Morgunn - 01.12.1964, Síða 74
Að finna sjálfan sig,
☆
Hinn sanni innri maður er laus úr viðjum lastanna,
laus við hrörnun ellinnar og vald dauðans. Hann finnur
hvorki til þorsta né hungurs, hann þjaka hvorki sorgir
né áhyggjur. Þrár hans eru sannar og þær munu upp-
fylltar verða. Að þessu á leit mannsins að beinast, eftir
þessu ber honum að keppa. Og hann mun öðlast það.
Þessi sannleikur barst til eyrna goða og engla, en einn-
ig þursanna og hinna illu anda. Og þeir hugsuðu með
sér: „Við skulum leitast við að finna sjálfa okkur, að
við megum eignast allan heiminn og fá uppfylltar allar
þrár.“
Því næst fór Indra af hálfu goðanna og Virochana frá
þursunum til þess að finna hinn fræga kennara Prajapati.
Þeir gerðust lærisveinar hans og stunduðu nám hjá hon-
um í þrjátíu og tvö ár.
Að þeim tíma liðnum spurði Prajapati: „Til hvers haf-
ið þið dvalizt hér í svo langan tíma?“
Og þeir svöruðu: „Við höfum heyrt, að sá, sem lærir
að þekkja sjálfan sig, eignist allan heiminn og fái allar
óskir sínar uppfylltar. Við höfum dvalið hér til þess að
fá fræðslu. um hinn sanna innri mann.“
Þá sagði Prajapati: „Farið hérna út að tjörninni, spegl-
ið þið ykkur í henni og komið síðan og segið mér, hvort
þið viljið fræðast meira.“
Indra og Virochana fóru, spegluðu sig í tjörninni, komu
aftur og sögðu: „Við sáum sjálfa okkur, meira að segja
hárið og neglurnar."