Morgunn - 01.12.1964, Side 33
M O R G U N N 111
hann geti komið í veg fyrir það. Stundum rætist for-
sögnin eigi að síður.
Aðstoðarmaður vörubílstjóra nokkurs átti jafnan að
hjálpa honum til að hlaða á bílinn á morgnana. En bíl-
stjórinn var vanur að láta ekki sjá sig, fyrr en hinn var
langt kominn með verkið.
„Morgun einn árið 1945,“ segir þessi maður, „kom for-
stjórinn eins og hann var vanur með farmskrána. Þá
mundi ég eftir draum, sem mig hafði dreymt um nóttina.
Ég þóttist vera búinn að hlaða á bílinn, en þó var hann
ekki nema hálffermdur sökum þess, að ekki var meira
að flytja þann daginn. Hægra megin á pallinum stóð vatns-
hitunardunkur i tágaumbúðum. Bílstjórinn var ekki kom-
inn, en einn verkamannanna, sem vissi, að ég hafði ekki
ökupróf, kallar til mín í gamni og segir, að ég skuli bara
aka biinum af stað, úr því bílstjórinn láti ekki svo lítið
að koma.
„Ég gerði það nú að gamni mínu,“ segir sögumaður,
>,að gá að því í farmskránni, hvort þar væri nokkur vatns-
hitunardunkur. Jú, það stóð heima. Ég leit inn í vöru-
klefann og sá þá, að dunkurinn var alis ekki í tágaumbúð-
um. En þegar ég ætla að setja hann á bílinn, tek ég eftir
því, að á honum er ekki sama númer og stóð í farm-
skránni. Þetta var því ekki réttur dunkur. Ég fann hann
í öðrum klefa. Og það einkennilega var, að það var eini
dunkurinn þar inni, sem var í tágaumbúðum. Af einhverri
ástæðu — sennilega til þess að gera öfugt við það, sem
mig hafði dreymt — setti ég nú dunkinn upp á bílinn
vinstra megin. Siðan lauk ég við að hlaða á bílinn og enn
var ökumaðurinn ókominn. Ég var einmitt að hugsa um
hað, að mér hefði orðið á skyssa að setja dunkinn vinstra
megin, því frá sæti bílstjórans séð væri hann til hægri,
eins og í draumnum — þegar ég heyri kallað til mín:
>,Þú verður víst sjálfur að aka bilnum í þetta sinn, Vic.
Bilstjórinn ætlar ekki að láta svo lítið að koma þennan
daginn.“ Það var einn verkamannanna, sem kallaði.“