það
mun vandfundinn sá maður, sem kominn er fram yfir
miðjan aldur, sem ekki telur sig hafa orðið einhvers var-
an af þessu tagi. Skal nú í örstuttu máli drepið á helztu
tegundir þessara fyrirbæra.
1. Skyggni eða ófreskigáfa. Fjöldi manna er skyggn,
sem kallað er. Þeir sjá eitt og annað, sem aðrir ekki verða
varir við, þótt þeir standi fast hjá þeim. Þeir sjá verur
eða svipi, sem ýmist bregður fyrir eða þeir geta séð þá
alllengi í senn. Þeir lýsa þessum vei’um greinilega, svo
aðrir þekkja af lýsingunni, að þetta er fóik, sem löngu
er dáið, en þeir kannast mætavel við. Sumir virðast vera
í venjulegu vökuástandi, þegar þessar sýnir ber fyrir þá.
Aðrir, og þá einkum hinir svonefndu miðlar, eru í ómeð-
vitandi eða hálfmeðvitandi ástandi, þegar þeir eru að lýsa
framliðnu fólki, segja til um nöfn þess, heyra það jafnvei
tala og flytja fundargestum frá því ýmis skilaboð, segja
frá löngu liðnum atvikum úr ævi þess og lýsa þeim stöð-
Um og því umhverfi, þar sem það átti heima á meðan það
lifði á jörðinni. Oft er hægt að ganga úr skugga um það,
að miðillinn hafði aldrei séð þetta fólk á meðan það lifði
né haft nein kynni af ævi þess og kjörum.
2. Dulheyrnir (clairaudience). Svo er það nefnt, er
menn heyra raddir, annarleg hljóð, umgang, högg og þess