Morgunn - 01.12.1964, Qupperneq 13
MORGUNN 91
— Ég man vel eftir þessu, segir þú. — Sagði hann
nokkuð fleira?
— Hann bað mig fyrir skilaboð til þín, segi ég. — Hann
sagðist ekki vilja, að þú létir myndina af henni mömmu
ykkar sálugu liggja lengur í kommóðuskúffunni.
— Nei! Nú gengur alveg fram af mér. Þú hefur ekki
aðeins hitt hann Sigurjón, heldur hefur hann sagt þér það,
sem enginn lifandi maður vissi, nema ég. Myndin af
mömmu datt niður af skápnum fyrir nokkrum dögum og
glerið í rammanum brotnaði. Ég lét hana þá niður í komm-
óðuskúffuna og hef bara ekkert munað eftir henni síðan.
Ég hef valið hér að vísu tilbúna, en þó mjög algenga
og hversdagslega mynd af því, sem þráfaldlega kemur
fram á fundum með sæmilega góðum miðlum. Og í ein-
stökum tilfellum hafa komið fram miklu fleiri og veiga-
meiri atriði til sönnunar kenningum spiritista um fram-
haldslífið. Það er ekki nema sjálf.sagt og eðlilegt, að menn
fari varlega í það að láta sannfærast af einu dæmi, hvort
heldur í eigin reynslu eða stutt af vottfestum frásögnum
annarra, jafnvel þótt hið sterkasta sannanagildi hafi. En
þegar slík dæmi skipta þúsundum og þegar sams konar
reynsia einstaklinganna endurtekst ár eftir ár og um alda-
raðir, þá fer að verða erfitt að neita svo mörgum stað-
reyndum. Og ég hygg, satt að segja, að sannanirnar fyrir
framhaldslífi og sambandi við látna vini séu þegar orðn-
ar svo margar og sterkar, að fyllri sannana krefjumst
við yfirleitt ekki á öðrum sviðum fyrir sanngildi hlut.
anna.
Gcignrýni andstœöinga spíritismans.
Nú er það hvorki rétt né sanngjarnt, þegar rætt er um
skýringar spiritista á dulrænum fyrirbrigðum, að geta
ekki einnig að nokkru um þær skýringar, sem andstæð-
ingar spiritismans hafa borið fram.