Morgunn - 01.12.1964, Side 68
Kærleikurinn.
☆
Einu sinni spurði ég biskupinn í Genova, hvað maður
ætti að gera til þess að öðlast fuilkomnun.
„Þú verður að elska Guð af öilu hjarta,“ svaraði hann,
„og náunga þinn eins og sjálfan þig.“
„Ég var ekki að spyrja um það, i hverju fullkomnunin
væri fólgin,“ svaraði ég, „heldur um hitt, hvernig ég geti
öðlazt hana.“
„Kærleikurinn," svaraði hann á ný, „hann er bæði leið-
in og takmarkið. Hann er eina leiðin, sem unnt er að
fara til þess að ná markinu, vegna þess að í raun og sann-
leika er fullkomnunin kærleikur. Á sama hátt og sálin
er líf líkamans, er kærleikurinn líf sálarinnar.“
„Ég veit það,“ svaraði ég. „Það, sem ég er að spyrja
um, er það, hvernig maður á að fara að því að elska Guð
af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan sig.“
En hann svaraði aftur: „Við eigum að elska Guð af
öllu hjarta og náungann eins og sjálfan sig.“
„Ég er engu nær,“ sagði ég. „Segðu mér, hvernig á að
öðlast slíkan kærleika.“
„Bezta leiðin og jafnframt sú beinasta og greiðasta til
þess að elska Guð af öllu hjarta, er að elska hann af
öllu hjarta.“
öðru fékkst biskupinn ekki til að svara. Að lokum bætti
hann þó við: „Það hafa margir fleiri en þú beðið mig að
kenna sér hin leyndu fræði, leiðir og aðferðir til þess að
geta orðið fullkominn. Það eina, sem ég hef getað sagt
þeim er, að leyndardómurinn sé í því fólginn að elska